bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Lykillinn vill ekki snúast í svissinum. E39
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=64324
Page 1 of 1

Author:  Orri Þorkell [ Fri 06. Dec 2013 18:19 ]
Post subject:  Lykillinn vill ekki snúast í svissinum. E39

Þetta er búið að gerast nokkrum sinnum en ég hef alltaf náð að snúa honum á endanum. Núna snýst hann alls ekki, hef sem betur fer aldrei beitt neinu átaki á þetta.
Málið er að núna er ég búinn að taka rofann af svissinum og smyrja pinnann sem skýst inn og út en það breytir engu.
Hef reynt google en fæ alltaf bara eitthvað um að skipta um ignition switch en það er ekki það sem er að plaga þetta heldur svissinn sjálfur.
Er búinn að smyrja inní svissinn og pinnan

svona lítur þetta út þegar rofinn er farinn af
https://www.facebook.com/photo.php?fbid ... =1&theater
og svona er þetta þegar ég reyni að snúa
https://www.facebook.com/photo.php?v=10 ... =2&theater

Er hægt að gera eitthvað annað en að skipta um svissinn?

Author:  eiddz [ Fri 06. Dec 2013 21:28 ]
Post subject:  Re: Lykillinn vill ekki snúast í svissinum. E39

Hvernig er lykillinn?
Er hann slitinn(eyddur) á hliðunum alveg efst, við fjarstýringuna?
Það gæti orsakað þetta.. prufaðu að setja hann alveg í og svo toga örlítið til baka og snúa svo.
Ef hann er eyddur við fjarstýringuna, þá fer hann of langt inn

Author:  D.Árna [ Sat 07. Dec 2013 08:23 ]
Post subject:  Re: Lykillinn vill ekki snúast í svissinum. E39

Lenti í þessu á E36 hjá mér og þá reyndist svissin vera ónýtur,

Ef það reynist vera sama vandamál hjá þér þá myndi ég prófa að heyra í skúla (srr)

Author:  Orri Þorkell [ Sat 07. Dec 2013 16:40 ]
Post subject:  Re: Lykillinn vill ekki snúast í svissinum. E39

L473R wrote:
Lenti í þessu á E36 hjá mér og þá reyndist svissin vera ónýtur,

Ef það reynist vera sama vandamál hjá þér þá myndi ég prófa að heyra í skúla (srr)


það er líklegt, en mér tókst að snúa honum, hitaði hann aðeins og bankaði í húsið. en ég finn að það er pinnin sem tekur stýrislásinn og opnar fyrir gírskiptinguna sem er stirður. semsagt pinnin sem smellur tilbaka þegar þú tekur lykilinn úr eftir að hann var í gangi

Author:  Orri Þorkell [ Sat 07. Dec 2013 17:08 ]
Post subject:  Re: Lykillinn vill ekki snúast í svissinum. E39

eiddz wrote:
Hvernig er lykillinn?
Er hann slitinn(eyddur) á hliðunum alveg efst, við fjarstýringuna?
Það gæti orsakað þetta.. prufaðu að setja hann alveg í og svo toga örlítið til baka og snúa svo.
Ef hann er eyddur við fjarstýringuna, þá fer hann of langt inn

prufaði þetta, han virðist bara vera slitinn á raufunum, samt ekki mikið. En sennilega er þetta park/stýrislás pinnanum að kennna

Author:  Orri Þorkell [ Fri 27. Dec 2013 08:25 ]
Post subject:  Re: Lykillinn vill ekki snúast í svissinum. E39

kíkti á snillingana uppí eðalbílum, hann tók cylinderinn úr fyrir mig og þá sáum við að það er allt í toppstandi nema cylinderinn sjálfur, semsagt eitthvaði í mechaníkinni í honum sem er að klikka því það er járnsvarf í smurningunni sem ég setti í.
kíkti uppí neyðarþjónustu og þeir sögðust geta skipt um innvolsið en þeir þyrftu að fræsa hann í sundur.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/