bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E38 730 vandamál
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=62333
Page 1 of 1

Author:  agusttorri [ Wed 10. Jul 2013 14:03 ]
Post subject:  E38 730 vandamál

sælir ég er með bmw e38 730 og rúðuþurkurnar eru eitthvað leiðinlegar. stundum fara þær í gang á mesta hraða eða fara ekki i gang yfirhöfuð gæti þetta verið relay ?. og hvar er relayboxið ?.

svo finnst mér hann skipta sér svoldið skringilega þarf að fara í svoldið háan snúning til hann skipti sér og svo finnst mér mótorinn ekki taka strax við sér þegar maður ýtir á gjöfina

vona að þið hafið einhver svör

Author:  íbbi_ [ Wed 10. Jul 2013 16:49 ]
Post subject:  Re: E38 730 vandamál

gæti verið kominn tími á vökva/síu á skiptinguni

Author:  agusttorri [ Thu 11. Jul 2013 11:24 ]
Post subject:  Re: E38 730 vandamál

takk en er ekki alveg huges vandamál að skipta um olíu/síu á 730

Author:  Eggert [ Thu 11. Jul 2013 13:40 ]
Post subject:  Re: E38 730 vandamál

agusttorri wrote:
takk en er ekki alveg huges vandamál að skipta um olíu/síu á 730


Sía og pakkning á pönnuna kosta um 15þ. Olía á skiptinguna er að fara að kosta þig um 20þ, að minnsta kosti. Og jú, ef þú ert ekki að taka skiptinguna undan, þá þarftu að vera með einhversskonar sprautu sem getur dælt olíunni inn í hliðina á skiptingunni þangað til það fer að leka út um sama gat. Þá seturðu bílinn í gang og lætur olíuna hitna aðeins þannig að þú finnir velgjuna á pönnunni, tekur tappann aftur af og bætir á / leyfir að leka af, þá ættirðu að vera með rétt olíumagn á skiptingunni.

Svo er það annað mál að þessar skiptingar eiga það til að fara fljótlega eftir að skipt er um olíu og síu á þeim, það eru mjög skiptar skoðanir á því hvort menn eigi að gera þetta yfir höfuð. Þetta er smá áhætta... kannski verður skiptingin eitthvað betri, en líklega ertu bara að henda 40 þúsund kalli í ruslið með að vera að þessu.


Þetta með að mótorinn taki ekki strax við sér þegar þú ýtir á gjöfina er þekkt í þessum bílum, og er slit á torque converter. Það er túrbína sem er framan á skiptingunni sem spýtir olíu með miðflóttaafli inn í hana aftur, var einmitt að lesa um þetta í vikunni. Svo ef þú ætlar þér að laga bílinn þá þarftu að rífa skiptinguna undan, sem er nokkurra tíma vinna ef þið eruð tveir og með lyftu. Viðgerð á torque converter getur verið 40-80þús, jafnvel meira. Þú ert að horfa á amk 150 þúsund í kostnað, og það er án þess að endurnýja nokkuð í skiptingunni sjálfri. 400þ ef þú ferð með hann á verkstæði. Hvað er bíllinn ekinn?


Svo betra væri að verða sér úti um skiptingu sem er bókað í lagi og smella henni undir. En best væri að breyta þessum bíl í beinskiptan (þrátt fyrir að þú þyrftir að kaupa gírkassa að utan)... það eru til góðar leiðbeiningar um það á bimmerforums og víðar.

Author:  íbbi_ [ Thu 11. Jul 2013 13:49 ]
Post subject:  Re: E38 730 vandamál

þú finnur oft þegar converterinn er að byrja gefa sig smá titring, ekki ólíkan því þegar að drifskaptsupphengja er orðinn slöpp. þetta kemur stundum í kjölfarið á því að hún skipti, en stundum einnig á smá gjöf

það að skiptingin hangi lengi í gírnum er oft týpístk síu mál. hef oftar en einu sinni losnað við akkurat það vandamál með því að skipta um hana og vökvann,

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/