bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Vélarswap e36
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=6544
Page 1 of 1

Author:  Deviant TSi [ Wed 23. Jun 2004 22:56 ]
Post subject:  Vélarswap e36

Getur einhver upplýst mig um hversu auðvelt/erfitt er að láta 323 eða 325 vél í 316 bíl?

Hvað þarf að skipta um (fyrir utan vél og gírkassa) til að gera bílinn að 323 eða 325?

Hafið þið einhverja hugmynd um hvað maður gæti fengið slíka vél á á t.d. partasölu?

Ég er bara að velta þessu fyrir mér.. Ég veit að það væri að mörgu leiti skynsamlegast að kaupa bara annan bíl, en þetta væri bara skemmtilegt project :)

Author:  Alpina [ Wed 23. Jun 2004 23:03 ]
Post subject:  Re: Vélarswap e36

Deviant TSi wrote:
Getur einhver upplýst mig um hversu auðvelt/erfitt er að láta 323 eða 325 vél í 316 bíl?

Hvað þarf að skipta um (fyrir utan vél og gírkassa) til að gera bílinn að 323 eða 325?

Hafið þið einhverja hugmynd um hvað maður gæti fengið slíka vél á á t.d. partasölu?

Ég er bara að velta þessu fyrir mér.. Ég veit að það væri að mörgu leiti skynsamlegast að kaupa bara annan bíl, en þetta væri bara skemmtilegt project :)


Og dýrt og vesen og ALLT nema tími peningar þolinmæðiok kunnátta sé
NÓG af :P

Author:  gstuning [ Thu 24. Jun 2004 09:09 ]
Post subject: 

Ef þú ert með E36 þá er það ekki svo rosa erfitt bara að hafa allt sem til þarf til að gera swappið

Author:  Deviant TSi [ Thu 24. Jun 2004 09:31 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Ef þú ert með E36 þá er það ekki svo rosa erfitt bara að hafa allt sem til þarf til að gera swappið


gætirðu talið upp það sem til þarf?

Author:  oskard [ Thu 24. Jun 2004 10:26 ]
Post subject: 

hehe, helst klestan 323/325/328 :)

Author:  gstuning [ Thu 24. Jun 2004 10:27 ]
Post subject: 

oskard wrote:
hehe, helst klestan 323/325/328 :)


Eða

Það sem aðskilur bílinn sem á að swappa í og þann sem á að swappa úr

Author:  Bjarki [ Thu 24. Jun 2004 10:42 ]
Post subject: 

Ég skal reyna að koma með smá lista yfir það sem þarf að skipta um:
Vél, bensíndæla, gírkassi, drif, drifskaft, öxlar.
Bitinn sem vélin situr á, fjöðrun (gormar+demparar), bremsukerfi
Mælaborð, tölva fyrir vél, hugsanlega eitthvað af vírum því 316i er kannski ekki með ABS og örugglega ekki með check control eins og 325i. Rafgeymirinn er afturí í 325i þannig það þarf nokkrar festingar í skottið og öðruvísi plast þarna hægra megin svo þarf þennan rosa kapal sem flytur rafmagnið framí vél. Svo er alltaf smá maus í húddinu því þú þarft festingar sem eru kannski ekki til staðar í þínum bíl.
Þannig þetta er frekar stórt project væri sniðugt ef þú ættir 325i sem væri svo tjónaður að boddý'ið væri tunnumatur og þú þyrftir aðeins að færa á milli.

Author:  iar [ Thu 24. Jun 2004 11:13 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Ef þú ert með E36 þá er það ekki svo rosa erfitt bara að hafa allt sem til þarf til að gera swappið


gstuning wrote:
Eða Það sem aðskilur bílinn sem á að swappa í og þann sem á að swappa úr


Svakalega eru menn dulir svona í morgunsárið... erfið vika? :lol:

Reyndar er þessi spurning með engine swap orðin frekar lúin ... þó sumir skipti um vélar eins og nærföt þá eru þeir með mikla kunnáttu, reynslu og hafa allt sem til þarf (og vita hvað þarf til). Ég efast um að það sé nóg að hafa skipt um bremsuklossa til að geta skipt um vél. ;-)

Það væri ekki verra ef einhverjir sem kunna vel til verka, hafa góða reynslu myndu taka saman smá pistil um hvað þarf ca. til og hvað það kostar. T.d. 4cyl -> 6cyl swap. Þetta gæti verið góður grunnur fyrir lið sem er að spá í svonalöguðu og smá jarðtenging fyrir draumórafólk. Ekki verra að hafa t.d. samanburð hvað svona kostar vs. að selja 316i bílinn og kaupa 323i.

Til dæmis eru nokkrir góðir 323i E36 til sölu og eflaust óvitlaust að skoða það dæmi fyrst.

Author:  gstuning [ Thu 24. Jun 2004 11:36 ]
Post subject: 

iar wrote:
gstuning wrote:
Ef þú ert með E36 þá er það ekki svo rosa erfitt bara að hafa allt sem til þarf til að gera swappið


gstuning wrote:
Eða Það sem aðskilur bílinn sem á að swappa í og þann sem á að swappa úr


Svakalega eru menn dulir svona í morgunsárið... erfið vika? :lol:

Reyndar er þessi spurning með engine swap orðin frekar lúin ... þó sumir skipti um vélar eins og nærföt þá eru þeir með mikla kunnáttu, reynslu og hafa allt sem til þarf (og vita hvað þarf til). Ég efast um að það sé nóg að hafa skipt um bremsuklossa til að geta skipt um vél. ;-)

Það væri ekki verra ef einhverjir sem kunna vel til verka, hafa góða reynslu myndu taka saman smá pistil um hvað þarf ca. til og hvað það kostar. T.d. 4cyl -> 6cyl swap. Þetta gæti verið góður grunnur fyrir lið sem er að spá í svonalöguðu og smá jarðtenging fyrir draumórafólk. Ekki verra að hafa t.d. samanburð hvað svona kostar vs. að selja 316i bílinn og kaupa 323i.

Til dæmis eru nokkrir góðir 323i E36 til sölu og eflaust óvitlaust að skoða það dæmi fyrst.


Skýtur bara á mig :)

Allaveganna,
Mér finnst leiðinlegt að segja það en það er mjög augljóst hvað þarf að gera til að skipta um vél

Það þarf ekki að skipta um bensíndælu þar sem að BMW notar 100L/klst í alla sína bíla, nema eitthvað virkilega kraftmikið,
Bitann þarf ekki að skipta um, bremsukerfi ekki heldur,

Það sem þarf að gera þegar er verið að skipta um er að

Nú tala ég að littlari kunnáttu gagnvart E36 en reyni samt
í OBDI bíla þarf ekki að skipta um mælaborð og sviss en í bíla eftir ´96(allaveganna í US) þá þarf að skipta um það og notast við rétt EWS líka(EWS er þjófavörn vélarinnar) svo að hann fari í gang

Svo er það vél og loom og tölva sem henni fylgir, vélin tengist bílnum á tveim stöðum, frá batterý og frá X20 plögginu sem inniheldur víra í mælaborð og sviss og bensíndælu og eitthvað fleira,
X20 plöggið þarf að vera alveg eins eða þú tilbúinn að breyta því svo að það sé alveg eins, þá er best að hafa x20 plöggið af vélinni og bílnum sem vélin kom úr og þarf að lóða víra og mögulega færa í plögginu ef þess þarf ef plöggið er ekki með réttan lit eða er ekki með neinn vír á réttum stað,

tölvan verður augljóslega að vera sú sama og fyrir vélina, annað meikar ekkert sense hún fer á sama stað og í hinum bílnum

Gírkassi , marga kassa er hægt að nota en best er bara að nota þann sem að á að vera á vélinni nema að þetta sé SSK dót,
SSK : notast við SSK tölvu úr upprunalegum bíl og setja hana á sinn stað, það er plögg í loominu sem fer í hana

BSK : engin tölva og ekkert bull

Drifskaft :
Það sem var í hinum bílnum eða alveg eins eða eitthvað sem passar

Drif : rétt hlutfall bara, má vera lítið ef svoleiðis er í E36
þar sem að ekkert track er locally til að virkilega taka á drifi

Vatnskassi og kerfi : vatnskassi úr hinum bílnum eða ef stock kassi er nógu stór og hentar uppá slöngu staðsettningar
slöngur úr réttum bíl

loftinntak : ætti að fylgja vél

púst : af vélinni úr hinum bílnum , ef bara greinar fylgja þá bara láta smíða púst


Þetta coverar svona basicið held ég og ég er nokkuð viss um að hafa skrifað þetta að mestu áður :)

Author:  Deviant TSi [ Thu 24. Jun 2004 11:51 ]
Post subject: 

Flott, takk fyrir þetta :)

Author:  iar [ Thu 24. Jun 2004 12:14 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Skýtur bara á mig :)


Grunaði nú að þú tækir því ekkert illa. ;-)

En ef þetta var skot þá var þetta sko alvöru svar hjá þér!! :clap:

Author:  Bjarki [ Thu 24. Jun 2004 12:18 ]
Post subject: 

Það sem ég skrifaði var m.v. 316i => 325i e30.
e36 virðist vera miklu samhæfðari bíll þ.e. sniðmengi parta á milli vélastærða er stærra.
Sama bensíndæla og vélarbiti.
í e30 projectinu þá situr vélin of hátt á 316i 2dyra vélabitanum. Bensíndælan er sú sama í e30 eins og í e36 en er á öðrum stað, skiptir kannski ekki máli ég er ekki kominn að því hjá mér.
En persónulega þá myndi ég ekki vilja 325i með skálum að aftan og án ABS...þá er það náttúrlega bara 316i með 2,5l vél.

Þetta er allt spurning hvað menn vilja ná fram í svona projectum. Ég vil 325i eins og BMW hefði sent hann frá sér hefðu þeir átt að gera 325i úr boddý'inu en ekki 316i, ekki bílskúrsmix með 2,5l vél.

Í e30 þá er allt önnur lengd á drifskaftinu. En ég skipti nú um meira en í raun þyrfti að gera.

Author:  Deviant TSi [ Thu 24. Jun 2004 12:43 ]
Post subject: 

Það væri náttla fyndnast að gera 325 conversion nema bara sleppa vélinni og því sem því fylgir :)

Ódýrt og sparneytnin í hámarki ;)

Annars er ég nú að djóka.. \:D/

Author:  Eggert [ Thu 24. Jun 2004 14:28 ]
Post subject: 

Væri bara best að vera með E30 M3, ekkert mix heldur bara setjast uppí og keyra..
...og hafa gaman að því...

Hvað eru til margir E30 M3 hér á landi ?

Author:  Deviant TSi [ Thu 24. Jun 2004 14:30 ]
Post subject: 

Eggert wrote:
Væri bara best að vera með E30 M3, ekkert mix heldur bara setjast uppí og keyra..
...og hafa gaman að því...


Já, ef það væri hægt að setjast uppí og keyra en ekki: "kaupa fyrir morðfjár", setjast uppí og keyra ;)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/