bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

besti borinn til að bora út felgubollta.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=63634
Page 1 of 1

Author:  íbbi_ [ Mon 21. Oct 2013 13:57 ]
Post subject:  besti borinn til að bora út felgubollta.

sprakk með látum hjá mér. þegar út í vegkant var komið og byrjað að tæta undan tók á móti mér snoðaður og fínn þjófavarnarbollti. sem er alveg farinn. og felgan því föst

maður hefur nú oft reddað mönnum með þessa bollta. lagað rillurnar og jafnvel soðið í bolltan ef hann hefur verið alveg farinn,

ekkert af þessu er samt do-able út í vegkannti, þannig að ég þarf að bora hann út.

ætla kaupa almennilega bora til að vera fljótur að þessu, grannan og sverann, eru einhverjir sérstakir borar sem menn mæla með?

Author:  Jón Ragnar [ Mon 21. Oct 2013 14:57 ]
Post subject:  Re: besti borinn til að bora út felgubollta.

Pottþétt svona til í Dugguvoginum hjá Fossberg

Ertu með nógu öfluga batterísvél til að bora í gegnum svona samt?

Author:  íbbi_ [ Mon 21. Oct 2013 15:00 ]
Post subject:  Re: besti borinn til að bora út felgubollta.

ég náði að renna honum inn á bílastæði. og fann aðila sem var til í að lána mér rafmagn :D

Author:  BirkirB [ Mon 21. Oct 2013 16:44 ]
Post subject:  Re: besti borinn til að bora út felgubollta.

Er ekki einfaldast að fá lánaðan transa þar sem þú kemst í rafmagn? Sé ekki alveg hvernig þú ætlar að bora boltann út, nema kannski að bora hausinn af sem tekur líka tíma...

Author:  íbbi_ [ Mon 21. Oct 2013 17:48 ]
Post subject:  Re: besti borinn til að bora út felgubollta.

þótt að ég fái að henda rafmagnskló inn um svefnherbergisgluggan hjá einhverjum, þá efa ég að það sé ávísun á að fá lánuð verkfæri líka.

ég bora hausinn af honum,

Author:  BirkirB [ Mon 21. Oct 2013 18:02 ]
Post subject:  Re: besti borinn til að bora út felgubollta.

Orðaði þetta heldur illa...ég átti við að fá lánaðan transa hjá einhverjum sem á þannig fyrir einfasa rafmagn.

Notar bara olíu með þegar þú borar, þá er minni hætta á því að skemma borinn...

Author:  íbbi_ [ Mon 21. Oct 2013 18:28 ]
Post subject:  Re: besti borinn til að bora út felgubollta.

hehe.

já. ég kann að bora ;) þetta er eflaust 10.9 bollti þannig að þetta kemur til með að taka einhvern tíma :x

Author:  slapi [ Mon 21. Oct 2013 19:34 ]
Post subject:  Re: besti borinn til að bora út felgubollta.

Það er ekki 10.9 í þessu , þetta er bara smjör.
Bestu borarnir í þetta eru titan borarnir frá wurth. Kannski best að fá 3-4 mm svoleiðis bor til,að taka fyrsta og síðan eitthvað drasl eftirá.

Author:  íbbi_ [ Mon 21. Oct 2013 19:43 ]
Post subject:  Re: besti borinn til að bora út felgubollta.

það er ágætt að vita, þá verður þetta ekki alveg jafn leiðinlegt.

já ég tek littla fyrst. og svo 12mm

Author:  íbbi_ [ Tue 22. Oct 2013 11:26 ]
Post subject:  Re: besti borinn til að bora út felgubollta.

shii..... þetta var leiðinlegt, hef sjaldan borað lengur í einu

Author:  Helgason [ Wed 23. Oct 2013 03:23 ]
Post subject:  Re: besti borinn til að bora út felgubollta.

Hvað tók þetta langan tíma? Og hvaða bora notaðirðu?

Author:  íbbi_ [ Wed 23. Oct 2013 09:45 ]
Post subject:  Re: besti borinn til að bora út felgubollta.

notaði 3 bora, keypti tvo í fossberg sem hann mælti sérstaklega með í þetta. sat í frosti í 3 tíma með þá tvo. og náði ekki að klára

lét svo vaða í wurth borinn og hefði eflaust sparað mér mikinn tíma og mikil leiðindi ef ég hefði bara gert það strax.

ég veit ekki hversu kalt það var, en rafmagnssnúran í borvélina hjá mér var orðinn svo freðin að ég var farinn að eiga í vandræðum með að "manúvera" borvélinni,

Author:  slapi [ Wed 23. Oct 2013 20:54 ]
Post subject:  Re: besti borinn til að bora út felgubollta.

Keyptirðu titan Wurth bor?
Þetta er betra en ævisparnaður þetta helvíti , fáránlega gott í þessu.

Author:  íbbi_ [ Thu 24. Oct 2013 01:17 ]
Post subject:  Re: besti borinn til að bora út felgubollta.

nei ég reyndar tók aðeins ódýrari bor. 12mm titan var 12þús kall minnir mig, en hinn hafði þetta flott, þvílíkur munur á honum og bornum úr fossberg.

já ég ætla kaupa eitthvað af þessum titan borum samt, það þarf ekki mörg skipti að svona brasi til þetta borgi sig :)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/