Jæja bíllinn minn var að koma úr örugglega
lengstu olíuskiptum í sögu bifreiða!
Ég þurfti að fara í olíuskipti, af því að bíllinn sagði mér það, og ég ákvað að fara með hann til B&L. Þeir hafa þjónustað hann frá því að hann kom til landsins og er bíllinn með flekklausan þjónustuferil frá upphafi. Ég vildi ekki eyðileggja þennan feril þó að ég hefði getað gert þetta sjálfur og látið svo kunningja endurstilla tölvuna, fyrir lítið sem ekkert. Ég pantaði tíma í gær, mánudag og mætti með hann klukkan að verða 9 um morguninn. Um klukkan 16 hringdi ég til að tékka á honum og þá voru þeir ekki byrjaðir á honum. Klukkan 17:20 hringdi ég aftur, af því að verkstæðið lokar klukkan 17:30, þá var bíllinn minn uppi á lyftu og allir farnir heim

Ég var ekki sáttur, en ég er ekki þessi týpa sem læt aðra finna fyrir því, þetta eru fullorðnir menn sem þarf ekki að skamma. Svo í morgun um klukkan 10 var hann loksins klár og ég borgaði 26þús. Fyrir þetta

Þetta er í fyrsta skipti sem ég læt þjónusta bílinn, síðan ég fékk hann, og ég er að velta því fyrir mér hvort að þessi B&L stimpill sé virkilega þess virði
