bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 02. May 2025 21:53

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 17 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
PostPosted: Sun 23. Jun 2013 23:46 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Thu 11. Aug 2011 01:58
Posts: 23
Sælir BMW snillingar

Lenti í því um daginn á mínum E53 4.4 2004 á keyrslu að bílinn uppúr þurru neglir niður að framan með alls kyns brothljóðum og brestum og gat svo lítið hreyft hann, enda var nokkuð viss um að drifið hefði farið sem það reyndist vera. Var að fara fram úr þegar þetta gerist og var mjög heppinn að fá ekki bíl aftan á mig þegar þetta gerðist. Það var stórt gat á húsinu í drifinu að framan. Mér er sagt hjá mönnum sem þekkja til að þetta eigi bara ekki að gerast í þessum bílum og enginn kannaðist við að svona hafi gerst í X5 áður og voru mjög gáttaðir á þessu. Er keyrður um 130þús.

Ég hef ekki átt BMW áður og þekki þessa bíla því takmarkað... en er þetta ekki mjög óeðlilegt?? Veit ekki annað en að hafi alltaf verið hugsað mjög vel um þennan bíl. Það er ansi slæmt ef maður hættir að treysta bílnum, hvað þá svona bíl :( var heppinn að þetta olli ekki stórslysi. :argh:


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 24. Jun 2013 19:09 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 16. Apr 2007 00:27
Posts: 6772
Kemur manni á óvart allaveganna, þetta á samt eftir að kosta helling að gera við geri ég ráð fyrir :shock:

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 24. Jun 2013 22:18 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Sat 15. May 2004 19:02
Posts: 656
Location: rvk
Félagi minn lenti minnir mig í einhverju svipuðu á E53 3.0D framdrifið gaf sig, hann pantaði það einhverstaðar erlendis það voru nokkrir hundraðþúsund kallar.

_________________
Image

BMW E39 ///M5
BMW F11 535xd Touring

BMW E53 X5 3.0i Seldur
BMW E46 318d Touring Seldur
BMW E46 320i Touring Seldur
BMW E61 520d Touring Seldur
BMW E39 540i M-tech Touring Seldur
BMW E36 325i Sedan Seldur
BMW E36 328i M-tech Sedan Seldur
BMW E34 ///M5 Seldur
BMW E90 320d Seldur
BMW E36 318i Sedan Seldur


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 24. Jun 2013 22:34 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Er ungur ökumaður á heimilinu annar en eigandi bílsins ??

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 25. Jun 2013 00:07 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Mon 07. Apr 2008 19:43
Posts: 962
þetta er algengt! en þó yfirleitt í 3l bílunum!

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 25. Jun 2013 04:44 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Thu 11. Aug 2011 01:58
Posts: 23
Alpina wrote:
Er ungur ökumaður á heimilinu annar en eigandi bílsins ??


Neibb, það er ekki þjösnast á þessum bíl langt í frá, amk ekki þann tíma sem ég hef átt hann.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 25. Jun 2013 21:56 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 28. Mar 2009 16:28
Posts: 94
Bróðir ömmu minnar á 2007 árgerð af 3.0d X5 (e70) það var að fara í honum drifið, ekkert ekið þetta dót og hjón á þessum aldri eru ekkert að tæta og grilla á svona bíl, svo er ég búinn að eiga e53 prefacelift, 2000 árgerð, 4.4i í 3 ár sem ég keyrði nú helv grimmt flesta daga, lenti aldrei í neinu veseni á honum, hvorki drifi né öðru :roll:

_________________
VW Touareg V8
Audi 90, 2.8
BMW 540IA
Alpina B-10 V8
Lexus SC-400


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 25. Jun 2013 22:03 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
er annað drif í 3.0l bílunum?

er mikið að íhuga kaup á svona bíl og var eiginlega kominn á að láta 3.0l duga.

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 25. Jun 2013 22:36 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Thu 11. Aug 2011 01:58
Posts: 23
Já það er áhugavert ef þetta er að fara í þessum bílum.. en shit happens. Þetta var auðvitað soldið sjokk og manni kippt aðeins niður á jörðina aftur en þetta breytir því samt ekki að mér finnist þetta besti bíll sem ég hef átt.

