bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
E39 530d kraflaus https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=65063 |
Page 1 of 1 |
Author: | eyjo77 [ Mon 10. Feb 2014 12:52 ] |
Post subject: | E39 530d kraflaus |
Nú er svo komið að bíllinn er vita mátlaus fyrir ofan 1600rpm eða svo sem bendir á vant á forþjöppu blæstri. Þektur kvilli á þessum vélum að túrbínan gefi sig. Hvernig er það, ef keypt er ný túrbína, þarf að stilla hina nýju inn e-ð sérstaklega? Hvernig er best að komast að túrbínunni? Að neðan eða ofan frá? Er einhversstaðar hægt að fá notaða túrbínu hérna heima eða mæla menn ekki með því? Eðalbílar, eru þeir einu aðilarnir sem maður ætti að hleypa í viðgerðina af verkstæðum bæjarins? |
Author: | eiddz [ Mon 10. Feb 2014 14:10 ] |
Post subject: | Re: E39 530d kraflaus |
Hvað er hann keyrður? Myndi fara í eðalbíla og láta þá reyktesta, til að sjá hvort að sé ekki alveg örugglega allt þétt og engir lekar á intercooler eða pípum, annars held ég að þessar túrbínur séu að fara vanalega í kringum 150.000km |
Author: | eyjo77 [ Mon 10. Feb 2014 17:25 ] |
Post subject: | Re: E39 530d kraflaus |
Akkúrat, ætli túrbínan sé ad detta í um 150000 km eda svo. Ef ad skipta tharf um túrbínu, er thade-d sem madur getur skipt um sjálfur med gódum leidbeiningum? |
Author: | Axel Jóhann [ Tue 11. Feb 2014 16:50 ] |
Post subject: | Re: E39 530d kraflaus |
Ef þú kannt að skrúfa sjálfur og ert vanur því þá já annars mæli ég með því að þú fáir þér aðstoðarmann. |
Author: | eyjo77 [ Tue 25. Feb 2014 22:15 ] |
Post subject: | Re: E39 530d kraflaus |
Best case scenario. Þegar ég tók hlífarnar undan gapti við mér vandamálið, hosan hafði lostnað frá intercooler niðri í svuntu svo það er ekki nema von að aflið vantaði. Best að byrja bara að safna fyrir worst case : ) |
Author: | bubbim3 [ Thu 20. Mar 2014 23:00 ] |
Post subject: | Re: E39 530d kraflaus |
Það stiflast mjög oft egr ventil þá verður hann mjög kraftlaus og sian sem er í venlalokinu |
Author: | Raggi M5 [ Fri 21. Mar 2014 13:55 ] |
Post subject: | Re: E39 530d kraflaus |
Svo er líka lítil olíusía við turbínuna, hún gæti verið orðin smekkfull af drullu. Henntu henni. Svo mæli ég með að þú látir taka blöðkurnar úr innspítingunni, það er mjög algengt að pinnarnir og festingarnar sem halda þeim gefi sig og allt draslið fer inní.....með tilheyrandi leiðindun og kostnaði. Ég rétt slapp við þetta hjá mér |
Author: | Orri Þorkell [ Sun 23. Mar 2014 08:44 ] |
Post subject: | Re: E39 530d kraflaus |
held það sé hægt að auka endinguna á bínunni töluvert með því að bypass-a egr, halda oil separator síunni alltaf hreinni eða setja skilvindu úr E60. Minnir að samkvæmt manual eigi að skipta um hana í annað hvert skipti sem hann er smurður, eitthvað sem margar smurstöðvar hafa ekki hugmynd um. Sennilega sama sía og Raggi M5 er að tala um. Svo líka bara ekki þenja neitt fyrr en allt er komið á eðlilegan hita og ef þú þenur hann mikið, að keyra boostlaus síðasta spölin til að kæla. EGR = peningasóun frá upphafi til enda, bara til að spara örfá grömm af sóti sem endar bara á því að safnast upp í vélinni og minnka líftíma hennar |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |