bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
E38 vandamál https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=63598 |
Page 1 of 1 |
Author: | Steewen [ Fri 18. Oct 2013 14:00 ] |
Post subject: | E38 vandamál |
Sælir. Er með e38 sem er að valda mér vandræðum. Ég var að keyra hann, stoppa fyrir utan eitt hús og stekk inn með hann í gangi. Þegar ég kem aftur, þá er hann búinn að kveikja hleðsluljósið í mælaborðinu. Eftir smá athugun, ákveð ég að keyra af stað og sjá hvort það slökkni. Þá kemst ég að því að bíllinn skiptir sér ekki upp úr fyrsta gír. Ég stöðva því bílinn, og drep á honum. Eftir það startar hann sér ekki. Í mælaborðinu sýnir hann eins og bíllinn sé í Drive, sama hvar stöngin er höfð. Er þetta stöðunemi fyrir stöngina eða hvað haldið þið að sé að angra bílinn? |
Author: | Eggert [ Fri 18. Oct 2013 14:15 ] |
Post subject: | Re: E38 vandamál |
Ertu búinn að hlaða geyminn og sjá hvort hann taki við sér aftur? Ég myndi ekki hafa áhyggjur af þessu með skiptinguna strax. Þessir bílar þurfa reglulega frí frá rafgeyminum í eins og hálfan til einn sólarhring(til að tæma sig alveg og losna við ýmsa bull-hegðun), og svo er það algjörlega essential að alternatorinn sé að hlaða vel og geymirinn sé ferskur og fullhlaðinn. Þegar þú ert búinn að hlaða geyminn upp í topp og setur bílinn í gang aftur myndi ég aflæsa obc (notar pinnana á mælaborðinu til að fletta fram og til baka), og nota svo test nr. 9 til að sjá hversu mikið hann er að hlaða. Það sést augljóslega þarna ef alternatorinn er að gefa upp öndina. Og svo er auðvitað núna sá tími ársins þegar flestir rafgeymar deyja sökum kulda, svo það gæti verið málið líka. |
Author: | Steewen [ Sat 09. Nov 2013 13:53 ] |
Post subject: | Re: E38 vandamál |
Jæja, þá er maður kominn heim aftur og get farið að spá í þessu. Ég get allavega fullvissað ykkur um að þetta er ekki vandamál með rafgeyminn. Hann er í góðu lagi. |
Author: | Axel Jóhann [ Sat 09. Nov 2013 15:10 ] |
Post subject: | Re: E38 vandamál |
Hleðslan, mældu hana. |
Author: | sosupabbi [ Sat 09. Nov 2013 22:05 ] |
Post subject: | Re: E38 vandamál |
Steewen wrote: Jæja, þá er maður kominn heim aftur og get farið að spá í þessu. Ég get allavega fullvissað ykkur um að þetta er ekki vandamál með rafgeyminn. Hann er í góðu lagi. Athugaðu alternator og jarðtengingar, sauð einn rafgeymi hjá fyrri eiganda. |
Author: | nocf6 [ Sun 10. Nov 2013 01:37 ] |
Post subject: | Re: E38 vandamál |
félagi minn lennti í því með sinn e38 að skiptingin fór að láta eh asnalega og svo hætti hann að starta og sýnir bara að hann sé í drive, þó að hann sé í park, það er búið að prófa að skipta um geymi að láta hann standa með geyminn ekki í sambandi, búið að prófa aðrar tölvur fyrir mótor og skiptingu. okkur grunar að það sé stöðuneminn fyrir stöngina sem sé að valda þessu |
Author: | Steewen [ Mon 11. Nov 2013 20:48 ] |
Post subject: | Re: E38 vandamál |
Með rafgeymi með ~13.6v gerir hann ekki neitt. Hann er augljóslega ekki að hlaða, enda neitar hann að starts. |
Author: | Steewen [ Thu 23. Jan 2014 15:17 ] |
Post subject: | Re: E38 vandamál |
Jæja, þessi á leið úr geymslu og planið að fara að kíkja á hann. Hvað getur valdið því að bílinn haldi að hann sé alltaf í Drive? |
Author: | Eggert [ Thu 23. Jan 2014 17:05 ] |
Post subject: | Re: E38 vandamál |
Ég myndi skjóta á að unitið sem skiptibarkinn skrúfast á á skiptingunni sé að valda þessu. Rafmagnspluggið á skiptingunni gengur beint í þetta unit. Man ómögulega hvað þetta kallast en það er víst ekkert óalgengt að þetta gefi sig, amk las ég eitthvað um það þegar ég var að garfa í skiptingunni minni. Hérna sést þetta á sambærilegri skiptingu (nema þessi er 4wd): ![]() Og 13.6v er alltaf nóg til að starta bílnum, það er annað (eins og t.d. þetta fyrir ofan) sem er að koma í veg fyrir að hann snúi startara. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |