bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Olíuhitamælir með stæla
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=62241
Page 1 of 1

Author:  fart [ Tue 02. Jul 2013 18:12 ]
Post subject:  Olíuhitamælir með stæla

Þetta lýsir sér þannig að olíuhitinn fer jafnt og þétt upp, og eftir því sem ég er lengur að keyra hækkar hann meira.

Áðan fór hann í 130°c tæplega og var þannig þegar ég kom heim. Ég drap strax á bílnum, en svissaði svo á aftur og þá sá ég 102-103°C (úr 130°C á sekúndu..).

Þá prufaði ég að mæla með laserhitamæli allt mögulegt í húddinu og sá mest 98 gráður, mældi meira að segja ofaní olíuáfyllingargatið.

Stundum rökkar mælirinn í kringum 110°C upp og niður 5°C

Það er nýr skynjari, skipti fyrst um hann. Engin breyting eftir það samt.

Any ideas?

Author:  fart [ Thu 04. Jul 2013 07:29 ]
Post subject:  Re: Olíuhitamælir með stæla

Eftir símtal frá meistaranum í gær lítur út fyrir að þetta sé ekki bara vandamál með olíuhitamælinn heldur líka vatnshitamælinn fyrir bælaborðið. Það eru tveir vatnshitaskynjarar hjá mér. Annar fer í ECU, hinn í mælaborðið.

Sá sem fer í ECU er með ~5volt stöðug úr tenginu þegar ég svissa á
Sá sem fer í mælaborðið er einungis með ~3.3volt í tenginu þegar ég er með svissað á, en á að vera ~5.0volt
Auk þess mældi ég olíuhitamælistengið, það á að vera ~12.0volt með svissað á, en sýnir aðeins ~11 volt.

Ég er búinn að rekja mig upp í stóra tengið hjá öryggjaboxinu en þetta fer lengra en þangað. Næst er að kíkja á mælaborðið.

Vonandi er þetta bara eitthvað einfalt eins go laust tengi, vonandi ekki ónýt plata í mælaborðinu.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/