bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Bremsuklossar
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=6417
Page 1 of 1

Author:  Benzari [ Sun 13. Jun 2004 03:20 ]
Post subject:  Bremsuklossar

Var að skoða gamla br.klossa-þræði og þar eru "KULL" og "bebecar" að lofa Mintex bremsuklossana hástert, eru menn enn á sömu skoðun með þessa klossa?

Einhver önnur tegund, td. frá Þýskum framleiðanda sem þið hafið góða reynslu af :?:
Vill nefnilega skipta út klossum að framan a.s.a.p. þar sem þeir ryka allt of mikið, veit ekki hvaða tegund er undir. :oops:

Author:  Dinan [ Sun 13. Jun 2004 04:53 ]
Post subject: 

Sæll, ég var einmitt búinn að vera í þessum vandræðum lengi, var með ABS orginal klossa sem sótuðu eins og þeim væri borgað fyrir það (reyndar er það eðli ABS klossa að sóta). any way ég fór uppí ORKU og talaði þar við einn mann og hann lét mig fá klossa sem SÓTA EKKERT. Og það besta við þetta að þeir kostuðu ekki nema 5100 kall, ALLAN HRINGINN.

Author:  bebecar [ Sun 13. Jun 2004 11:06 ]
Post subject: 

Mintex reyndist vel á meðan ég var með þá - en Logi var svo með bílinn í restina þannig að langtíma reynsla fæst kannski hjá honum.

EN það er til mikils að vinna, þú ert með glæsilegar felgur og þetta er MIKIÐ vandamál á öflugum og þungum bílum.

Author:  iar [ Sun 13. Jun 2004 11:14 ]
Post subject: 

Dinan wrote:
Sæll, ég var einmitt búinn að vera í þessum vandræðum lengi, var með ABS orginal klossa sem sótuðu eins og þeim væri borgað fyrir það (reyndar er það eðli ABS klossa að sóta). any way ég fór uppí ORKU og talaði þar við einn mann og hann lét mig fá klossa sem SÓTA EKKERT. Og það besta við þetta að þeir kostuðu ekki nema 5100 kall, ALLAN HRINGINN.


Heita þeir eitthvað þessir klossar?

Author:  gunnar [ Sun 13. Jun 2004 14:41 ]
Post subject: 

Ég er einmitt í þessum hugleiðingum, felgurnar hjá mér að framan sérstaklega eru SVARTAR

Author:  Kull [ Sun 13. Jun 2004 16:46 ]
Post subject: 

Orkan - Snorri G selur einmitt Mintex klossana.
Ég er ennþá með klossana undir að framan og eru þeir enn í fullu fjöri þannig að ég sé ekkert að endingunni.

Author:  Benzari [ Sun 13. Jun 2004 18:06 ]
Post subject: 

Takk fyrir svörin.

Author:  Dinan [ Mon 14. Jun 2004 02:33 ]
Post subject: 

Þegar ég fór að skoða umbúðirnar betur þá sé ég að þetta er einmitt MINTEX klossar.
Mæli feitt með þessum klossum!!!
Passa bara að þeir séu E1 (...101), það á að vera pottþétt blanda

Author:  Dr. E31 [ Fri 02. Jul 2004 18:07 ]
Post subject: 

Ég varð fyrir vonbrygðum með Mintex, þeir sóta "minna" já en þeir þola ekki mikið álag, ég var að keyra "ákveðið" um daginn og bremsaði þar að auki með meiri ákveðni, eftir smá stund var allt orðið geðveikt heitt rauk úr bremsunum og klossarnir runnu bara á diskunum. Ekki gott þegar maður þarf að stoppa hátt í tveggja tonna bíl.
Bara mitt álit.

Author:  Gunni [ Fri 02. Jul 2004 18:42 ]
Post subject: 

Ég fjárfesti í svona klossum áðan. Gaurinn í búðinni sagði við mig að ég ætti að bremsa soldið fast um leið og ég væri búinn að troða þeim í til að losna við einhverja húð sem væri utaná þeim. Þú hefur örugglega verið að losa hana þegar þú bremsaðir :lol:

Author:  Dr. E31 [ Sat 03. Jul 2004 05:16 ]
Post subject: 

Gunni wrote:
Ég fjárfesti í svona klossum áðan. Gaurinn í búðinni sagði við mig að ég ætti að bremsa soldið fast um leið og ég væri búinn að troða þeim í til að losna við einhverja húð sem væri utaná þeim. Þú hefur örugglega verið að losa hana þegar þú bremsaðir :lol:

Nei nei ég er kominn hálfa leið inní þá og þeir eru ennþá svoan.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/