bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

hvað þarf ég til að setja M52B28 ofaní E36?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=65998
Page 1 of 2

Author:  Omar_ingi [ Sun 27. Apr 2014 22:42 ]
Post subject:  hvað þarf ég til að setja M52B28 ofaní E36?

Er ekki einhver/einhverjir sem geta sagt mér hvað ég þarf til þess að setja M52B28 ofaní E36 árg 92 og mótorinn kemur úr E39 :?: og þarf ég annað rafkerfi á mótorinn eða get ég notað það sem er á mótornum?

Og get ég ekki notað kassa sem kemur af M50B25.

Vantar líka að fá að vita hvort að það sé réttur skrúfgangur eða öfugur skrúfgangur á þessum númer 4 á myndinni.

Image

Author:  srr [ Mon 28. Apr 2014 14:56 ]
Post subject:  Re: hvað þarf ég til að setja M52B28 ofaní E36?

Amk þarftu:

Mótorarma úr E36
Olíupönnu, olíu pickup og olíu dælu úr E36
Rafkerfi úr E36

Best fyrir þig þar sem þú ert með '92 bíl (non ews), væri að fá m50b25 soggrein, throttle body, loftflæðiskynjara, rafkerfi og tölvu.
Langt einfaldast að nota það dót.
Svo botn af m50 eða m52 úr e36 (s.s. olíupönnuna, pickup og dælu)

Getur notað M50B25 kassa úr hverju sem er við M52B28.
En mundu að orginal notast M52B28 við 240mm kúplingu á meðan M50B25 notar 228mm kúplingu.
En ef þú notar M50B25 kassann, þá þarftu svinghjól, kúplingu, gaffal og allt með kassanum s.s.

Gætir lent í brasi með boltagötin á mótornum, að þau passi ekki við E36 mótorarma staðsetinguna,
en vanir menn geta reddað því með að búa til adapter plötu yfir í göt sem fyrir eru á mótornum.

Author:  Danni [ Mon 28. Apr 2014 17:14 ]
Post subject:  Re: hvað þarf ég til að setja M52B28 ofaní E36?

Reyndar hef ég heyrt að það þurfi ekki að skipta um pönnu og pickup til að setja E39 mótor í E36. Sumpið er að aftan í E39, alveg eins og í E36.

Þannig E36 rafkerfi og mótorarmar ætti að vera nóg.

Mig minnir að það er réttur skrúfgangur á boltanum framaná hjólinu, en hvers vegna þarftu að eiga við hann?

Author:  srr [ Mon 28. Apr 2014 19:16 ]
Post subject:  Re: hvað þarf ég til að setja M52B28 ofaní E36?

Danni wrote:
Reyndar hef ég heyrt að það þurfi ekki að skipta um pönnu og pickup til að setja E39 mótor í E36. Sumpið er að aftan í E39, alveg eins og í E36.

Þannig E36 rafkerfi og mótorarmar ætti að vera nóg.

Mig minnir að það er réttur skrúfgangur á boltanum framaná hjólinu, en hvers vegna þarftu að eiga við hann?

Aron T1 og Jón Bras ættu að geta svarað því með olíupönnuna þar sem það var E39 útgáfa af M52B25 sem fór í LX bílinn hans Arons.

Author:  Omar_ingi [ Mon 28. Apr 2014 21:43 ]
Post subject:  Re: hvað þarf ég til að setja M52B28 ofaní E36?

Þakka fyrir svörin :) ég á S50 olíupönnu og dælu og pickupið úr mótornum sem er að fara í E30, get ég ekki notað það? Og það kemur úr E36

En mótorinn semsagt brennir olíu og reykir svoldið og ég er búinn að skipta um fóðringar og það var ekki nóg þessvegna er ég að eiga við það til að taka bara allan kjallaran upp :)

Author:  Alpina [ Mon 28. Apr 2014 22:33 ]
Post subject:  Re: hvað þarf ég til að setja M52B28 ofaní E36?

Kjallarinn segir lítið um olíubrennsluna,, ef hann brennir hraustlega er það eflaust ventlaþéttingar eða stimpilhringir

Author:  Omar_ingi [ Mon 28. Apr 2014 22:51 ]
Post subject:  Re: hvað þarf ég til að setja M52B28 ofaní E36?

Alpina wrote:
Kjallarinn segir lítið um olíubrennsluna,, ef hann brennir hraustlega er það eflaust ventlaþéttingar eða stimpilhringir

Ups átti að vera þarna ventlaþéttingar en ekkert breittist :) en já ætla að skoða það, annars er ég að pæla að stroka mótorinn :) þannig ef allt lítur vel út þá skipti ég bara fyrst til að byrja með hringina en ef ekki þá fer ég bara alla leiðina eða svona að mestu :)

Author:  srr [ Tue 29. Apr 2014 10:06 ]
Post subject:  Re: hvað þarf ég til að setja M52B28 ofaní E36?

Er þetta mótorinn úr E39 sem Bergsteinn ætlaði að rífa en seldi svo Einari ?

Author:  rockstone [ Tue 29. Apr 2014 10:31 ]
Post subject:  Re: hvað þarf ég til að setja M52B28 ofaní E36?

srr wrote:
Er þetta mótorinn úr E39 sem Bergsteinn ætlaði að rífa en seldi svo Einari ?


jamm, UR700

Author:  Omar_ingi [ Tue 29. Apr 2014 12:25 ]
Post subject:  Re: hvað þarf ég til að setja M52B28 ofaní E36?

rockstone wrote:
srr wrote:
Er þetta mótorinn úr E39 sem Bergsteinn ætlaði að rífa en seldi svo Einari ?


jamm, UR700

Mikið rétt

Author:  srr [ Tue 29. Apr 2014 12:26 ]
Post subject:  Re: hvað þarf ég til að setja M52B28 ofaní E36?

Var ekki búið að komast að því að stimpilhringir væru búnir ?

Author:  rockstone [ Tue 29. Apr 2014 12:38 ]
Post subject:  Re: hvað þarf ég til að setja M52B28 ofaní E36?

srr wrote:
Var ekki búið að komast að því að stimpilhringir væru búnir ?


var ekki vitað meðan ég átti hann allavega, veit ekki hvað eigendur eftir mér fundu út eða gerðu.

Author:  Omar_ingi [ Wed 30. Apr 2014 01:20 ]
Post subject:  Re: hvað þarf ég til að setja M52B28 ofaní E36?

En E39 kassan, get ég notað hann í E36? og þá við drifskaptið og enginn vandamál?

srr wrote:
Best fyrir þig þar sem þú ert með '92 bíl (non ews), væri að fá m50b25 soggrein, throttle body, loftflæðiskynjara, rafkerfi og tölvu.
Langt einfaldast að nota það dót.
Svo botn af m50 eða m52 úr e36 (s.s. olíupönnuna, pickup og dælu)


sleppi ég þá við allt ews dótið?

Author:  Danni [ Wed 30. Apr 2014 02:07 ]
Post subject:  Re: hvað þarf ég til að setja M52B28 ofaní E36?

Omar_ingi wrote:
En E39 kassan, get ég notað hann í E36? og þá við drifskaptið og enginn vandamál?

srr wrote:
Best fyrir þig þar sem þú ert með '92 bíl (non ews), væri að fá m50b25 soggrein, throttle body, loftflæðiskynjara, rafkerfi og tölvu.
Langt einfaldast að nota það dót.
Svo botn af m50 eða m52 úr e36 (s.s. olíupönnuna, pickup og dælu)


sleppi ég þá við allt ews dótið?


Ef þú notar rafkerfi og tölvu úr non ews bíl þá sleppurðu við allt ews vesen já. Ættir að vera safe með '94 dót eða eldra.

Author:  gardara [ Wed 30. Apr 2014 02:24 ]
Post subject:  Re: hvað þarf ég til að setja M52B28 ofaní E36?

eða bara fá ews emulator? það er hvorki dýrt né mikið vesen.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/