Ég var á sínum tíma að pæla í 3l bíl, en eftir að prufa þá báða þá kom ekkert annað til greina en V8 bíllinn. Mun á áreiðanleika þekki ég ekki og eflaust margir hér sem betri eru í að svara því. Ég prufaði ML500 árg 2006 um daginn og varð fyrir miklum vonbrigðum.. X5 4.4 er miklu skemmtilegri bíll að keyra og virkar léttari á sér að öllu leyti, kom mér pínu á óvart.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 25. Jun 2013 22:44 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 25. Apr 2003 07:11
Posts: 2674
Location: Reykjavík
oskar9 wrote:
Bróðir ömmu minnar á 2007 árgerð af 3.0d X5 (e70) það var að fara í honum drifið, ekkert ekið þetta dót og hjón á þessum aldri eru ekkert að tæta og grilla á svona bíl


Þetta finnst mér vera galli sem framleiðandi eigi að bæta. (í þessu tilviki)

_________________
1990 Benz 250D W124


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 28. Jun 2013 09:51 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 04. Jun 2005 15:43
Posts: 2186
oskar9 wrote:
Bróðir ömmu minnar á 2007 árgerð af 3.0d X5 (e70) það var að fara í honum drifið, ekkert ekið þetta dót og hjón á þessum aldri eru ekkert að tæta og grilla á svona bíl, svo er ég búinn að eiga e53 prefacelift, 2000 árgerð, 4.4i í 3 ár sem ég keyrði nú helv grimmt flesta daga, lenti aldrei í neinu veseni á honum, hvorki drifi né öðru :roll:

Það er afturdrif í þeim bíl.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 13. Aug 2013 20:02 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 18. Jul 2012 17:17
Posts: 7
Ég er líka með X5 2004 4.4, keyrður ca 145 þúsund og var að lenda í því sama og lýsinginn á því sem gerðist hér er nákvæmlega sú sama og gerðist hjá okkur, sem betur fer vorum við að keyra á littlum hraða á hliðarvegi. Hvenig fór þetta hjá þér, hvar fékkstu nýtt drif og hvað var tjónið mikið?


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 13. Aug 2013 20:45 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Thu 11. Aug 2011 01:58
Posts: 23
Sælir það er leiðinlegt að heyra, og ég verð að segja að ég er mjög hissa að þetta gerist svona og svipaður bíll og minn. Minn er keyrður um 130þús. Nýtt drif kostar víst í umboðinu 360þús kall minnir mig, svo þetta hefði þá eflaust farið vel yfir hálfa milljón amk í kostnað.

Ég fer alltaf með minn bíl til Eðalbíla hvort sem það sé hvers kyns viðgerð eða bara smurning og þeir græjuðu þetta fyrir mig. Ég var reyndar heppinn að það fannst notað drif sem ég ákvað að taka eftir nokkrar vangaveltur, þ.e. hvort ég ætti að kaupa nýtt drif eða notað. Eftir ráðleggingar frá mér fróðari mönnum ákvað ég að taka það notaða.. enda er þetta eitthvað sem á ekki að fara, plús að kosta einn þriðja af nýju drifi


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 13. Aug 2013 20:59 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 18. Jul 2012 17:17
Posts: 7
Ég fer sjálfur yfirleitt til Eðalbíla - þeir eru núna svo bókaðir að ekki var laust fyrr en í september. :-) Þannig ég fór í umboðið og eftir 3 daga (hann fór inn á föstudag í bilanagreiningu og er enn hjá þeim) þá er þetta niðurstaðan hjá þeim. Að vísu í fyrstu voru þeir að skoða millikassann þannig þetta verður áhugavert á morgun þegar ég fæ að vita hvað þarf í bílinn, líklega bæði millikassi og drif. Skoðaðir þú eitthvað hvort BMW tæki þetta á sig sem framleiðslugalla þar sem bæði þú og aðrir hér hafa verið að segja að svona á ekki að geta gerst. Ég er að skoða að kaupa þetta frá USA, bíllinn er ameríku týpa þannig það ætti að ganga. Hefur þú eða einhver reynslu af því að kaupa frá USA og þá af hverjum er gott að kaupa?


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 13. Aug 2013 22:16 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Thu 11. Aug 2011 01:58
Posts: 23
Já ok, það er ansi dýrt ef það er millikassinn líka. Ég talaði aðeins við umboðið hérna heima já, og þeir sögðu að þeim fyndist ólíklegt að þetta væri einhver galli án þess að fullyrða það þó, en þyrfti þá að skoða það betur. En var líka bent á að bíllinn væri orðinn 9 ára gamall svo það svona mátti lesa á milli lína að það þýddi ekkert að reyna að fá neitt frá umboði hérna heima amk. Svo var mér líka sagt af mér fróðari mönnum sem hafa átt áralanga reynslu af umboðinu og þekkja þar vel til að það þýði ekki reyna það við þá. Svo ég reyndi það ekkert frekar.

Þetta var rosa svekkelsi þegar þetta gerðist, en eftir smá umhugsun að þá er ég bara samt svo ánægður með þennan bíl að ég ætla að eiga hann lengur og skipta svo seinna uppí nýrri.

Ég hef verslað aukahluti og dót úr BMW umboði í USA og líka í umboði í Svíþjóð en það er allt og sumt. Minn er reyndar Evróputýpa en að mestu sama dót í þessu myndi ég halda. Ég veit að menn eru mikið að nota www.pelicanparts.com en ég þekki það ekki mikið sjálfur og hef aldrei notað. Eflaust einhverjir aðrir hér sem vita meira um það


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 17 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 9 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group