bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

vandamál með spegil á e39 523i
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=62359
Page 1 of 1

Author:  dtf [ Fri 12. Jul 2013 00:22 ]
Post subject:  vandamál með spegil á e39 523i

hvernig er það hefur eitthver hérna lent í sömu vandræðum að þegar maður setur í bakkgír þá fer annar hliðarspegillin alveg niður og aftur upp þegar maður setur í drive ?

Author:  Helgason [ Fri 12. Jul 2013 11:10 ]
Post subject:  Re: vandamál með spegil á e39 523i

Þetta er aukabúnaður svo að þú sjáir betur það sem þú ert að bakka á

Author:  ömmudriver [ Fri 12. Jul 2013 18:59 ]
Post subject:  Re: vandamál með spegil á e39 523i

Eins og Helgason segir þá er þetta aukabúnaður og er mjög þæginlegur þegar þú ert að bakka í stæði því þá sérðu kantinn/ línuna.

Author:  dtf [ Fri 12. Jul 2013 19:16 ]
Post subject:  Re: vandamál með spegil á e39 523i

já okey persónulega finnst mér samt betra að sjá hliðina á bílnum sem ég er að bakka hliðina á heldur en tyggjóklessur og sígarettustubba á jörðini en takk drengir :P

Author:  Hreiðar [ Fri 12. Jul 2013 19:55 ]
Post subject:  Re: vandamál með spegil á e39 523i

Ef þú setur flipann til hægri þá fer spegillinn ekki svona niður. Það er að segja flipinn sem þú stillir spegilinn. Ef þú setur flipann til vinstri þá geturðu hreyft spegilinn vinstra megin og þá fer spegillinn niður farþegamegin þegar þú bakkar. En ef þú setur flipann hægra megin til þess að stilla hægri spegilinn þá hreyfist spegillinn ekkert ef þú bakkar. Vonandi skilur þú hvað´eg er að meina :lol:

Ég er alltaf með þennan flipa hægra megin hjá mér því ég þoli ekki þegar maður er að bakka og maður sér bara jörðina öðru megin.

Author:  dtf [ Sat 13. Jul 2013 11:39 ]
Post subject:  Re: vandamál með spegil á e39 523i

haha jaa komst að því í gær miklu þæginlegra :p !

Author:  íbbi_ [ Sat 13. Jul 2013 15:38 ]
Post subject:  Re: vandamál með spegil á e39 523i

hehe, ekki sá fyrsti sem lendir á þessu.

ég hlýt að vera með speglana sérkennilega stillta því ég hef aldrei séð neitt í speglinum eftir að ég set í R

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/