bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

hedd pakkninga skipti í M50
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=64433
Page 1 of 1

Author:  jonbi [ Mon 16. Dec 2013 20:36 ]
Post subject:  hedd pakkninga skipti í M50

Mér vantar eitt verkfæri til að taka heddið úr bílnum hjá mér, var að spá hvar ég geti fengið það.
Mig vantar semsagt : flywheel locking pin
Image

Er búinn að prufa BL og bílanaust, Bílanaust átti þetta í setti fyrir 24 þús. fannst það heldur mikið.

Author:  gardara [ Mon 16. Dec 2013 21:45 ]
Post subject:  Re: hedd pakkninga skipti í M50

Notaðu bara nagla eða skorðaðu þetta einhvernveginn til, til þess að festa hjólið.

Author:  Axel Jóhann [ Mon 16. Dec 2013 21:48 ]
Post subject:  Re: hedd pakkninga skipti í M50

Pinni numer 11, ég nota svoleiðis sem ég er búinn að slípa aðeins niður, hann smellpassar inní gatið og er sá eini sem brotnar ekki ef maður er að losa sveifarásboltann. 8)



Image

Author:  jonbi [ Mon 16. Dec 2013 22:02 ]
Post subject:  Re: hedd pakkninga skipti í M50

takk fyrir þessar ábendingar :D

er aðeins að spá í með tímann á vélinni, hvenær veit ég hvort stimpillinn sé í réttu slagi á cylender 1.
er að nota pelican svoldið, er búinn að gera þetta :
Image

en hvernig veit ég hvort knastásinn er á réttum stað, hefur hann ekki 2 stöður fyrir top stöðu á stimpli 1?

ef einhver hefur svör við þessu væri ég afar þakklátur :)

Author:  gstuning [ Mon 16. Dec 2013 22:31 ]
Post subject:  Re: hedd pakkninga skipti í M50

Tekur ventlalokið af og athugar.

Author:  Navigator [ Thu 19. Dec 2013 10:07 ]
Post subject:  Re: heddpakkninga skipti í M50

fínt að stinga mjög löngu skrúfjárni oní kertagatið og þegar skrúfjárnið er "hátt" uppúr og tímamerkin passa ættirðu að vera með TDC/þjappslag, einnig sérðu það á staðsetningu á knöstunum-snúa hver að öðrum.

ef "flywheel locking tool" er það sama og í M52 þá geturðu rennt af 12mm öxli í 8mm af fyrstu 10mm, öxullinn þarf að vera ca 80mm á lengd. eða vera snyrtilegur á smergli ef rennibekkur er ekki í skúrnum :D

þekki ekki nógu vel til en þarf ekki líka sérverkfæri til að halda knastásunum ?

persónulega ef ég er að fara útí svona æfingar hef ég stundum keypt bækur eða sótt leiðbeiningar á netinu, jafnvel gegn gjaldi því smá mistök í svona framkvæmd eru dýr mistök !

held sé til Haynes repair manual fyrir M50 í Bílanaust (ca 5000kr) og fáanlegt sem pdf skjal á mörgum stöðum.

http://www.emanualonline.com/Cars/BMW/B ... anual.html

good luck with this but remember, preparation, not luck, is the mother of success !

Author:  Dóri- [ Thu 19. Dec 2013 11:51 ]
Post subject:  Re: hedd pakkninga skipti í M50

Það er special tool á knastásana. En það er hægt að redda sér ef að maður er mjög þolinmóður og hefur góðan tíma í þetta. Þarf bara eitthvað beint járn, vinkil eða þess háttar.
Það eru til margar síður með leiðbeiningum hvernig á að gera þetta.

Author:  Axel Jóhann [ Thu 19. Dec 2013 15:33 ]
Post subject:  Re: hedd pakkninga skipti í M50

Knastarnir Image


Ásinn Image

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/