bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hvaða vélar passa í hvaða bíla?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=63539
Page 1 of 1

Author:  Hjalti123 [ Mon 14. Oct 2013 12:19 ]
Post subject:  Hvaða vélar passa í hvaða bíla?

Fór aðeins að spá í þetta. Er einhver síða á netinu eða eitthvað svoleiðis sem sýnir hvaða vélar passa í hvaða bíla og hvaða gírkassar passa með hvaða vélum og svona.

Eins og t.d. hvaða vél gæti ég troðið ofan í E36 án þess að þurfa að skipta um gírkassa og svona.

Kannski er þetta algjör steypa sem ég er að segja en well :mrgreen:

Author:  GunniT [ Mon 14. Oct 2013 12:30 ]
Post subject:  Re: Hvaða vélar passa í hvaða bíla?

Er nokkuð viss um að þú getur sett allar vélar sem koma í e36 línuni í e36 og notað kassan sem er í bílnum þínum

Author:  íbbi_ [ Mon 14. Oct 2013 14:56 ]
Post subject:  Re: Hvaða vélar passa í hvaða bíla?

hvað meinaru með "passa" ertu að mein a vél sem kemst á fræðilegan hátt ofan í. eða ertu að leyta af vél sem að boltast beint í og út að spóla.

allar aðrar vélar en sú sem að var ofan í eða aðrar eins passa ekki beint ofan í. ef þú ert með kram úr eins bíl sem var með stærra kram má gera þetta nokkuð auðveltlega með því að færa líka það úr hinum bílnum sem fær vélina til að virka hjá þér.

Author:  bjarkibje [ Mon 14. Oct 2013 16:21 ]
Post subject:  Re: Hvaða vélar passa í hvaða bíla?

m50 passar í alla e36, þarft bara breyta örlítið en ef þú átt boddý sem m50 var í þá ættiru að geta notað allt þar á milli

er ekki viss með gírkassa af m40 til að passa upp á m50 t.d.... var einhver sem sagði mér að það gæti passað með m40 kúplingu en sel það ekki dýrara en ég keypti það

Author:  Hjalti123 [ Mon 14. Oct 2013 22:01 ]
Post subject:  Re: Hvaða vélar passa í hvaða bíla?

íbbi_ wrote:
hvað meinaru með "passa" ertu að mein a vél sem kemst á fræðilegan hátt ofan í. eða ertu að leyta af vél sem að boltast beint í og út að spóla.

allar aðrar vélar en sú sem að var ofan í eða aðrar eins passa ekki beint ofan í. ef þú ert með kram úr eins bíl sem var með stærra kram má gera þetta nokkuð auðveltlega með því að færa líka það úr hinum bílnum sem fær vélina til að virka hjá þér.


Er að tala einmitt um að geta bara sett hana ofan í og keyrt út án þess að fara í svakalegar breytingar, eins og einmitt bjarkibje sagði, að það virki ekki að nota M40 kassa með t.d. M50 mótor. Var bara aðeins að spá í þessu og ákvað að spyrja :) Er ekki að hugsa um vélarskipti í mínum bíl alveg strax samt en ef ég held mér við hann ætli maður þurfi nú ekki að gera það á endanum :) Þá yrði M50 líklega fyrir valinu :thup:

Author:  Runar335 [ Wed 16. Oct 2013 17:35 ]
Post subject:  Re: Hvaða vélar passa í hvaða bíla?

m60 all the way bara :D

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/