Sælir félagar.
Er með E90 4cyl bensín sem ég er að spá í. Þegar maður er kominn upp yfir ca. 50 þá heyrist leiðindahvinur að aftanverðu. Hvinurinn er sama hvort maður er á inngjöf eða slær af. Vonandi er þetta bara hjólalega frekar en lega í drifi eða drifið sjálft.
Eru þið með einhver ráð til að gefa (önnur en að fara á verkstæði) til þess að átta mig betur á þessu, t.d. útiloka að þetta sé drifið...
Kv. Jóhann Karl
_________________ Jóhann Karl Hermannsson
BMW 520D F10 ´13 Kawasaki KX450f ´07 8 Ball Lowrider 20"
|