bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Álit á N42 vélum
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=63205
Page 1 of 1

Author:  billi90 [ Wed 18. Sep 2013 00:52 ]
Post subject:  Álit á N42 vélum

Hvað finnst fólki um N42 vélarnar?
Á maður að forðast þessar vélar?

Er að pæla í að fá mér aftur BMW 3-línu.

Líklegast verður 318i 2003/4.

Author:  íbbi_ [ Wed 18. Sep 2013 10:33 ]
Post subject:  Re: Álit á N42 vélum

eftir að hafa ekið um í tæpt ár með svona vél.

þá segi ég bæði og.. þessi mótor þjáist óumdeilanlega af frekar leiðinlegum göllum, en ég hef keyrt trouble free frá því að ég fékk minn,

Author:  BirkirB [ Wed 18. Sep 2013 12:02 ]
Post subject:  Re: Álit á N42 vélum

Drasl sem ætti að forðast eins og heitan eldinn að mínu mati. Var á svona bíl með n42b20 í nokkra mánuði og þetta annaðhvort míglekur olíu eða brennir henni.
Svo er vesen á vacuumkerfinu á þessu með tilheyrandi þungum bremsum.

Skemmtileg vél þegar þetta er í lagi hinsvegar, vinnslan minnir mig á díselmótor.

Author:  Navigator [ Thu 19. Sep 2013 19:39 ]
Post subject:  Re: Álit á N42 vélum

bróðir minn var á einum svona, (318i, 2003) ekinn rétt yfir 200þkm og það apparat fær nú ekki mín meðmæli,

olíusmit/leki inná soglögnina á bremsunum = ónýtur bremsukútur og skipt um þéttingar á vakúmdælunni.
tímakeðjustrekkjari krassaði = skipta út tímagírsbúnaðinum
fór að leka þenslukúturinn á kælikerfinu = nýr kútur fyrir tugi þúsunda
vatnslás með húsi = svosem eðlilegt viðhald
sveifarásskynjarinn fór = meira rifrildið að skipta út einum skynjara
svo grunaði mig ventlastýringadæmið/vanos því hann gekk gróft, hálfurraði en gerðum ekkert í því
eyddi um 12L/100km innanbæjar sem er ekki merkilegt (ssk) en gæti tengst vanos-dótinu
síðast fór heddpakkningin !

ætla ekki að hrauna yfir BMW sem vélaframleiðanda en flækjustig á viðgerðum og verðlagning á varahlutum eru alveg að fara útfyrir minn þægindaramma fyrir ekki meiri bíl og þetta var fyrir utan bilaða topplúgu, bilaða rúðuupphalara og man ekki hvað fór í skiptingunni en það var ekki stórt svosem og svo þetta "venjulega", bremsur, ballansenda, dempara ofl.

hef ekki átt BMW síðan 2004 (523i, 2000 árgerð) og hugsa ef og þegar ég fæ mér aftur BMW þá verði það E30 :)

Author:  íbbi_ [ Fri 20. Sep 2013 10:44 ]
Post subject:  Re: Álit á N42 vélum

ég hafði voða lítð spáð í þessum mótorum áður en ég eignaðist bíl með honum,

ég veit að það var nýlega búið að skipta út tímakeðjusettinu í honum, annars hefur hann verið nánast alveg til friðs. ég tók fljótlega eftir því að það dropaði með ventlalokspakninguni, og hafði gert frá því áður en ég fékk bílinn.

það fór í honum viftureim, og annar ballancestangarendinn byrjaði að banka aðeins, þegar ég leit á hann sá ég að það mátti alveg skipta um báða+ gúmmí.

annars hefur hann bara verið til friðs, olíulekinn fer mikið í taugarnar á mér. annað sem fer í taugarnar á mér er að það tekur hann ótrúlega langan tíma að hitna, og ég veit að n42 bílarnir eru svona.

en þetta er tæpt ár af bíl sem er í notkun sem fjölskyldubíll, ég bara get ekki kvartað,

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/