bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Led perur í númersljós, hvar?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=64618
Page 1 of 1

Author:  Helgason [ Tue 07. Jan 2014 12:40 ]
Post subject:  Led perur í númersljós, hvar?

Er einhvers staðar hægt að versla þetta hér á landi?

Image

Author:  Zed III [ Tue 07. Jan 2014 13:56 ]
Post subject:  Re: Led perur í númersljós, hvar?

ég hef verið að kaupa af ebay en ég mæli ekki með þessu í e39.

dugar í smá stund og svo fer þetta að flökta örlítið og þú færð can-bus villu.

Fínt að hafa led inní bílnum en nota bara stock fyrir númeraljósin.

Author:  Helgason [ Tue 07. Jan 2014 14:42 ]
Post subject:  Re: Led perur í númersljós, hvar?

Zed III wrote:
ég hef verið að kaupa af ebay en ég mæli ekki með þessu í e39.

dugar í smá stund og svo fer þetta að flökta örlítið og þú færð can-bus villu.

Fínt að hafa led inní bílnum en nota bara stock fyrir númeraljósin.


Skil þig.
Er ekki hægt að fá perur sem eru örlítið meira út í hvítt en þessi stock gulu númersljós? Er þessi can-bus villa eitthvað vandamál, þeas. permanent?

Author:  Zed III [ Tue 07. Jan 2014 15:51 ]
Post subject:  Re: Led perur í númersljós, hvar?

Helgason wrote:
Zed III wrote:
ég hef verið að kaupa af ebay en ég mæli ekki með þessu í e39.

dugar í smá stund og svo fer þetta að flökta örlítið og þú færð can-bus villu.

Fínt að hafa led inní bílnum en nota bara stock fyrir númeraljósin.


Skil þig.
Er ekki hægt að fá perur sem eru örlítið meira út í hvítt en þessi stock gulu númersljós? Er þessi can-bus villa eitthvað vandamál, þeas. permanent?



nei nei, ekki permanent. Færð bara villuskilaboð í mælaborðið um að skoða afturljósaperurnar. Lagast þegar þú setur aðrar perur í.

Veit ekki hvort hægt sé að fá hvítari perur, væri til í svoleiðis sjálfur.

Author:  reynirdavids [ Tue 07. Jan 2014 18:34 ]
Post subject:  Re: Led perur í númersljós, hvar?

GT3000 eða íslenska ljósafélagið er að selja svona perur eins og eru á myndinni, en frekar dýrar.
Líka hægt að panta á ebay en passa sig bara á því að þær séu error free. s.s. með viðnámi.

í sambandi við flöktið, þá þarf bara að pússa fatninguna vel og ýta sætunum í fatningunni soltið saman til að peran sitji föst.

Author:  HaffiG [ Tue 07. Jan 2014 19:02 ]
Post subject:  Re: Led perur í númersljós, hvar?

Mig minnir að ég hafi séð svona perur í Bílanaust einhverntímann, í svona pakka með kellingu framaná.

Ljósavilluna er hægt að "bluffa" með viðnámi. Viðnámið og LED peran þurfa bara að vera saman með svipaða ohm tölu og venjulega glóperan.

Author:  gardara [ Tue 07. Jan 2014 21:53 ]
Post subject:  Re: Led perur í númersljós, hvar?

Þetta er svo ljótt :lol:

Hver vill vera að vekja athygli á númeraplotunni sinni?

Author:  thisman [ Sat 11. Jan 2014 12:36 ]
Post subject:  Re: Led perur í númersljós, hvar?

gardara wrote:
Þetta er svo ljótt :lol:

Hver vill vera að vekja athygli á númeraplotunni sinni?

Mér finnst sama gilda hér og í flestum ljósaæfingum á bílum. Original LED lýsing með réttu birtustigi á númeraplötur, sér í lagi þegar afturljósin sjálf eru LED, er mjög smekkleg og gerir bílinn meira upscale - en þegar aftermarket dóti er troðið á gamlar beyglur og birtustigið á við meðal auglýsingaskilti þá er þetta kjánalegt með meiru.

Finnst bara afar sjaldgæft að sjá aftermarket ljósadót sem gerir bíla smekklegri, stöku angel eyes undantekning á því en það er samt vandmeðfarið. Sá bíll sem mér finnst allra verstur er Audi A6 sem lítur í sjálfu sér ágætlega út - gæti verið 2005/2006 bíll - en er með alveg hrikalega ljóta LED ljósapunktarönd neðst í báðum framljósunum. Almáttugur hvað mér finnst þetta klúðurslegt á annars snyrtilegum bíl, en hver hefur sinn smekk í þessu sem og öðru.

Author:  Maggi B [ Sat 11. Jan 2014 13:04 ]
Post subject:  Re: Led perur í númersljós, hvar?

gardara wrote:
Þetta er svo ljótt :lol:

Hver vill vera að vekja athygli á númeraplotunni sinni?


Nákvæmlega

Author:  rockstone [ Sat 11. Jan 2014 13:44 ]
Post subject:  Re: Led perur í númersljós, hvar?

best að kaupa svona viewtopic.php?f=12&t=63794
góð lýsing, flott, engin villa í mælaborði. Hef ekki góða reynslu af bara perum eins og þú setur mynd af.

Author:  dingus [ Mon 13. Jan 2014 21:50 ]
Post subject:  Re: Led perur í númersljós, hvar?

ég prufaði að kaupa þessar í bílanaust með kellingunni á, það kviknaði bara ekkert á þessu. endaði með að setja bara nýjar venjulegar í

Author:  BMW 318I [ Thu 16. Jan 2014 23:39 ]
Post subject:  Re: Led perur í númersljós, hvar?

dingus wrote:
ég prufaði að kaupa þessar í bílanaust með kellingunni á, það kviknaði bara ekkert á þessu. endaði með að setja bara nýjar venjulegar í


Led hefur fasta póla þ.e.a.s. skiptir máli hvernig hún snýr

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/