bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Upplýsingar um B&L þjónustu
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=6474
Page 1 of 1

Author:  poco [ Fri 18. Jun 2004 11:17 ]
Post subject:  Upplýsingar um B&L þjónustu

Jæja þá er bimminn minn að heimta Oil service.
Hefur einhver ykkar haldið utan um hvað það kostar að fara með bílana í t.d. Oil service-inspection 1-inspection 2 (miðað við að það þurfi ekki að gera neitt aukalega við bílana).
Málið er að ég er með mann sem getur service-að hann fyrir mig sjálfur (fyrir nokkrar krónur), en svo er það alltaf spurningin að það lítur betur út á pappír ef að B&L hefur þjónustað hann allan tíman, þegar og ef maður selur þessa elsku.

Author:  Bjarki [ Fri 18. Jun 2004 14:00 ]
Post subject: 

Félagi minn var að koma með 325iA '93 úr oilservice hjá B&L og það kostaði rúmlega 11þús án loftsíu því ég átti hana til fyrir hann og gaf honum hana. Þettu eru mjög svipaðir bílar taka báðir 6,5l af olíu þegar skipt er um síu. Þannig þetta kostar nokkrar krónur :?

Author:  Austmannn [ Fri 18. Jun 2004 14:13 ]
Post subject: 

11þúsund kall..................fyrir hvað ..............var fljótandi gull sett á bílinn???????? :shock: :shock:

Author:  flamatron [ Fri 18. Jun 2004 14:50 ]
Post subject: 

nee örruglega bara góð olía. svo náttla B&L, þjónustu gjöld..

Author:  joipalli [ Fri 18. Jun 2004 16:20 ]
Post subject: 

Góðar olíur kosta um 1000 kr líterinn, 6.5 lítrar af henni eru 6500 kr.
Þjónustugjald er örugglega á bilinu 2000-3000kr.
Oliusía er kannski 1000 kr.

Það kostar alltaf um 10.000 kr að skipta um olíu á mínum. (Castrol RS 10/60)

Author:  Dr. E31 [ Fri 18. Jun 2004 21:35 ]
Post subject: 

Síðan ef maður er gildur Kraftsmeðlimur þá fær maður 10% off. 8)

Author:  Jss [ Sun 20. Jun 2004 23:04 ]
Post subject: 

BARA olían sem fór á minn seinast kostaði yfir 10.000 kr. enda sett Mobil1 á bílinn og það fóru nákvæmlega 7,53 lítrar af olíu á bílinn en uppgefið "filling capacity" er 6,5 lítrar, bíllinn var "vel" heitur þegar skipt var um olíuna á honum. ;)

Author:  mmccolt [ Mon 21. Jun 2004 09:47 ]
Post subject: 

ég fór með súkkuna hjá systir minni um daginn og lét bara skipta um oliu og síu og þeir settu minnir mig esso uniflo eða eh álika ömurlegt og það kostaði 4000 kall

Author:  poco [ Tue 22. Jun 2004 12:52 ]
Post subject: 

Jæja bíllinn minn var að koma úr örugglega lengstu olíuskiptum í sögu bifreiða!
Ég þurfti að fara í olíuskipti, af því að bíllinn sagði mér það, og ég ákvað að fara með hann til B&L. Þeir hafa þjónustað hann frá því að hann kom til landsins og er bíllinn með flekklausan þjónustuferil frá upphafi. Ég vildi ekki eyðileggja þennan feril þó að ég hefði getað gert þetta sjálfur og látið svo kunningja endurstilla tölvuna, fyrir lítið sem ekkert. Ég pantaði tíma í gær, mánudag og mætti með hann klukkan að verða 9 um morguninn. Um klukkan 16 hringdi ég til að tékka á honum og þá voru þeir ekki byrjaðir á honum. Klukkan 17:20 hringdi ég aftur, af því að verkstæðið lokar klukkan 17:30, þá var bíllinn minn uppi á lyftu og allir farnir heim :evil: Ég var ekki sáttur, en ég er ekki þessi týpa sem læt aðra finna fyrir því, þetta eru fullorðnir menn sem þarf ekki að skamma. Svo í morgun um klukkan 10 var hann loksins klár og ég borgaði 26þús. Fyrir þetta :( Þetta er í fyrsta skipti sem ég læt þjónusta bílinn, síðan ég fékk hann, og ég er að velta því fyrir mér hvort að þessi B&L stimpill sé virkilega þess virði :?:

Author:  Dr. E31 [ Tue 22. Jun 2004 13:10 ]
Post subject: 

Fórstu í Oil Service eða Inspection 1??

Author:  poco [ Tue 22. Jun 2004 15:41 ]
Post subject: 

Oil service

Author:  Kull [ Tue 22. Jun 2004 15:45 ]
Post subject: 

poco wrote:
Oil service


Hvernig var sundurliðunin á reikningnum? Það hlýtur að hafa verið gert eitthvað meira en bara skipt um olíu...

Author:  Dr. E31 [ Tue 22. Jun 2004 16:50 ]
Post subject: 

Kull wrote:
poco wrote:
Oil service


Hvernig var sundurliðunin á reikningnum? Það hlýtur að hafa verið gert eitthvað meira en bara skipt um olíu...


Örugglega, það kostaði c.a. 13.000.- hjá mér síðast.

Author:  Bjarki [ Tue 22. Jun 2004 23:29 ]
Post subject: 

VÁ!
Þetta er vanalega 11-13þús.
Getur verið að árljósið hafi líka logað bremsuvökvi/kælivökvi...?
Samt alveg rosalega dýrt. :cry:

Author:  poco [ Wed 23. Jun 2004 08:09 ]
Post subject: 

Mobile1 og nýjar frjókornasíur voru það sem að lyftu reikningunum svona vel upp. En er það eðlileg þjónusta hjá B&L að maður þurfi að bíða svona lengi eftir einfaldri olíuskiptingu? Hvað eru þeir þá lengi með Inspection I eða II???

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/