bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 03. May 2025 20:43

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 8 posts ] 
Author Message
 Post subject: Vatnslás
PostPosted: Thu 17. Jun 2004 19:16 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Wed 07. Apr 2004 21:13
Posts: 149
Location: Árbær
Þarf ég að rífa allan vatnskassan út til þess að skipta um vatnslás ?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 17. Jun 2004 22:59 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Ef þú ert með M50/M52 mótor (320i/325i/323i/328i) þá þarftu að losa málmstykki sem festist framan á vélina og þar undir er vatnslásinn. Í þetta málmstykki fara tvær vatnsslöngur sem þarf að aftengja.
Mundu svo að hafa allt mjög hreint þegar þú setur þetta aftur saman og nota nýja pakkningu. Það er því ekki nauðsynlegt að taka vatnskassann frá en bætir auðvitað aðgengið að þessu ef þú losar vatnskassann og jafnvel viftukúpplinguna/viftuspaðann. Muna svo að nota vatn og frostlög á kerfið og lofttæma það algjörlega.

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 18. Jun 2004 07:21 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 14. Mar 2003 16:41
Posts: 1638
Location: Reykjavík
http://www.logun.org/therm.htm

_________________
JÞS
- 323i coupe - '96


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 20. Jun 2004 18:51 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Wed 07. Apr 2004 21:13
Posts: 149
Location: Árbær
Vitið þið hvernig ég næ þessum blessaða vatnskút af ??? hann er allveg pikk fastur og ég sé engar skrúfur


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 21. Jun 2004 08:07 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 14. Mar 2003 16:41
Posts: 1638
Location: Reykjavík
XenzeR wrote:
Vitið þið hvernig ég næ þessum blessaða vatnskút af ??? hann er allveg pikk fastur og ég sé engar skrúfur


Hvaða vatnskút? Ég skipti um vatnslás á mínum bíl um helgina og þú þarft ekkert að losa vatnskassan af ef þú ert að spyrja um það. Ef þú ert að tala um vatnslás-húsið þá eru það 4 skrúfur, 1x13mm sem festist líka í málmstykkið framan á vélinni og svo 3x10mm skrúfur. Passaðu þig samt að þegar þú setur þetta saman að skrúfa ekki of mikið. Þetta er plast stykki og á mjög auðvelt með að brotna. Reyndar er ekkert vitlaust fyrst þú ert að þessu á annað borð að kaupa nýtt vatnslás-hús. Það er víst hægt að fá þetta úr áli. kostar örugglega ekki mikið meira en 2k.

_________________
JÞS
- 323i coupe - '96


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 21. Jun 2004 18:21 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Wed 07. Apr 2004 21:13
Posts: 149
Location: Árbær
Já ég þarf nú ekki að skipta um vatnslás allveg strax ég þarf fyrst að skipta um eina pakkningu sem kemur fyrir neðan vatnskútinn þar sem ég set vatnið oní. þarf að fá að vita hvernig ég losa þennan blessaða vatnskút af því að ég botna ekkert í þessu :?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 22. Jun 2004 19:33 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Wed 07. Apr 2004 21:13
Posts: 149
Location: Árbær
Hefur engin herna þurft að losa þennan vatnskút áður ??? Það er nefnilega þannig að þegar ég fylli vatnskassan af vatni þá svoleiðis míglekur hann og mer var sagt að þetta væri pakkning fyrir neðan vatnskútinn þar sem maður setur vatnið í á vatnskassanum þetta er svona 0 hringur aðeins stærri en 0 hringurinn á vatnslásnum ??

En nú er bara spurning hvernig ég losa þennan kút, ég þori nefnilega ekki að taka á honum :wink:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 22. Jun 2004 20:25 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Fri 23. Jan 2004 11:37
Posts: 721
langar rosalega til að geta gefið þér einhver rosalega góð ráð,
en ég hef aldrei tekið þetta úr :?

_________________
There's rear wheel drive, and there's wrong wheel drive......
SheDevil
Chevy Suburban 1981 í skúrnum
Chevy Suburban 1982 hættur í löggunni
E32 750il 1991 farinn
E32 750il 1990 seldur
E32 750il 1994 stolið
E23 735i 1984 pressaður


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 8 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 4 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group