bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Skrítið hljóð frá vinstra afturdekki
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=62878
Page 1 of 1

Author:  thorsteinarg [ Sun 25. Aug 2013 23:01 ]
Post subject:  Skrítið hljóð frá vinstra afturdekki

Hljómar alveg einsog leguhljóð, ískur og breytist lítilega þegar ég beygji.
Fyrsta sem kom upp í kollinn er hjólalega, ætli þetta sé hjólalegan ?

Author:  Danni [ Mon 26. Aug 2013 02:04 ]
Post subject:  Re: Skrítið hljóð frá vinstra afturdekki

Breytist það eitthvað þegar þú bremsar?

Ég hef aldrei heyrt ískur frá legum, en hef heyrt "leguhljóð" í bremsum sem eru að verða búnar.

Author:  eiddz [ Mon 26. Aug 2013 02:48 ]
Post subject:  Re: Skrítið hljóð frá vinstra afturdekki

eitthvað rugl í gangi með handbremsuna?
Kom fyrir hjá mér að þetta losnaði allt inní handbremsunni og þá kom ískur og breyttist þegar ég beygði.

Author:  AronT1 [ Mon 26. Aug 2013 05:56 ]
Post subject:  Re: Skrítið hljóð frá vinstra afturdekki

Danni wrote:
Breytist það eitthvað þegar þú bremsar?

Ég hef aldrei heyrt ískur frá legum, en hef heyrt "leguhljóð" í bremsum sem eru að verða búnar.



Haha ætli þetta sé það sama og var hjá mér á bíladögum? gormasettið og allt í rugli(handbremsa)

Author:  thorsteinarg [ Mon 26. Aug 2013 07:12 ]
Post subject:  Re: Skrítið hljóð frá vinstra afturdekki

Gæti verið, tók einusinni i handbremsunna og þá var einsog hún væri föst, en losnaði síðan.
Breytist ekkert þegar ég bremsa samt.
Þetta er alveg mjög hátt hljóð og óþæginlegt :?

Author:  thorsteinarg [ Mon 26. Aug 2013 07:40 ]
Post subject:  Re: Skrítið hljóð frá vinstra afturdekki

Tók reyndar eftir því um daginn að það var byrjað að myndast eitthvað hljóð þarna um daginn, þegar ég var á ferð var þetta einsog lágt tikk, sem heyrðist að aftan.

Author:  thorsteinarg [ Mon 26. Aug 2013 12:08 ]
Post subject:  Re: Skrítið hljóð frá vinstra afturdekki

Jæja prufaði að taka í handbremsunna á meðan ég var á ferð, hljóðið hvarf algjörlega !
Er þetta eitthver laus bolti sem er að valda þessu ? Ef svo hvar er hann staðsettur undir bílnum?

Author:  srr [ Mon 26. Aug 2013 12:28 ]
Post subject:  Re: Skrítið hljóð frá vinstra afturdekki

thorsteinarg wrote:
Jæja prufaði að taka í handbremsunna á meðan ég var á ferð, hljóðið hvarf algjörlega !
Er þetta eitthver laus bolti sem er að valda þessu ? Ef svo hvar er hann staðsettur undir bílnum?

Taktu bremsudisk af að aftan þaðan sem þetta hljóð er að koma og skoða handbremsu systemið.
Þeas svo framarlega sem hann sé með diskabremsur, annars tekuru bara bremsuskálina af og skoðar :thup: :thup:

Author:  thorsteinarg [ Mon 26. Aug 2013 15:09 ]
Post subject:  Re: Skrítið hljóð frá vinstra afturdekki

Ókei kíki á það, takk :thup:

Author:  Danni [ Mon 26. Aug 2013 17:25 ]
Post subject:  Re: Skrítið hljóð frá vinstra afturdekki

AronT1 wrote:
Danni wrote:
Breytist það eitthvað þegar þú bremsar?

Ég hef aldrei heyrt ískur frá legum, en hef heyrt "leguhljóð" í bremsum sem eru að verða búnar.



Haha ætli þetta sé það sama og var hjá mér á bíladögum? gormasettið og allt í rugli(handbremsa)


Mér líður þannig :D

Author:  Axel Jóhann [ Tue 27. Aug 2013 12:04 ]
Post subject:  Re: Skrítið hljóð frá vinstra afturdekki

Það er alltaf á þessum eldri bimmum að rykhlífin bakvið diskinn er orðin svo ryðguð að götin sem halda borðasettinu fyrir handbremsuna eru orðin of rúm og þess vegna hrynur þetta í sundur. Það þarf að skipta rykhlífunum út.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/