Ertu búinn að hlaða geyminn og sjá hvort hann taki við sér aftur?
Ég myndi ekki hafa áhyggjur af þessu með skiptinguna strax. Þessir bílar þurfa reglulega frí frá rafgeyminum í eins og hálfan til einn sólarhring(til að tæma sig alveg og losna við ýmsa bull-hegðun), og svo er það algjörlega essential að alternatorinn sé að hlaða vel og geymirinn sé ferskur og fullhlaðinn.
Þegar þú ert búinn að hlaða geyminn upp í topp og setur bílinn í gang aftur myndi ég
aflæsa obc (notar pinnana á mælaborðinu til að fletta fram og til baka), og nota svo test nr. 9 til að sjá hversu mikið hann er að hlaða. Það sést augljóslega þarna ef alternatorinn er að gefa upp öndina. Og svo er auðvitað núna sá tími ársins þegar flestir rafgeymar deyja sökum kulda, svo það gæti verið málið líka.