bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Pólerafelgur, step by step
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=65010
Page 1 of 1

Author:  Páll Ágúst [ Thu 06. Feb 2014 20:28 ]
Post subject:  Pólerafelgur, step by step

Hvernig eru skrefin? hvaða sandpappíraa er fólk að nota fyrst og hvað marga pappíra er það að nota í heild

Author:  Omar_ingi [ Thu 06. Feb 2014 21:09 ]
Post subject:  Re: Pólerafelgur, step by step

Sandpípari :lol:

Author:  Páll Ágúst [ Thu 06. Feb 2014 21:18 ]
Post subject:  Re: Pólerafelgur, step by step

Typo :thup:

Author:  bjarkibje [ Thu 06. Feb 2014 22:26 ]
Post subject:  Re: Pólerafelgur, step by step

Goooooglaðu þetta drengur.

Minnir 300-500-700-1000-1500
Eitthvað íþessa átt

Author:  rockstone [ Thu 06. Feb 2014 22:42 ]
Post subject:  Re: Pólerafelgur, step by step

fer eftir því hvað felgan í gróf á hvaða pappír þú byrjar, stundum þarf að byrja frá 80-100 grid, svo 120, 150, 180, 240, 320, 400, (myndi skipta yfir í vatnspappír núna) 500, 600, 800, 1000, 1200, 1500, 2000, 2500.
Það þarf að gera þetta vel og lengi og ekki skippa gridum, t.d. úr 400 í 1000, færð betri útkomu ef þú notar öll stigin, því þarft að ná öllum grófu rispunum úr því annars endaru með þetta matt.
síðan setja póleringa efni, t.d. Mother Aluminium Polishing compund, lítil dolla.

Author:  Jökull94 [ Thu 06. Feb 2014 23:23 ]
Post subject:  Re: Pólerafelgur, step by step

Myndi reyna að græja eitthvað unit framan á borvél til að setja sandpappírana á, hafa felguna svo á bílnum upptjakkaðann, annars er þetta að fara að taka þig maaaarga daga og klára þolinmæðina þína fyrir næstu 6 mánuðina !

Author:  rockstone [ Fri 07. Feb 2014 06:58 ]
Post subject:  Re: Pólerafelgur, step by step

Jökull94 wrote:
Myndi reyna að græja eitthvað unit framan á borvél til að setja sandpappírana á, hafa felguna svo á bílnum upptjakkaðann, annars er þetta að fara að taka þig maaaarga daga og klára þolinmæðina þína fyrir næstu 6 mánuðina !


Tel það vera vonda hugmynd, því pússunin yrði ekki jöfn. Ég gerði þetta með því að tjakka bílinn minn upp að aftan og hafa hann í gír og láta felguna rúlla, svo helduru sandpappír við, passa að missa ekki puttana. Eða nota renniðbekk/einhvað til að snúa felgunni.

Author:  Edvalds26 [ Fri 07. Feb 2014 12:13 ]
Post subject:  Re: Pólerafelgur, step by step

En veit einhver hérna hvernig maður losar sig við glæru/filmu sem er sett á lippið?

Author:  rockstone [ Fri 07. Feb 2014 12:15 ]
Post subject:  Re: Pólerafelgur, step by step

Edvalds26 wrote:
En veit einhver hérna hvernig maður losar sig við glæru/filmu sem er sett á lippið?


Málningarleysi, góður leysir fæst í slippfélaginu.

Author:  Orri Þorkell [ Fri 07. Feb 2014 15:03 ]
Post subject:  Re: Pólerafelgur, step by step

Var það ekki andriM sem póstaði step by step video á youtube inná bmw facebook síðuna? var mjög gott video

Author:  dingus [ Sat 08. Feb 2014 00:50 ]
Post subject:  Re: Pólerafelgur, step by step

hvað gerir maður ef felgan er aðeins köntuð, láta sjóða í eða ?

Author:  rockstone [ Sat 08. Feb 2014 02:06 ]
Post subject:  Re: Pólerafelgur, step by step

dingus wrote:
hvað gerir maður ef felgan er aðeins köntuð, láta sjóða í eða ?


Áliðjan

Author:  gardara [ Sat 08. Feb 2014 02:29 ]
Post subject:  Re: Pólerafelgur, step by step

Ef hún er lítið köntuð þá er hægt að pússa það niður með sandpappír

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/