bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Þegar pantaðir eru varahlutir frá Þýskalandi
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=6561
Page 1 of 2

Author:  Thrullerinn [ Thu 24. Jun 2004 21:07 ]
Post subject:  Þegar pantaðir eru varahlutir frá Þýskalandi

Ég er að velta fyrir mér að föndra í þessu næsta vetur þegar ég legg bílnum.

Image

Image

Getur einhver gefið mér hugmynd um hversu mikið þarf að bæta við "evrukostnaðinn" sem fylgir þessu?

Einnig hvort mögulegt sé að koma ljósunum sem maður á í verð, þ.e. sem
maður skiptir út?

Spurning hvort það borgi sig jafnvel að taka bara norrænu og fara smá rúnt.

Öll ráð vel þegin.

Nánar hér

Author:  Svezel [ Thu 24. Jun 2004 22:27 ]
Post subject: 

Þetta er helvíti dýrt. Hvað kostar þetta í B&L?

Author:  Thrullerinn [ Thu 24. Jun 2004 22:31 ]
Post subject: 

Svezel wrote:
Þetta er helvítti dýrt. Hvað kostar þetta í B&L?


Þetta er ekki fáanlegt í B&L og já, þetta er helvíti dýrt !!

Spurning um að þú kennir mér að baka hehe ;)

Author:  Svezel [ Thu 24. Jun 2004 22:42 ]
Post subject: 

Ég er meistara bakari sko 8)

Það liggur við að það myndi borga sig að skella sér bara út að ná í þetta, a.m.k. ef þú ætlar að taka allan pakkann.

Svo er spurning hvort það sé hægt að losa sig við gamla dótið. E.t.v. að athuga með ebay

Author:  Thrullerinn [ Thu 24. Jun 2004 23:19 ]
Post subject: 

Hver er tollurinn á þessu.. bætist ekki síðan vaskur ofan á það?

Spurning hvort þetta fitti í ferðatösku :naughty:

Author:  Stefan325i [ Thu 24. Jun 2004 23:19 ]
Post subject: 

Verð + fluttningur X 15% X 24.5% = verð + tollskýsla = þitt verð :cry:

Author:  Thrullerinn [ Thu 24. Jun 2004 23:21 ]
Post subject: 

Stefan325i wrote:
Verð + fluttningur X 15% X 24.5% = verð + tollskýsla = þitt verð :cry:


Úfff, þetta endar í hrikalegum upphæðum :(
Pirrar mig mjög að maður þarf að greiða toll af flutningnum sjálfum :evil:

Author:  gstuning [ Fri 25. Jun 2004 09:24 ]
Post subject: 

Thrullerinn wrote:
Stefan325i wrote:
Verð + fluttningur X 15% X 24.5% = verð + tollskýsla = þitt verð :cry:


Úfff, þetta endar í hrikalegum upphæðum :(
Pirrar mig mjög að maður þarf að greiða toll af flutningnum sjálfum :evil:


Jebb, en það er samt fullkomlega skiljanlegt

Author:  zazou [ Fri 25. Jun 2004 11:06 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Thrullerinn wrote:
Stefan325i wrote:
Verð + fluttningur X 15% X 24.5% = verð + tollskýsla = þitt verð :cry:


Úfff, þetta endar í hrikalegum upphæðum :(
Pirrar mig mjög að maður þarf að greiða toll af flutningnum sjálfum :evil:


Jebb, en það er samt fullkomlega skiljanlegt


Fræddu oss.

Author:  arnib [ Fri 25. Jun 2004 11:30 ]
Post subject: 

Þú borgar toll og virðisauka af 'verði hlutarins'.

Verð hlutarins hlýtur að vera 'það sem hann kostaði þig', sem aftur hlýtur að vera verðið á honum úti plús það sem kostaði þig að fá hann til þín.

:roll:

Author:  zazou [ Fri 25. Jun 2004 12:15 ]
Post subject: 

arnib wrote:
Þú borgar toll og virðisauka af 'verði hlutarins'.

Verð hlutarins hlýtur að vera 'það sem hann kostaði þig', sem aftur hlýtur að vera verðið á honum úti plús það sem kostaði þig að fá hann til þín.

:roll:


Maður skilur það alveg, tilfinningin er samt sú að það sé bara verið að taka aðeins meira í skatt :evil: - bara ruddalegt!

Author:  arnib [ Fri 25. Jun 2004 12:19 ]
Post subject: 

zazou wrote:
Maður skilur það alveg, tilfinningin er samt sú að það sé bara verið að taka aðeins meira í skatt :evil: - bara ruddalegt!


Að sjálfsögðu er það tilfinningin, enda er það akkúrat það sem er verið að gera :)

Ég er ekki að segja að þetta ætti að vera svona, ég er bara að backa upp það sem gstuning segir, að þetta sé vel skiljanlegt.

Author:  Kristjan [ Fri 25. Jun 2004 12:30 ]
Post subject: 

Ertu alveg viss um að þú viljir skipta út þessum ljósum fyrir glær? Mér persónulega finnst bílinn þinn mjög fallegur eins og hann er, gulu stefnuljósin eru ekki ljót á þínum. Ætli það sé ekki vegna því að hann er svartur, það sama gildir um fyrrverandi shadowline-inn hans Bebecar, hann er ennþá með gul stefnuljós og það fer honum bara ágætlega. ;)

Author:  Thrullerinn [ Fri 25. Jun 2004 21:15 ]
Post subject: 

Kristjan wrote:
Ertu alveg viss um að þú viljir skipta út þessum ljósum fyrir glær? Mér persónulega finnst bílinn þinn mjög fallegur eins og hann er, gulu stefnuljósin eru ekki ljót á þínum. Ætli það sé ekki vegna því að hann er svartur, það sama gildir um fyrrverandi shadowline-inn hans Bebecar, hann er ennþá með gul stefnuljós og það fer honum bara ágætlega. ;)


Já ég er nokkuð viss, það er bara kostnaðurinn sem stendur í veginum.
Kannski óþarfa pjatt í mér, en svona er þetta bara, það fór mjög í
taugarnar á mér að geta ekki valið þetta sem "aukahlut" þegar hann var nýr.

Ég tel einfaldlega að þetta setji mikinn svip á bílinn..

Image Image

Kemur í ljós, ég ætla allavega að athuga hvort ég geti ekki fundið ódýrari leið :)

(ps. til að gera stefnuljósið hvítt þarna uppi þá "duplicataði" ég myndina, setti
þá mynd í "grayscale" og "pasteaði" síðan svarthvíta stefnuljósið yfir upprunalegu
litmyndina, bara svona ef einhver væri að velta þessu fyrir sér ;) ..)

Author:  ta [ Fri 25. Jun 2004 22:30 ]
Post subject: 

Thrullerinn wrote:


(ps. til að gera stefnuljósið hvítt þarna uppi þá "duplicataði" ég myndina, setti
þá mynd í "grayscale" og "pasteaði" síðan svarthvíta stefnuljósið yfir upprunalegu
litmyndina, bara svona ef einhver væri að velta þessu fyrir sér ;) ..)


þetta er mikið flottara, engin spurning,
en djöfull þarf maður að blæða...
sama fyrir facelift e39 til að fá hvít stefnuljós.
..... það er bara ný ljós , eins og þau leggja sig!
too much, I say.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/