bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
[[Bremsuvandi]] Er einhver sem kannast við þetta?? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=64454 |
Page 1 of 1 |
Author: | aron1 [ Fri 20. Dec 2013 10:20 ] |
Post subject: | [[Bremsuvandi]] Er einhver sem kannast við þetta?? |
Ég er að lenda í því á mínum 318i e46 að forðabúrið fyrir bremsuvökvann á honum tæmist stöðugt en hvergi næ ég að finna lekann þrátt fyrir að hafa hent honum upp og rifið öll hjól undan og skriðið undir hann til að leita. Eftir að hafa farið með hann í skoðun sögðu þeir mér það að hann væri ekkert að bremsa að aftan en vissi ekki hvað það var sem að gæti verið að valda því. Ég hef einnig reynt að leita eftir smiti meðfram pinnanum sem fer út í pedala en ekkert finnst þar heldur. Ef einhver hér hefur reynslu af slíkum vandamálum eða á lausnir á sambærilegum vanda þá væri vel þegið ef þið gætuð miðlað ykkar aðferðum/hugmyndum til mín. |
Author: | saemi [ Fri 20. Dec 2013 12:46 ] |
Post subject: | Re: [[Bremsuvandi]] Er einhver sem kannast við þetta?? |
Gæti verið að leka inn í bíl hjá þér ef hann er beinskiptur. Þá getur verið að kúplingsdælan sé að leka og þetta seytli inn í bílinn! |
Author: | Angelic0- [ Fri 20. Dec 2013 16:27 ] |
Post subject: | Re: [[Bremsuvandi]] Er einhver sem kannast við þetta?? |
saemi wrote: Gæti verið að leka inn í bíl hjá þér ef hann er beinskiptur. Þá getur verið að kúplingsdælan sé að leka og þetta seytli inn í bílinn! BINGÓ... Þetta var vandamálið í E46 hjá mér... |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |