Núna varð ég svo heppinn að mismunadrifið hjá mér er að gefast upp, og mig vantar lausn á þessu vandamáli.
Veit einhvern hérna hvort að case-ing úr öðrudrifi passar í drifið úr bílnum hjá mér.
Ég er búinn að finna eitt svona drif á partasölu hérna og þeir vilja fá svo hátt verð fyrir drifið að það er ódýrara að flytja inn læsingu að utan til að laga þetta vandamál, en því miður er það of dýrt um þessar mundir.
Það eru til drif úr öðrum BMW-um sem eru 210mm að stærð, og þá er bara spurning með breiddina á case-ingunni hvort að það sé einhvað svipað, en það gengur ílla hjá mér að finna upplýsingar um þetta, og ég er búinn að Googla alltof mikið og finn ekkert sniðugt nema að setja M5 drif í bílinn!
_________________  BMW 540 E39 1999  Husaberg FE450 2004
|