bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Vélarvesen E30. https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=63255 |
Page 1 of 1 |
Author: | magnusbjarki [ Sat 21. Sep 2013 23:15 ] |
Post subject: | Vélarvesen E30. |
Sælir veriði! Bíllinn hjá mér (BMW E30 90') hefur verið að láta frekar leiðinlega núna síðustu tvo daga, sem lýsir sér svona: - Alltaf góður fyrst eftir nokkura klukkustunda pásu frá akstri, og snúnigar í hægagangi í kringum 800-900. Svo eftir smá stund (10 mín - korter) byrjar hann allur að hristast og menga allsvakalega, og snúningar þá komnir niður í 500 í hægagangi. - Ef stigið er létt eða hálfa leið á bensíngjöf þá gerist yfirleitt ekki neitt í þessu ástandi, hristist bara og eykur engan hraða. Það er ekki fyrr en allt er gefið í botn, sem hann tekur þá við sér og hagar sér rétt. - Þetta kom einnig fyrir um daginn, og byrjaði þetta þegar að bíllinn var komin á bensínljósið. Ég tók bensín og þetta skánaði samt ekkert. Beið þá í 2 daga með að keyra hann og hann virkaði þá vel í umþabil viku. Svo nýlega lenti ég aftur í því að bíllinn var nánast tómur, og tók ég þá bensín og þá byrjaði þetta aftur. Held að þetta sé svona það helsta sem lýsir þessu. -Magnús |
Author: | Alpina [ Sat 21. Sep 2013 23:18 ] |
Post subject: | Re: Vélarvesen E30. |
Kveikjulok er eitt það fyrsta sem kemur upp í hugann,,,,, prófaðu að taka það af,, þrífa og athuga hvað gerist |
Author: | Axel Jóhann [ Sun 22. Sep 2013 01:49 ] |
Post subject: | Re: Vélarvesen E30. |
Neistavandamál eða bensínþrýstingur. |
Author: | magnusbjarki [ Sun 22. Sep 2013 23:39 ] |
Post subject: | Re: Vélarvesen E30. |
Ég tók kveikjulokið í sundur og svona lítur það út, ásamt kveikjuhamrinum: Hamarinn: ![]() Í kvekjulokinu: ![]() ![]() |
Author: | Alpina [ Sun 22. Sep 2013 23:49 ] |
Post subject: | Re: Vélarvesen E30. |
Þrífðu þetta með Leslie Nielsen,, og farðu svo út að keyra,, þetta skánar en verður orðið lélegt aftur..eftir einhvern tíma,,ég á svona notað í ágætu standi |
Author: | magnusbjarki [ Mon 23. Sep 2013 09:12 ] |
Post subject: | Re: Vélarvesen E30. |
Takk fyrir svörin, sé hvernig þetta fer ![]() |
Author: | magnusbjarki [ Wed 25. Sep 2013 14:14 ] |
Post subject: | Re: Vélarvesen E30. |
Heyrðu þetta virkaði í umþabil 2 daga og byrjaði svo aftur. Kannski bara komin tími á að endurnýja þennan varahlut? |
Author: | Alpina [ Thu 26. Sep 2013 21:09 ] |
Post subject: | Re: Vélarvesen E30. |
magnusbjarki wrote: Heyrðu þetta virkaði í umþabil 2 daga og byrjaði svo aftur. Kannski bara komin tími á að endurnýja þennan varahlut? Er það ekki !!!!!!!!! |
Author: | Axel Jóhann [ Fri 27. Sep 2013 15:32 ] |
Post subject: | Re: Vélarvesen E30. |
nýtt háspennukefli og hamar svo í framhaldi af því kerti og kertaþræðir og svo jafnvel háspennukefli |
Author: | eiddz [ Fri 27. Sep 2013 16:05 ] |
Post subject: | Re: Vélarvesen E30. |
Axel Jóhann wrote: nýtt kveikjulok og hamar svo í framhaldi af því kerti og kertaþræðir og svo jafnvel háspennukefli Lagaði þetta fyrir þig ![]() |
Author: | Axel Jóhann [ Mon 30. Sep 2013 09:20 ] |
Post subject: | Re: Vélarvesen E30. |
eiddz wrote: Axel Jóhann wrote: nýtt kveikjulok og hamar svo í framhaldi af því kerti og kertaþræðir og svo jafnvel háspennukefli Lagaði þetta fyrir þig ![]() Döööö. ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |