bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Turbo VS Supercharged https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=63467 |
Page 1 of 3 |
Author: | Fatandre [ Wed 09. Oct 2013 21:19 ] |
Post subject: | Turbo VS Supercharged |
Jæja guttar. Er að hugleiða þetta. Hvora leiðina á að fara á v12? Pro og cons vil ég fá að heyra |
Author: | thorsteinarg [ Wed 09. Oct 2013 22:04 ] |
Post subject: | Re: Turbo VS Supercharged |
Fara bara í svona supercharger, One life, life it ![]() ![]() |
Author: | rockstone [ Wed 09. Oct 2013 22:07 ] |
Post subject: | Re: Turbo VS Supercharged |
Supercharged = power allan snúninginn en dýrara Túrbó oft ódýrara en yfirleitt bara power á efri snúningum og letingjar þangað til. Persónulega er ég hrifnari af blásurum. |
Author: | Fatandre [ Wed 09. Oct 2013 22:32 ] |
Post subject: | Re: Turbo VS Supercharged |
thorsteinarg wrote: Fara bara í svona supercharger, One life, life it ![]() ![]() Get alveg gert það Þett aer m70 ![]() |
Author: | gstuning [ Wed 09. Oct 2013 23:04 ] |
Post subject: | Re: Turbo VS Supercharged |
rockstone wrote: Supercharged = power allan snúninginn en dýrara Túrbó oft ódýrara en yfirleitt bara power á efri snúningum og letingjar þangað til. Persónulega er ég hrifnari af blásurum. frekar rangt hjá þér. Afhverju gefur supercharger power allann tímann? Það eru til superchargerar sem blása ekki neitt fyrr enn á hæsta snúning (centrifugal) Og supercharger kit þarf ekkert að vera dýrara. Ég held að power kúrvan mín á 328i túrbo sanni að gott turbo setup getur gefið meira tog og power enn álíka supercharger kit. 500nm í 3250rpm á 2.8vél --- Turbo ! |
Author: | Aron [ Wed 09. Oct 2013 23:15 ] |
Post subject: | Re: Turbo VS Supercharged |
super charcher kostar meira af hestöflum þar sem að hann dregur alltaf afl frá vélinni ![]() |
Author: | gardara [ Wed 09. Oct 2013 23:25 ] |
Post subject: | Re: Turbo VS Supercharged |
Afhverju ekki bæði? |
Author: | BMW_Owner [ Thu 10. Oct 2013 01:49 ] |
Post subject: | Re: Turbo VS Supercharged |
gardara wrote: Afhverju ekki bæði? now we are talking! ![]() |
Author: | rockstone [ Thu 10. Oct 2013 08:47 ] |
Post subject: | Re: Turbo VS Supercharged |
gstuning wrote: rockstone wrote: Supercharged = power allan snúninginn en dýrara Túrbó oft ódýrara en yfirleitt bara power á efri snúningum og letingjar þangað til. Persónulega er ég hrifnari af blásurum. frekar rangt hjá þér. Afhverju gefur supercharger power allann tímann? Það eru til superchargerar sem blása ekki neitt fyrr enn á hæsta snúning (centrifugal) Og supercharger kit þarf ekkert að vera dýrara. Ég held að power kúrvan mín á 328i túrbo sanni að gott turbo setup getur gefið meira tog og power enn álíka supercharger kit. 500nm í 3250rpm á 2.8vél --- Turbo ! Nú ok.... hélt að blásari væri reimdrifinn og blési því með vélinni allan tímann en kickaði ekki inn í 1.5-3þ snúningum eins og túrbína. |
Author: | gstuning [ Thu 10. Oct 2013 09:07 ] |
Post subject: | Re: Turbo VS Supercharged |
Hann er það, enn það eru ekki allir superchargerar eins. Þetta er t.d týpísk boost kúrva á centrifugal supercharger sem eru vinsælustu chargerarnir á BMW útaf plássi (RNGTOY og ONNO t.d) Það er ekki beint samband á milli snúnings og boost þótt að compressorinn snúist X hraðar með vélinni. Þótt það sé ekkert lag þá er einnig oftast ekkert boost, þý myndi ég frekar bíða í 0.5sek og fá 10psi vs 4psi. ![]() |
Author: | Navigator [ Thu 10. Oct 2013 09:17 ] |
Post subject: | Re: Turbo VS Supercharged |
gstuning wrote: rockstone wrote: Supercharged = power allan snúninginn en dýrara Túrbó oft ódýrara en yfirleitt bara power á efri snúningum og letingjar þangað til. Persónulega er ég hrifnari af blásurum. frekar rangt hjá þér. Afhverju gefur supercharger power allann tímann? Það eru til superchargerar sem blása ekki neitt fyrr enn á hæsta snúning (centrifugal) Og supercharger kit þarf ekkert að vera dýrara. Ég held að power kúrvan mín á 328i túrbo sanni að gott turbo setup getur gefið meira tog og power enn álíka supercharger kit. 500nm í 3250rpm á 2.8vél --- Turbo ! keflaþjappan getur snúist með snúningi vélarinnar (beintengd) og þannig þjappað inn lofti/boost á öllu snúningssviðinu meðan afgasforþjöppur þurfa visst afl (þrýstiafl frá afgasi) til að yfirvinna massatregðuvægið (þyngd og mótstöðu beggja hjóla/hverfla og leguviðnáms) til að komast af stað og fara að blása en það er annaðhvort (oftast) snúið um ásana; stærri túrbína = lengur á snúning = latari á lægri snúning og minna afl þar vs minni túrbína = sneggri á snúning = meira afl á lægri snúning en nær ekki að blása (halda þrýsting) upp allt vinnslusviðið. þar er ástæðan fyrir að t.d. keppnistæki í kvartmílu eru frekar með keflablásurum, þeir hafa ekki tíma til að bíða eftir þrýstingi frá afgasforþjöppunni. það má kannski útskýra það með því að keflablásarinn er "á undan brunarýminu" meðan afgasforþjappan er "á eftir brunarýminu" í þeirri röð sem vélin vinnur á, vinna/afköst afgasforþjöppunnar verður alltaf afleiðing af brunanum meðan vinna keflablásarans er í beinu hlutfalli við snúningshraða (ekki afl) vélarinnar og orsakar meiri bruna (lofthluta brunans amk), vona þetta skiljist. persónulega er ég á afgasforþjöppu með stillanlegum leiðiskóflum (VGT) til að fá það besta úr lítilli/massalítilli túrbínu og stærri/massameiri túrbínu. þegar þú segir að það séu til keflablásarar sem blása ekki neitt fyrren á hæsta snúning er það vegna þess hvernig þeir eru stilltir fyrir ákveðinn bíl eða aksturslag, framhjáhlaupsgáttin er þá stýrð af vélatölvunni og höfð opin/lítið lokuð meðan vélin nær snúningi eða segulkúplingin (í trissuhjólinu) látin tengja blásarann á x-háum snúning en það er almennt gert t.d. svo blásarinn sé ekki að snúast meðan vélin er í hægagangi (eykur slit og eyðslu). held það taki því ekki að stappast á hvort sé dýrara, eflaust hægt að fá bæði kittin dýr frá góðum framleiðendum vs billegt kínadót eða öfugt. þannig að Rockstone hefur ekkert endilega rangt fyrir sér, það er bara setupið sem gefur endanlega útkomu og þetta ágæta graf segir lítið eitt og sér, ef bara trissuhjólinu væri breytt (minnkað) á keflablásaranum myndi sú lína fara upp á Y-ás og "valta yfir" boostlínu afgasforþjöppunnar, þetta er bæði leikur að tölum og svo hvernig viltu hafa "setup"ið í bílnum ? frekar bíða eftir miklu afli eða fá strax meira afl (mv stock N/A vél) ? smekksatriði ![]() |
Author: | gstuning [ Thu 10. Oct 2013 10:53 ] |
