Sælir.
Ég hef tekið eftir því að undanförnu að mér finnst talsvert meiri bræla aftan úr bílnum og hann virðist orðið brenna svona 2 lítrum af olíu á milli smurninga. (hvergi neitt smit og bíllinn átti þetta ekki til áður.) Hélt á tímabili að súrefnisskynjararnir væru að valda þessu, þar sem villa kom á þá í aflestri. Báðir eru þeir nýjir núna og bíllinn villulaus við aflestur. Renndi áðan uppí Eðalbíla til að bera þetta undir þá. Hann benti mér á að líklega væri þetta tengt öndunarmembrunni fyrir heddið og sagði of mikið sog á mótornum í hægagangi. Það er reyndar ekki mjög langt síðan ég skipti um öndunarmembruna.
Kannistt þið við að hafa lent í sambærilegum vandamálum í tengslum við að skipta úr M52 soggrein yfir í M50 soggrein ?
_________________ BMW e39 525D ´2001 BMW e36 323i '96 BMW e36 320i '92 - Seldur BMW e36 316i '95 - Seldur
|