bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hjálp!!!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=6319
Page 1 of 1

Author:  Jón Ragnar [ Sun 06. Jun 2004 00:45 ]
Post subject:  Hjálp!!!

Bíllinn minn tekur stundum uppá því að taka svona hökkt, eins og hann hætti að sprengja eða svo, og svo bara aftur fer hann á snúning, og hann gerir þetta á litlum hraða oftast, aldrei þegar ég er að keyra á 80+

veit einhver hvað þetta er?
gæti þetta verið loftsían jafnvel? :roll:

Author:  Jón Ragnar [ Sun 06. Jun 2004 13:10 ]
Post subject: 

:hmm:

Author:  Jón Ragnar [ Sun 06. Jun 2004 20:27 ]
Post subject: 

Er þetta nokkuð bensínsían sem stíflast?

COME ON :(

Author:  Haffi [ Sun 06. Jun 2004 20:30 ]
Post subject: 

hgmmmm minn gerir þetta stundum á svona 1200-2200rpm þá koma einhverjir djöfulsins tussuverkir í ganginn á honum.. en BARA STUNDUM :)

Author:  gstuning [ Sun 06. Jun 2004 22:54 ]
Post subject: 

Ég þyrfti að vera á staðnum til að gera grein fyrir hvað þetta gæti verið

getur verið ýmislegt , þá helst venjulegt viðhalds dót, kerti þræðir, sía, vacuum leki og svona

Author:  Jón Ragnar [ Mon 07. Jun 2004 18:30 ]
Post subject: 

Meika varla að fara á honum norður svona :(

Author:  íbbi_ [ Mon 07. Jun 2004 20:05 ]
Post subject: 

gæti verið eitthvað vacum inn a innspytinguna sem er að draga falst loft/ ekki i sambandi eða slanga skemmd,

þegar eg skipti um heddpakningar i vettuni sem er btw vacum martröð þa tyndu alfarnir 2 vacum slöngum m.a einni inn a innspytinguna og þegar billin er i lausagangi þa kemur oft sona nokkurnskonar hökt þar sem hann virðist missa snuning og strax i lagi aftur

Author:  Jón Ragnar [ Tue 08. Jun 2004 20:46 ]
Post subject: 

hvernig ætti maður að laga það?

Author:  SUBARUWRX [ Wed 09. Jun 2004 12:48 ]
Post subject: 

þetta kom fyrir í bilnum hja mömmu og pabba og ég skipti bara um kerti þá var hann i lagi.. kannski prufar það..

Author:  Jón Ragnar [ Tue 13. Jul 2004 20:52 ]
Post subject: 

já þetta heldur áfram og stundum drepur bíllinn á sér og fer ekki í gang fyrr en eftir 5 mín.

Gæti þetta verið bensíndæla?, Bensínsía?

Author:  arnib [ Tue 13. Jul 2004 21:11 ]
Post subject: 

Búinn að fara yfir alla rafmagns víra í húddinu, kveikjuþræði á báðum endum, háspennukefli, og rafmagnsvírana sem tengjast í það?

Author:  force` [ Tue 13. Jul 2004 21:24 ]
Post subject: 

hah, þetta getur verið loftskynjari......

(díses það er of margt að gamla :roll: ) þeas mínum ekki þínum LOL
búin að læra milljón hluti af því að eiga þann bíl.

Author:  Jón Ragnar [ Tue 13. Jul 2004 21:25 ]
Post subject: 

there are so many things that could be wrong :(

Author:  force` [ Tue 13. Jul 2004 21:27 ]
Post subject: 

farðu bara með hann niðrí tb, og láttu hann segja þér hvað er að, ég held þeir taki ekkert fyrir að segja þér ef þeir vita hvað er að skom...
lang auðveldast ;)

Author:  grettir [ Wed 14. Jul 2004 22:12 ]
Post subject: 

Ég lenti í þessu í vetur þegar búið var að frjósa og hlýna til skiptis, en þá var eins og hann missti allan kraft, hökti og drap á sér. Ef ég var á góðri ferð, 70 - 90, þá fann maður ekki eins fyrir þessu, en eyðslumælirinn fór upp og niður eins og ég veit ekki hvað.
Ég smellti ísvara á hann og þá hvarf þetta eins og dögg fyrir sólu, líklega verið raki í tanknum sem hefur frosið og stíflað. Svo mér dettur í hug að spíssar eða e-ð slíkt sé stíflað. Spurning um að prófa bensín hreinsiefni.
Allavega áður en farið er út í veskis meiðandi aðgerðir.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/