bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Forrita E39 aukalykil
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=62662
Page 1 of 1

Author:  Helgason [ Wed 07. Aug 2013 16:20 ]
Post subject:  Forrita E39 aukalykil

Sælir höfðingjar.

Lenti í því óskemmtilega atviki að verða pukaður í eyjum og týna bíllyklinum mínum á föstudagskvöldið.
Þá voru góð ráð dýr, bíllinn fastur uppi í Landeyjarhöfn og enginn aukalykill.

Svo heppilega vildi til að einhver góðhjartaðasti aðili á Íslandi hefur greinilega fundið lykillinn og skilað honum upp á lögreglustöð, og ég fann hann þar, aldrei liðið betur á ævi minni.

Allt er gott sem endar vel, en ég var farinn að sjá fyrir mér að þurfa að borga 50-100 þúsund krónur fyrir að redda bílnum.

Því velti ég fyrir mér hver væri ódýrasta leiðin fyrir mig til þess að búa til aukalykil?
Spurði þá hjá lásaþjónustunni hvernig þetta gengi fyrir sig, en hann talaði um að E39 lykill kostaði 50-70 þúsund, eftir því hvort ég vildi fjarstýringu eða ekki.

Hvernig er það, get ég ekki sparað einhverja peninga fyrst ég á hérna lykil með fjarstýringu sem virkar fullkomlega, kemst inn í bílinn og allt er í góðu? Er engin leið að búa til aukalykil fyrir 10-20 þúsund með einhverju serial númersbraski frá Þýskalandi?

Author:  Garðar Rafns [ Wed 07. Aug 2013 17:07 ]
Post subject:  Re: Forrita E39 aukalykil

Hvaða lykill er þetta áttu mynd?

Author:  iar [ Wed 07. Aug 2013 20:07 ]
Post subject:  Re: Forrita E39 aukalykil

Ég fékk Service Key (engin fjarstýring) hjá BL á 12þ. fyrir tæpum 2 árum. Alveg nóg að vera með þannig sem varalykil.

Author:  Helgason [ Wed 07. Aug 2013 23:10 ]
Post subject:  Re: Forrita E39 aukalykil

Garðar Rafns wrote:
Hvaða lykill er þetta áttu mynd?


Þetta er þessi:

Image

Author:  bErio [ Thu 08. Aug 2013 07:53 ]
Post subject:  Re: Forrita E39 aukalykil

Getur fengið cheap lykil á um 15-20k

Author:  Garðar Rafns [ Thu 08. Aug 2013 22:30 ]
Post subject:  Re: Forrita E39 aukalykil

Prufaðu þetta
http://www.bimmerfest.com/forums/archiv ... 80489.html.
Veit ekki hvort að það sé sama programaðferð og við nýrri lykilin.
http://www.ehow.com/how_6625611_program ... mw-x5.html
http://forum.bmw5.co.uk/topic/57585-e39 ... -key-code/
Það hlýtur eitthvað af þessu að ganga.

Author:  Garðar Rafns [ Thu 08. Aug 2013 22:48 ]
Post subject:  Re: Forrita E39 aukalykil

http://www.fixya.com/cars/t12561146-pro ... w_1996_e39

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/