bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Bíllinn víbrar allur að aftan??
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=6482
Page 1 of 1

Author:  Prawler [ Fri 18. Jun 2004 23:51 ]
Post subject:  Bíllinn víbrar allur að aftan??

Kannast einhver við þetta vandamál á e34 518 ?
Víbringurinn virðist aukast eftir sem ekið er hraðar. Það er hreinlega ekki hægt að sitja aftur í bílnum nema með eyrnahlífar.
Er nýbúinn að láta skipta um boddýpúða að aftan og láta laga drifskaft. Hélt fyrst að þetta kæmi að framan og lét því hjólastilla bílinn en ekkert breyttist. Drifskaftið er rétt balanserað og því á þetta ekki að geta verið það?
Er einhver hérna með góð ráð?

Author:  Tóti [ Sat 19. Jun 2004 04:53 ]
Post subject: 

ég man eftir einhverjum þræði hér þar sem talað var um ryð og drullu sem settist á milli felgu og skál/disk og þar af leiðandi af-balanseraði allt dótið

Author:  Prawler [ Sat 19. Jun 2004 16:43 ]
Post subject:  Búinn að finna meinið

Fór með bílinn á verkstæði áðam til að láta ath. þetta.
Vitið þið hvar best er að kaupa þetta? og hvort þetta sé mikið mál að skipta um?
Það eru skálar að aftan ekki diskar, veit ekki afhverju, því að á öllum síðum þar sem ég les "specs" um bmw 518I þá er sagt að það séu diskabremsur að aftan.

Author:  Prawler [ Sat 19. Jun 2004 16:44 ]
Post subject:  betra að hafa þetta rétt

Fór með bílinn á verkstæði áðam til að láta ath. þetta.
Þetta er hjólalega !
Vitið þið hvar best er að kaupa þetta? og hvort þetta sé mikið mál að skipta um?
Það eru skálar að aftan ekki diskar, veit ekki afhverju, því að á öllum síðum þar sem ég les "specs" um bmw 518I þá er sagt að það séu diskabremsur að aftan.

Author:  fart [ Sat 19. Jun 2004 17:15 ]
Post subject: 

Tækniþjónusta Bifreiða, eða B&L?

Author:  jonthor [ Mon 21. Jun 2004 08:12 ]
Post subject:  Re: betra að hafa þetta rétt

518I wrote:
Fór með bílinn á verkstæði áðam til að láta ath. þetta.
Þetta er hjólalega !
Vitið þið hvar best er að kaupa þetta? og hvort þetta sé mikið mál að skipta um?
Það eru skálar að aftan ekki diskar, veit ekki afhverju, því að á öllum síðum þar sem ég les "specs" um bmw 518I þá er sagt að það séu diskabremsur að aftan.


Ertu viss um að þetta sé hjólalega, ef þetta væri lega þá er ekki ólíklegt að það væru einhver læti líka. Eru líka læti, er það þess vegna sem þarf eyrnahlífar? Ert búinn að útiloka dekkin? Bíllinn byrjaði allur að víbra hjá mér þegar ég fór yfir 100. Það fór þegar ég skipti um dekkin.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/