Já ok, það er ansi dýrt ef það er millikassinn líka. Ég talaði aðeins við umboðið hérna heima já, og þeir sögðu að þeim fyndist ólíklegt að þetta væri einhver galli án þess að fullyrða það þó, en þyrfti þá að skoða það betur. En var líka bent á að bíllinn væri orðinn 9 ára gamall svo það svona mátti lesa á milli lína að það þýddi ekkert að reyna að fá neitt frá umboði hérna heima amk. Svo var mér líka sagt af mér fróðari mönnum sem hafa átt áralanga reynslu af umboðinu og þekkja þar vel til að það þýði ekki reyna það við þá. Svo ég reyndi það ekkert frekar.
Þetta var rosa svekkelsi þegar þetta gerðist, en eftir smá umhugsun að þá er ég bara samt svo ánægður með þennan bíl að ég ætla að eiga hann lengur og skipta svo seinna uppí nýrri.
Ég hef verslað aukahluti og dót úr BMW umboði í USA og líka í umboði í Svíþjóð en það er allt og sumt. Minn er reyndar Evróputýpa en að mestu sama dót í þessu myndi ég halda. Ég veit að menn eru mikið að nota
www.pelicanparts.com en ég þekki það ekki mikið sjálfur og hef aldrei notað. Eflaust einhverjir aðrir hér sem vita meira um það