bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Plast-brunalykt í E46 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=63389 |
Page 1 of 1 |
Author: | Bjaddnis [ Thu 03. Oct 2013 12:42 ] |
Post subject: | Plast-brunalykt í E46 |
Er búinn að vera lenda í því undanfarið að eftir einhvern smá akstur finn ég brunalykt úr miðstöðinni, ekki svona eins og venjulegur eldur heldur frekar svona eins og eitthvað rafmagnsleikfang að bræða úr sér eða ofhitna, svolítið eins og rusl-plast að bráðna. Lyktin kemur alveg handahófskennt, hef ekki fylgst nógu vel með því hvað ég er að gera en gæti þó tengt það við að vera að keyra á 60-80 götum, svo kemur rautt ljós og ég bremsa úr svona 80-90 á stuttum tíma, er samt ekkert að negla niður.. þori samt ekki að segja að þetta komi bara þegar ég geri það. Lyktin kemur í svona hálfa mínútu, á svona 2-3 daga fresti, búið að vera svona í 2-3 vikur og lyktin verður alltaf sterkari.. Veit einhver hvað gæti orsakað þetta? þetta er 2002 318i |
Author: | íbbi_ [ Thu 03. Oct 2013 12:48 ] |
Post subject: | Re: Plast-brunalykt í E46 |
það sem þú ert að fynna er olíubrunalykt. þetta er svo algengt í þessum bílum að þú getur nánast bókað að lenda í þessu. þetta getur komið af tveimur ástæðum (að mér vitandi) ventlalokspakning. þegar hún lekur þá lekur olían beint ofan á pústið. ég tek sérstaklega eftir þessu hjá mér ef bíllinnstendur í halla (upp á móti) þá kemur brunalykt inn um miðstöðina. einnig byrja þeir að blása þessari lykt ef það eru farnir O hringir í vacumdæluna aftan á heddinu, ef svo er þá er töluver hætta á að bíllinn fari að sjúga olíu í bremsukútinn, sem er frekar fúlt thing byrjaðu á að poppa upp húddinu og horfðu niður með mótornum farþegameginn. þeir míga yfirleitt olíu með ventlalokinu |
Author: | Bjaddnis [ Thu 03. Oct 2013 12:54 ] |
Post subject: | Re: Plast-brunalykt í E46 |
íbbi_ wrote: það sem þú ert að fynna er olíubrunalykt. þetta er svo algengt í þessum bílum að þú getur nánast bókað að lenda í þessu. þetta getur komið af tveimur ástæðum (að mér vitandi) ventlalokspakning. þegar hún lekur þá lekur olían beint ofan á pústið. ég tek sérstaklega eftir þessu hjá mér ef bíllinnstendur í halla (upp á móti) þá kemur brunalykt inn um miðstöðina. einnig byrja þeir að blása þessari lykt ef það eru farnir O hringir í vacumdæluna aftan á heddinu, ef svo er þá er töluver hætta á að bíllinn fari að sjúga olíu í bremsukútinn, sem er frekar fúlt thing byrjaðu á að poppa upp húddinu og horfðu niður með mótornum farþegameginn. þeir míga yfirleitt olíu með ventlalokinu mótorinn er frekar sveittur þar, það er líklega það þar sem ég legg bílnum alltaf í halla upp í móti fyrir utan húsið mitt, tjekka á þessu, takk |
Author: | íbbi_ [ Thu 03. Oct 2013 13:07 ] |
Post subject: | Re: Plast-brunalykt í E46 |
B&L eru að selja óorginal pakningu á 6k. myndi tjekka á því |
Author: | Angelic0- [ Thu 03. Oct 2013 22:44 ] |
Post subject: | Re: Plast-brunalykt í E46 |
íbbi_ wrote: B&L eru að selja óorginal pakningu á 6k. myndi tjekka á því BL meinaru... og mega þeir það sem sölu og umboðsaðili BMW ![]() |
Author: | íbbi_ [ Fri 04. Oct 2013 00:56 ] |
Post subject: | Re: Plast-brunalykt í E46 |
já. þannig hefur það allavega verið í sambærilegu sem ég hef unnið við, persónulega er ég bara ánægður með að fá hlut á góðu verði. en með umboðið á bakvið það |
Author: | Angelic0- [ Fri 04. Oct 2013 20:34 ] |
Post subject: | Re: Plast-brunalykt í E46 |
Auðvitað er það, en maður heldur svona almennt að umboð fyrir BMW / Mercedes megi ekki halda lager af öðru en OriginalTeile.... Er ekki að gagnrýna vöruna á neinn hátt, finnst þetta bara undarlegt ![]() ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |