bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

hurðaspjöld í e34
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=6465
Page 1 of 1

Author:  Beorn [ Thu 17. Jun 2004 12:05 ]
Post subject:  hurðaspjöld í e34

Ég er að fara að skipta um hurðaspjöld í bílnum mínum. Ég er búinn að losa hinar og þessar skrúfur í afturhurðaspjöldunum og búinn að losa þau nokkurn veginn.
En það er einhver asnaleg festing í miðju spjaldinu sem ég næ ekki úr og lárétti parturinn efst á spjaldinu er einnig fastur.
Er einhver sem kann á þetta?

Author:  Bjarki [ Thu 17. Jun 2004 15:08 ]
Post subject: 

áttu ekki að lyfta upp.
Man ekki alveg hvernig þetta er en þetta er mjög sniðugt. Svo þegar þú skellir spjaldinu aftur á þá rennir þú þessu stykki í þartilgerða rauf í hurðinni og smellir spjaldinu beint í festinguna.
Ef þú gerir þetta ekki þannig þá er það mjög lengi gert að festa hurðaspjaldið.

Author:  jens [ Thu 17. Jun 2004 15:38 ]
Post subject: 

Jú mig minnir að það eigi að lyfta spjaldinu upp, best að byrja að lyfta frá enda hurðar og í átt að miðjustafnum. Þetta liggur í svona rauf. Það er einn skrúfa eftir man ekki hvar hún er en minnir að hún sé undir það sem hurðinn er opnuð eða undir haldinu.

Author:  SER [ Thu 17. Jun 2004 17:12 ]
Post subject: 

Ég tók aftur hurðaspjaldið af í mínum E34 og til þess að ná þessari smellu þá spennti ég spjalldið út á köntunum með höndunum og lyftir svo undir hölduna þar sem að festingin er með hnénu, það verður að taka svoldið á þessu áður en að þetta losnar. En þetta eru leiðbeiningar sem að ég fékk og þær virka.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/