Post subject: | Re: Turbo VS Supercharged |
Ég talaði ekki um neina keflablásara enn benti á að ég væri að tala um centrifugal blásara, sem er basically sama og túrbó nema reim drifið. Þú verður að fá stig fyrir öll íslensku orðin á hlutum sem flestir nota ensk orð fyrir, ég hefði aldrei náð að nota svona mörg íslensk orð tengd þessu dóti. Menn hafa notað keflablásara á BMW með nokkuð góðum árangri, þeir hafa oftast þann vannkant að þeir eru sí-drifnir og ekki með kúplingu (allaveganna aftermarket útgáfur oftast) og því er stanlausts álag á vélina sem hjálpar ekki til við að halda eyðslu niðri. Svo eru þau kerfi oftast ekki með intercooler því það er mjög óhentugt að búa til intercooler pípur þar sem að chargerinn þarf að sitja fyrir neðan soggreina á M50 t.d og því geta þeir oftast ekki runnað neitt teljanlegt boost til að fá góðar tölur. Ástæðan fyrir að kvartmílu tæki nota blásara er því að túrbínur eru bannaðar á top leveli, annars myndi þeir nota þær þar. Almennt þegar menn nota centrifugal blásara eins og grafið er af þá lenda þeir í því að með því að minnka pulleyið til að fá blásarann fyrr inn þá verður alltof mikið boost í efri snúning því boost línan er ólínuleg með vélarsnúning, þ.e gæti fengið 5psi í 4000rpm og 20psi í 7000rpm þegar limitið sem vélin þolir er kannski 15psi, þá notast menn við blow-off ventla sem hreinlega tapa af þrýsting úr inntaks kerfinu til að viðhalda ákveðnu max boosti, vélin þarf samt sem áður að dæla öllu loftinu í kerfið áður enn hluta er svo dælt út. Ef einhver getur fundið EITT kerfi sem hefur jafn mikið tog og power og sömu kúrvu og mín 2.8 vél enn notast við supercharger þá mætti reyna á súpercharger annars verð ég að dæma 2.8 kerfið sem er á 328i hjá mér sem eitt víðasta og hentugasta powerband sem og power level sem hægt er að fá á non VANOS, non VALVETRONIC, non DISA, lágþjöppu vél. Menn geta líka reiknað til aðrar vélarstærðir til að fá svipaðara tölur per líter. þ.e 180nm/líter@2750rpm, 248nm/líter@3200rpm, 245nm/líter@3600rpm og svo 249nm/líter@5250rpm |
Author: | Fatandre [ Thu 10. Oct 2013 12:59 ] |
Post subject: | Re: Turbo VS Supercharged |
gstuning. Sé þú hefur mikla reynslu og veist þitt mál hvað þetta varðar. Hvað væri best að notast við á s70 v12 vél. Þekki til að þessi naugni hefur verið að supercharga S70 og jafnvel twinsupercharga. http://www.hb-motorsport.de/ Félagi minn var að panta sett hjá honum fyrir CSI bílinn sinn og vékk sett upp á 600 hp og sem á ekki að vera álag á vélina þ.e á ekki að fara illa með hana og mynda meira slit en venjulega |
Author: | gstuning [ Thu 10. Oct 2013 13:45 ] |
Post subject: | Re: Turbo VS Supercharged |
Allt spurning um verð og hver árangurinn verður. Hvernig superchargera er hann að nota? Hversu mikið af pörtum fylgir svona kiti? Hvernig tölvutjúning er framkvæmd? 600hp er ekki beint mikið á M70 þannig að slit ætti ekki að vera neitt sérlega aukið. |
Author: | Angelic0- [ Thu 10. Oct 2013 15:11 ] |
Post subject: | Re: Turbo VS Supercharged |
Single HX55 er fín fyrir mega power á S70 ![]() Svo gætiru líka smíðað spool plate... ![]() Hvernig ætlaru að builda mótorinn.. |
Page 1 of 3 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |