Við vorum tveir hér á kraftinum sem gerðum test á spíssahreinsi ( og reyndar öðrum olíubætiefnum) í lokaverkefni í skólanum hjá okkur.
Þar vorum við að prufa spíssahreinsi og vorum að skoða hvort væri hægt að mæla mun á flæði í gegnum spíssa fyrir og eftir meðferðina á spíssahreinsinum. Við fengum út mjög jákvæða útkomu úr þessum mælingum og fyrir utan betra flæði gegnum spíssa sýndi reykgreiningin betri útkomu eftir þetta.
Ég held og er nokkuð viss um að þegar spíssar missa eiginleikann til að ýra olíunni inn á strokkanna (vegna uppsöfnuðu sóti sem sest á þá) þá verður bruninn örlítið verri. Á sama tíma fer bíllinn að sóta meira, sem þýðir að hann tekur þá "óhreinna" loft inn aftur í gegnum EGR, þannig á endanum fara þessi áhrif að magnast upp. Uppsöfnun á sóti og drullu inni í sogrein og ventlagönum heftir loftflæði inná vél líka.
Með því að nota öðru hvoru góðann spíssahreinsi er hægt allavega að minnka líkurnar mjög mikið á því að þetta fari að gerast.
(ókostur við að aftengja EGR í diesel BMW , sérstaklega í þessum kulda, er að það afgas sem er leitt að EGR fer í gegnum lítinn "varmaskipti" sem hitar örlítið upp kælivatni).
Ég get allavega hiklaust mælt með þessum hreinsi:
http://itis.notando.is/details/power-up ... gory_id=13..og er líka vörn gegn vaxútfellingum í olíunni.
