bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E39 - PDC skynjarar virka en fæ ekkert hljóð
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=63148
Page 1 of 1

Author:  Helgason [ Sat 14. Sep 2013 19:08 ]
Post subject:  E39 - PDC skynjarar virka en fæ ekkert hljóð

Sælir höfðingjar.
Er svona að gæla við þá hugmynd að koma PDC í gagnið á minni.
Þetta var óvirkt þegar ég keypti bílinn, en hann kom með skynjurunum frá verksmiðju svo þetta er allt OEM.

Las af PDC unitinu og fékk ekkert svar.
Skipti um öryggi og fékk strax svar.

Allir skynjararnir virðast virka þegar ég les af þeim og bakka, en ég fæ ekkert viðvörunarhljóð. Það kemur heldur ekkert 'error' hljóð eins og maður hefur verið að lesa að sé oft vandamál, þeas. það kemur bara ekkert hljóð.
Eru einhverjir sem kannast við þetta?
Hvar væri best að byrja leitina að lausn?

Author:  BMW_Owner [ Sat 14. Sep 2013 20:57 ]
Post subject:  Re: E39 - PDC skynjarar virka en fæ ekkert hljóð

gaamli! þetterfyrir konur lærðu bara að leggja og hentu þessu rusli úr bílnum.

Author:  slapi [ Sun 15. Sep 2013 13:30 ]
Post subject:  Re: E39 - PDC skynjarar virka en fæ ekkert hljóð

Kíktu á hátalarann sem er í panelnum undir mælaborði bílstjórameginn. (myndin er í RHD og E34)
Image

Blikkar ljósið í takkanum eða logar það stöðugt?

Author:  Helgason [ Sun 15. Sep 2013 19:04 ]
Post subject:  Re: E39 - PDC skynjarar virka en fæ ekkert hljóð

slapi wrote:
Kíktu á hátalarann sem er í panelnum undir mælaborði bílstjórameginn. (myndin er í RHD og E34)

Blikkar ljósið í takkanum eða logar það stöðugt?

Sæll, takk fyrir svarið.
Er ekki sami hátalari fyrir PDC og hin hljóðin? Hann pípir á mig þegar ég skil ljósin eftir kveikt, þegar hitinn fer undir 3°C osfrv.

Ég er ekki með PDC takka í innréttingunni. Veit að Rocky var með E39 með bakkskynjara en engan takka og það virkaði fínt hjá honum.

Author:  íbbi_ [ Mon 16. Sep 2013 00:14 ]
Post subject:  Re: E39 - PDC skynjarar virka en fæ ekkert hljóð

en er takki með mynd af hátalara?

Author:  Helgason [ Mon 16. Sep 2013 13:20 ]
Post subject:  Re: E39 - PDC skynjarar virka en fæ ekkert hljóð

Nei, ekki svo ég viti til, svona lítur þetta út hjá mér. Hvar er þessi 'rear PDC speaker'? Gengur eitthvað illa að finna það á Google.

Image

Author:  slapi [ Tue 17. Sep 2013 12:11 ]
Post subject:  Re: E39 - PDC skynjarar virka en fæ ekkert hljóð

Það eru nokkur plögg í hátalarann , tékkaðu á því.

Author:  Helgason [ Tue 17. Sep 2013 19:02 ]
Post subject:  Re: E39 - PDC skynjarar virka en fæ ekkert hljóð

slapi wrote:
Það eru nokkur plögg í hátalarann , tékkaðu á því.


Geri það.
Er það ekki rétt skilið hjá mér að þessi hátalari sé í hillunni yfir skottið? Þeas. afturrúðu gluggakistunni?
Nr 5:

Image

Author:  auðun [ Fri 20. Sep 2013 11:06 ]
Post subject:  Re: E39 - PDC skynjarar virka en fæ ekkert hljóð

Nei hann er yfir löppunum a þer þegar þu situr i bolstjórasætinu. Er i panelnum undir

Author:  Helgason [ Fri 20. Sep 2013 14:24 ]
Post subject:  Re: E39 - PDC skynjarar virka en fæ ekkert hljóð

auðun wrote:
Nei hann er yfir löppunum a þer þegar þu situr i bolstjórasætinu. Er i panelnum undir


Finnst skrýtið að hann komi þá þarna upp á RealOEM, svo ef ég Googla benda margir á 'rear parcel shelf':

Image

Author:  Aron [ Fri 20. Sep 2013 17:31 ]
Post subject:  Re: E39 - PDC skynjarar virka en fæ ekkert hljóð

Það var skipt um hatta hilluna eftir tjón upp í Réttinga- og málningarverkstæði BL og hillan sem er í núna kemur úr bíl sem að hugsanlega var ekki með PDC og þar af leiðandi vantar kanski bara hátalarann.

Author:  Zed III [ Fri 20. Sep 2013 17:31 ]
Post subject:  Re: E39 - PDC skynjarar virka en fæ ekkert hljóð

eru ekki bara tveir eins og í X5 ?

þar er einn til fóta hjá bílstjóra og annar í skottinu.

Author:  Helgason [ Fri 20. Sep 2013 18:56 ]
Post subject:  Re: E39 - PDC skynjarar virka en fæ ekkert hljóð

Aron wrote:
Það var skipt um hatta hilluna eftir tjón upp í Réttinga- og málningarverkstæði BL og hillan sem er í núna kemur úr bíl sem að hugsanlega var ekki með PDC og þar af leiðandi vantar kanski bara hátalarann.


Já, það passar, það er einmitt rússkins afturhilla, svaka fín. Kíki undir hana, óska hér með eftir hátalara :)
OEM Part Nr 66218360013

Zed III wrote:
eru ekki bara tveir eins og í X5 ?

þar er einn til fóta hjá bílstjóra og annar í skottinu.


Þarf að skoða það það betur, allavega ekki miðað við RealOEM.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/