XenzeR wrote:
Vitið þið hvernig ég næ þessum blessaða vatnskút af ??? hann er allveg pikk fastur og ég sé engar skrúfur
Hvaða vatnskút? Ég skipti um vatnslás á mínum bíl um helgina og þú þarft ekkert að losa vatnskassan af ef þú ert að spyrja um það. Ef þú ert að tala um vatnslás-húsið þá eru það 4 skrúfur, 1x13mm sem festist líka í málmstykkið framan á vélinni og svo 3x10mm skrúfur. Passaðu þig samt að þegar þú setur þetta saman að skrúfa ekki of mikið. Þetta er plast stykki og á mjög auðvelt með að brotna. Reyndar er ekkert vitlaust fyrst þú ert að þessu á annað borð að kaupa nýtt vatnslás-hús. Það er víst hægt að fá þetta úr áli. kostar örugglega ekki mikið meira en 2k.