bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW e38
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=64520
Page 1 of 1

Author:  upgrade [ Sat 28. Dec 2013 16:14 ]
Post subject:  BMW e38

Góðan dag.

Mig vantar smá hjálp, þannig eru málin að nú stendur til að færa búnað úr BMW e38 750 yfir í e38 730.
Það sem á að færa á milli eru leðursæti með hita og rafmagni í öllum sætum.
Skjár í mælaborði, navigation, diska magasín og þessháttar.

730 bíllinn er ekki með skjá eða hita í neinum sætum eða neinu slíku. Ég nenni ekki að standa í því að vera færa hundruðir víra fyrir aðeins meiri lúxus ef út í það er farið.

Svo ég spyr, þarf að færa rafkerfið eins og það leggur sig á milli bíla eða er til betri lausn?

Takktakk

Author:  Zed III [ Sat 28. Dec 2013 17:10 ]
Post subject:  Re: BMW e38

gangi þér vel.

Author:  srr [ Sat 28. Dec 2013 19:44 ]
Post subject:  Re: BMW e38

Láttu mig bara hafa allt rafmagnsdotið. Vantar i minn e38 :)

Author:  BMW_Owner [ Sat 28. Dec 2013 20:04 ]
Post subject:  Re: BMW e38

engin betri lausn strípaðu innanrýmið og færðu rafkerfið á milli eins og það leggur sig, þetta verður líklega miiikið mál en ef þú hefur þrautsegjuna í þetta þá skaltu drífa í þessu en annars ekki.

Author:  upgrade [ Sat 28. Dec 2013 21:49 ]
Post subject:  Re: BMW e38

Ég er að vinna í þessu. Mun nota rafkerfið úr mínum gamla að mestum hluta, takk fyrir ábendingar samt :)

Author:  crashed [ Sun 29. Dec 2013 13:05 ]
Post subject:  Re: BMW e38

búinn að breita rafkerfinu í mínum og jú það er allt bundið saman rafkerfið með tengipúngtum þannig þú getur losað það þannig í sundur, og tengt það svo saman á sömu tengipunktum í hinum bílnum, og þetta er sára einfald lit í lit bara, enn þú verður að takka öll sæti úr bílnum og teppi

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/