bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Brotið framdrif E53 4.4 2004 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=62128 |
Page 1 of 2 |
Author: | Davíð [ Sun 23. Jun 2013 23:46 ] |
Post subject: | Brotið framdrif E53 4.4 2004 |
Sælir BMW snillingar Lenti í því um daginn á mínum E53 4.4 2004 á keyrslu að bílinn uppúr þurru neglir niður að framan með alls kyns brothljóðum og brestum og gat svo lítið hreyft hann, enda var nokkuð viss um að drifið hefði farið sem það reyndist vera. Var að fara fram úr þegar þetta gerist og var mjög heppinn að fá ekki bíl aftan á mig þegar þetta gerðist. Það var stórt gat á húsinu í drifinu að framan. Mér er sagt hjá mönnum sem þekkja til að þetta eigi bara ekki að gerast í þessum bílum og enginn kannaðist við að svona hafi gerst í X5 áður og voru mjög gáttaðir á þessu. Er keyrður um 130þús. Ég hef ekki átt BMW áður og þekki þessa bíla því takmarkað... en er þetta ekki mjög óeðlilegt?? Veit ekki annað en að hafi alltaf verið hugsað mjög vel um þennan bíl. Það er ansi slæmt ef maður hættir að treysta bílnum, hvað þá svona bíl ![]() ![]() |
Author: | Mazi! [ Mon 24. Jun 2013 19:09 ] |
Post subject: | Re: Brotið framdrif E53 4.4 2004 |
Kemur manni á óvart allaveganna, þetta á samt eftir að kosta helling að gera við geri ég ráð fyrir ![]() |
Author: | Daníel Már [ Mon 24. Jun 2013 22:18 ] |
Post subject: | Re: Brotið framdrif E53 4.4 2004 |
Félagi minn lenti minnir mig í einhverju svipuðu á E53 3.0D framdrifið gaf sig, hann pantaði það einhverstaðar erlendis það voru nokkrir hundraðþúsund kallar. |
Author: | Alpina [ Mon 24. Jun 2013 22:34 ] |
Post subject: | Re: Brotið framdrif E53 4.4 2004 |
Er ungur ökumaður á heimilinu annar en eigandi bílsins ?? |
Author: | x5power [ Tue 25. Jun 2013 00:07 ] |
Post subject: | Re: Brotið framdrif E53 4.4 2004 |
þetta er algengt! en þó yfirleitt í 3l bílunum! |
Author: | Davíð [ Tue 25. Jun 2013 04:44 ] |
Post subject: | Re: Brotið framdrif E53 4.4 2004 |
Alpina wrote: Er ungur ökumaður á heimilinu annar en eigandi bílsins ?? Neibb, það er ekki þjösnast á þessum bíl langt í frá, amk ekki þann tíma sem ég hef átt hann. |
Author: | oskar9 [ Tue 25. Jun 2013 21:56 ] |
Post subject: | Re: Brotið framdrif E53 4.4 2004 |
Bróðir ömmu minnar á 2007 árgerð af 3.0d X5 (e70) það var að fara í honum drifið, ekkert ekið þetta dót og hjón á þessum aldri eru ekkert að tæta og grilla á svona bíl, svo er ég búinn að eiga e53 prefacelift, 2000 árgerð, 4.4i í 3 ár sem ég keyrði nú helv grimmt flesta daga, lenti aldrei í neinu veseni á honum, hvorki drifi né öðru ![]() |
Author: | íbbi_ [ Tue 25. Jun 2013 22:03 ] |
Post subject: | Re: Brotið framdrif E53 4.4 2004 |
er annað drif í 3.0l bílunum? er mikið að íhuga kaup á svona bíl og var eiginlega kominn á að láta 3.0l duga. |
Author: | Davíð [ Tue 25. Jun 2013 22:36 ] |
Post subject: | Re: Brotið framdrif E53 4.4 2004 |
Já það er áhugavert ef þetta er að fara í þessum bílum.. en shit happens. Þetta var auðvitað soldið sjokk og manni kippt aðeins niður á jörðina aftur en þetta breytir því samt ekki að mér finnist þetta besti bíll sem ég hef átt. Ég var á sínum tíma að pæla í 3l bíl, en eftir að prufa þá báða þá kom ekkert annað til greina en V8 bíllinn. Mun á áreiðanleika þekki ég ekki og eflaust margir hér sem betri eru í að svara því. Ég prufaði ML500 árg 2006 um daginn og varð fyrir miklum vonbrigðum.. X5 4.4 er miklu skemmtilegri bíll að keyra og virkar léttari á sér að öllu leyti, kom mér pínu á óvart. |
Author: | Benzari [ Tue 25. Jun 2013 22:44 ] |
Post subject: | Re: Brotið framdrif E53 4.4 2004 |
oskar9 wrote: Bróðir ömmu minnar á 2007 árgerð af 3.0d X5 (e70) það var að fara í honum drifið, ekkert ekið þetta dót og hjón á þessum aldri eru ekkert að tæta og grilla á svona bíl Þetta finnst mér vera galli sem framleiðandi eigi að bæta. (í þessu tilviki) |
Author: | slapi [ Fri 28. Jun 2013 09:51 ] |
Post subject: | Re: Brotið framdrif E53 4.4 2004 |
oskar9 wrote: Bróðir ömmu minnar á 2007 árgerð af 3.0d X5 (e70) það var að fara í honum drifið, ekkert ekið þetta dót og hjón á þessum aldri eru ekkert að tæta og grilla á svona bíl, svo er ég búinn að eiga e53 prefacelift, 2000 árgerð, 4.4i í 3 ár sem ég keyrði nú helv grimmt flesta daga, lenti aldrei í neinu veseni á honum, hvorki drifi né öðru ![]() Það er afturdrif í þeim bíl. |
Author: | StefanS [ Tue 13. Aug 2013 20:02 ] |
Post subject: | Re: Brotið framdrif E53 4.4 2004 |
Ég er líka með X5 2004 4.4, keyrður ca 145 þúsund og var að lenda í því sama og lýsinginn á því sem gerðist hér er nákvæmlega sú sama og gerðist hjá okkur, sem betur fer vorum við að keyra á littlum hraða á hliðarvegi. Hvenig fór þetta hjá þér, hvar fékkstu nýtt drif og hvað var tjónið mikið? |
Author: | Davíð [ Tue 13. Aug 2013 20:45 ] |
Post subject: | Re: Brotið framdrif E53 4.4 2004 |
Sælir það er leiðinlegt að heyra, og ég verð að segja að ég er mjög hissa að þetta gerist svona og svipaður bíll og minn. Minn er keyrður um 130þús. Nýtt drif kostar víst í umboðinu 360þús kall minnir mig, svo þetta hefði þá eflaust farið vel yfir hálfa milljón amk í kostnað. Ég fer alltaf með minn bíl til Eðalbíla hvort sem það sé hvers kyns viðgerð eða bara smurning og þeir græjuðu þetta fyrir mig. Ég var reyndar heppinn að það fannst notað drif sem ég ákvað að taka eftir nokkrar vangaveltur, þ.e. hvort ég ætti að kaupa nýtt drif eða notað. Eftir ráðleggingar frá mér fróðari mönnum ákvað ég að taka það notaða.. enda er þetta eitthvað sem á ekki að fara, plús að kosta einn þriðja af nýju drifi |
Author: | StefanS [ Tue 13. Aug 2013 20:59 ] |
Post subject: | Re: Brotið framdrif E53 4.4 2004 |
Ég fer sjálfur yfirleitt til Eðalbíla - þeir eru núna svo bókaðir að ekki var laust fyrr en í september. ![]() |
Author: | Davíð [ Tue 13. Aug 2013 22:16 ] |
Post subject: | Re: Brotið framdrif E53 4.4 2004 |
Já ok, það er ansi dýrt ef það er millikassinn líka. Ég talaði aðeins við umboðið hérna heima já, og þeir sögðu að þeim fyndist ólíklegt að þetta væri einhver galli án þess að fullyrða það þó, en þyrfti þá að skoða það betur. En var líka bent á að bíllinn væri orðinn 9 ára gamall svo það svona mátti lesa á milli lína að það þýddi ekkert að reyna að fá neitt frá umboði hérna heima amk. Svo var mér líka sagt af mér fróðari mönnum sem hafa átt áralanga reynslu af umboðinu og þekkja þar vel til að það þýði ekki reyna það við þá. Svo ég reyndi það ekkert frekar. Þetta var rosa svekkelsi þegar þetta gerðist, en eftir smá umhugsun að þá er ég bara samt svo ánægður með þennan bíl að ég ætla að eiga hann lengur og skipta svo seinna uppí nýrri. Ég hef verslað aukahluti og dót úr BMW umboði í USA og líka í umboði í Svíþjóð en það er allt og sumt. Minn er reyndar Evróputýpa en að mestu sama dót í þessu myndi ég halda. Ég veit að menn eru mikið að nota www.pelicanparts.com en ég þekki það ekki mikið sjálfur og hef aldrei notað. Eflaust einhverjir aðrir hér sem vita meira um það |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |