bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
E39 millibilsstöng 'BMW Special Tool' [center tie rod] https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=62747 |
Page 1 of 1 |
Author: | Helgason [ Wed 14. Aug 2013 08:47 ] |
Post subject: | E39 millibilsstöng 'BMW Special Tool' [center tie rod] |
Sælir. Ætla að skipta um 'center tie rod' á mínum brumma. Hef verið að lesa DIY og Bentleys Manual og það tala allir hvað það sé gríðarlega mikilvægt að vera með tvö BMW Special Tools til þess að spara tíma og óþarfa vesen. Annars vegar er það þessi þvinga til þess að þvinga boltann við hjólið úr: http://zdmak.com/wbstore/main.asp?actio ... =1&LowCt=0 ![]() Svo hinsvegar þessi þvinga, til þess að þvinga boltann við 'liðinn' úr, sem örvarnar benda á: http://zdmak.com/wbstore/main.asp?actio ... =1&LowCt=0 ![]() Ekki er einhver fagmaður hér sem á þessi tól á lausu, eða veit hvar ég get fundið svipuð tæki á góðum díl? Hefur einhver hérna skipt um þetta, vitið þið hversu mikið vesen er að finna út úr þessu án þessara tóla? |
Author: | gardara [ Wed 14. Aug 2013 08:52 ] |
Post subject: | Re: E39 millibilsstöng 'BMW Special Tool' [center tie rod] |
Notaðu gúrkugaffal (pickle fork), það er gaffall sem þú stingur inn á milli og neglir á með hamri. Hann þvingar þetta úr, best að útskýra með myndum. Svona gúrkugafflar kosta ekki mikið í verkfærasolunni í síðumúla, annars get ég líka lánað þér mína. ![]() ![]() |
Author: | rockstone [ Wed 14. Aug 2013 09:44 ] |
Post subject: | Re: E39 millibilsstöng 'BMW Special Tool' [center tie rod] |
Verst bara að maður eyðileggur yfirleitt spindlagúmmíin með svona gaffli, þessvegna er hitt betra. |
Author: | Helgason [ Wed 14. Aug 2013 10:08 ] |
Post subject: | Re: E39 millibilsstöng 'BMW Special Tool' [center tie rod] |
Varahluturinn lítur nokkurn vegin svona út... vitið þið um einhvern sem á þessi tól? Ég kannski lít á þessa gaffla hjá þér við tækifæri Garðar. ![]() |
Author: | gardara [ Wed 14. Aug 2013 10:23 ] |
Post subject: | Re: E39 millibilsstöng 'BMW Special Tool' [center tie rod] |
eydileggur gúmmíin ekkert ef thú vandar thig, annars er madur nú oftast ekki ad losa thetta nema til thess ad skipta thví út fyrir nýtt, thad ætti thví ekki ad skipta máli hvort gúmmíin skemmist. bmw special tools fást einungis í umbodi og kosta oftast $$$ gæti thó verid ad einhver ætti sambærilegt tól. myndi thá helst giska à fossberg |
Author: | dingus [ Wed 14. Aug 2013 19:41 ] |
Post subject: | Re: E39 millibilsstöng 'BMW Special Tool' [center tie rod] |
ég kemst í álíka verkfæri í vinnunni þannig að ég býst við að þetta fáist á klakanum |
Author: | Jökull94 [ Wed 14. Aug 2013 20:33 ] |
Post subject: | Re: E39 millibilsstöng 'BMW Special Tool' [center tie rod] |
Til að ná stýrisendanum úr á fyrstu myndinni virkaði öflugur hamar ágætlega í mínu tilfelli, þurfti lítið meira ![]() (Jú, kannski slatta af þolinmæði) |
Author: | Danni [ Thu 15. Aug 2013 18:40 ] |
Post subject: | Re: E39 millibilsstöng 'BMW Special Tool' [center tie rod] |
Lemja bara með hamri á þetta. Ekki boltan samt, heldur á það sem hann fer í gegnum. Works every time! |
Author: | rockstone [ Thu 15. Aug 2013 18:46 ] |
Post subject: | Re: E39 millibilsstöng 'BMW Special Tool' [center tie rod] |
Danni wrote: Lemja bara með hamri á þetta. Ekki boltan samt, heldur á það sem hann fer í gegnum. Works every time! Alls ekki berja samt á álhluti, þeir oft eyðileggjast, aflagast. Til dæmis naf. |
Author: | Danni [ Thu 15. Aug 2013 18:54 ] |
Post subject: | Re: E39 millibilsstöng 'BMW Special Tool' [center tie rod] |
rockstone wrote: Danni wrote: Lemja bara með hamri á þetta. Ekki boltan samt, heldur á það sem hann fer í gegnum. Works every time! Alls ekki berja samt á álhluti, þeir oft eyðileggjast, aflagast. Til dæmis naf. Ekki ef þú notar bara venjulegan hamar, ekki risa sleggju. Þetta snýst ekki um að ná þungu höggi, heldur að ná snerpu í nokkrum höggum. Víbringurinn losar þetta. |
Author: | Navigator [ Thu 15. Aug 2013 21:02 ] |
Post subject: | Re: E39 millibilsstöng 'BMW Special Tool' [center tie rod] |
http://www.sindri.is/is/netverslun/5279 svo kosta þvingur um 5þkr í Bílanaust, svipaðar og þú varst með á myndinni. ég á bæði þessi verkfæri og nenni varla að nota þau, fljótlegra að nota hamarinn ![]() en réttilega hefur verið bent á að gaffallinn á auðvelt með að eyðileggja gúmmírykhlífarnar svo hann nota ég bara þegar spindilkúlan eða stýrisendinn er ónýtur. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |