bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Upptekt á dempurum
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=65557
Page 1 of 1

Author:  BirkirB [ Fri 21. Mar 2014 15:15 ]
Post subject:  Upptekt á dempurum

Hef heyrt að Poulsen taki bilstein dempara og geri upp.
Vitiði hvort þeir græji aðrar tegundir og þá er ég aðallega að tala um KW?
Og kannski hvað þeir taka fyrir þetta....

Author:  Tóti [ Fri 21. Mar 2014 15:46 ]
Post subject:  Re: Upptekt á dempurum

Poulsen getur séð um upptekningu á Bilstein útaf því að þeir eru með umboðið fyrir það.

Þeir gera þetta samt ekki sjálfir, heldur senda þetta til úr landi til Bilstein verkstæðis.

Author:  srr [ Fri 21. Mar 2014 15:52 ]
Post subject:  Re: Upptekt á dempurum

Þjónustuverkstæði N1 (var á Funahöfða, veit ekki hvort það sé þar ennþá) sá líka um að gera við Koni dempara.

Author:  BirkirB [ Sat 22. Mar 2014 04:46 ]
Post subject:  Re: Upptekt á dempurum

Vesen. Veit að KW græja bilaða dempara líka, maður þarf bara að senda þá út til þeirra...Hélt að þetta væri svipað og að taka upp vökvatjakka...

Author:  srr [ Sat 22. Mar 2014 04:49 ]
Post subject:  Re: Upptekt á dempurum

BirkirB wrote:
Vesen. Veit að KW græja bilaða dempara líka, maður þarf bara að senda þá út til þeirra...Hélt að þetta væri svipað og að taka upp vökvatjakka...

Ef svo er þá er VHE í Hafnarfirði með slíka þjónustu :thup:

Author:  gardara [ Sat 22. Mar 2014 13:46 ]
Post subject:  Re: Upptekt á dempurum

Olíu eða gasdemparar?

Getur prófað að tala við einhverja torfæru og rally gæja, margir þeirra sem hafa verið í því að gera upp dempara.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/