bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Vatnsdæla á M40B18?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=64933
Page 1 of 1

Author:  Hjalti123 [ Fri 31. Jan 2014 19:27 ]
Post subject:  Vatnsdæla á M40B18?

Er búinn að vera í veseni með bílinn hjá mér nýlega, hef reglulega þurft að bæta vatni á vatnskassa og skipti nýlega um vatnskassa vegna þess að gamli lak. Núna er ég hinsvegar buinn að vera að lenda í því að bíllinn hitar sig og allt vatn nánast hverfur af honum með tilheyrandi leiðindum :thdown:

Ég tók eftir því núna rétt áðan þegar ég var að kanna málið að það míglekur hjá viftuhjólinu, góð buna sem bara stoppar ekki.

Ætli þetta sé vatnsdæla eða hvað?

Author:  srr [ Fri 31. Jan 2014 19:40 ]
Post subject:  Re: Vatnsdæla á M40B18?

Miðað við staðsetninguna á vatnsdælunni þá er það mjög líklegt.

Image

Image

Author:  Hjalti123 [ Fri 31. Jan 2014 19:43 ]
Post subject:  Re: Vatnsdæla á M40B18?

srr wrote:
Miðað við staðsetninguna á vatnsdælunni þá er það mjög líklegt.


Nú verðurðu að afsaka því ég veit ekki neitt rosalega mikið um þetta :p

Er vatnsdælan semsagt staðsett þar sem örin bendir?

Image

Author:  srr [ Fri 31. Jan 2014 19:52 ]
Post subject:  Re: Vatnsdæla á M40B18?

Viftuspaðinn er á vatnsdæluhjólinu,,,,,
Fyrir aftan það sem þú bendir á er sýnist mér vatnsláshúsið.

Author:  Hjalti123 [ Fri 31. Jan 2014 19:55 ]
Post subject:  Re: Vatnsdæla á M40B18?

hahah afsakið hvað ég er fáfróður :aww:

En fyrst þetta er svona þá er þetta líklega dælan :thup:

Takk fyrir skjótt svar :thup:

Author:  srr [ Fri 31. Jan 2014 20:03 ]
Post subject:  Re: Vatnsdæla á M40B18?

Ekkert að þakka.

Svona lítur þessi vatnsdæla út:
Image

Author:  Hjalti123 [ Fri 31. Jan 2014 20:18 ]
Post subject:  Re: Vatnsdæla á M40B18?

srr wrote:
Ekkert að þakka.

Svona lítur þessi vatnsdæla út:
Image


Ætli AB eigi þetta ekki til?

Author:  srr [ Fri 31. Jan 2014 20:46 ]
Post subject:  Re: Vatnsdæla á M40B18?

Tékkaðu á Tækniþjónustu Bifreiða líka.

Author:  Hjalti123 [ Fri 31. Jan 2014 21:22 ]
Post subject:  Re: Vatnsdæla á M40B18?

srr wrote:
Tékkaðu á Tækniþjónustu Bifreiða líka.


Geri það ;) Þakka þér fyrir :thup:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/