gstuning wrote:
rockstone wrote:
Supercharged = power allan snúninginn en dýrara
Túrbó oft ódýrara en yfirleitt bara power á efri snúningum og letingjar þangað til.
Persónulega er ég hrifnari af blásurum.
frekar rangt hjá þér.
Afhverju gefur supercharger power allann tímann? Það eru til superchargerar sem blása ekki neitt fyrr enn á hæsta snúning (centrifugal)
Og supercharger kit þarf ekkert að vera dýrara.
Ég held að power kúrvan mín á 328i túrbo sanni að gott turbo setup getur gefið meira tog og power enn álíka supercharger kit.
500nm í 3250rpm á 2.8vél --- Turbo !
keflaþjappan getur snúist með snúningi vélarinnar (beintengd) og þannig þjappað inn lofti/boost á öllu snúningssviðinu meðan afgasforþjöppur þurfa visst afl (þrýstiafl frá afgasi) til að yfirvinna massatregðuvægið (þyngd og mótstöðu beggja hjóla/hverfla og leguviðnáms) til að komast af stað og fara að blása en það er annaðhvort (oftast) snúið um ásana; stærri túrbína = lengur á snúning = latari á lægri snúning og minna afl þar vs minni túrbína = sneggri á snúning = meira afl á lægri snúning en nær ekki að blása (halda þrýsting) upp allt vinnslusviðið.
þar er ástæðan fyrir að t.d. keppnistæki í kvartmílu eru frekar með keflablásurum, þeir hafa ekki tíma til að bíða eftir þrýstingi frá afgasforþjöppunni.
það má kannski útskýra það með því að keflablásarinn er "á undan brunarýminu" meðan afgasforþjappan er "á eftir brunarýminu" í þeirri röð sem vélin vinnur á, vinna/afköst afgasforþjöppunnar verður alltaf
afleiðing af brunanum meðan vinna keflablásarans er í beinu hlutfalli við
snúningshraða (ekki afl) vélarinnar og
orsakar meiri bruna (lofthluta brunans amk), vona þetta skiljist.
persónulega er ég á afgasforþjöppu með stillanlegum leiðiskóflum (VGT) til að fá það besta úr lítilli/massalítilli túrbínu og stærri/massameiri túrbínu.
þegar þú segir að það séu til keflablásarar sem blása ekki neitt fyrren á hæsta snúning er það vegna þess hvernig þeir eru stilltir fyrir ákveðinn bíl eða aksturslag, framhjáhlaupsgáttin er þá stýrð af vélatölvunni og höfð opin/lítið lokuð meðan vélin nær snúningi eða segulkúplingin (í trissuhjólinu) látin tengja blásarann á x-háum snúning en það er almennt gert t.d. svo blásarinn sé ekki að snúast meðan vélin er í hægagangi (eykur slit og eyðslu).
held það taki því ekki að stappast á hvort sé dýrara, eflaust hægt að fá bæði kittin dýr frá góðum framleiðendum vs billegt kínadót eða öfugt.
þannig að Rockstone hefur ekkert endilega rangt fyrir sér, það er bara setupið sem gefur endanlega útkomu og þetta ágæta graf segir lítið eitt og sér, ef bara trissuhjólinu væri breytt (minnkað) á keflablásaranum myndi sú lína fara upp á Y-ás og "valta yfir" boostlínu afgasforþjöppunnar, þetta er bæði leikur að tölum og svo hvernig viltu hafa "setup"ið í bílnum ?
frekar
bíða eftir miklu afli eða fá
strax meira afl (mv stock N/A vél) ?
smekksatriði
