bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 03. May 2025 10:44

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 10 posts ] 
Author Message
PostPosted: Thu 30. May 2013 21:46 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sat 11. Jul 2009 16:34
Posts: 1204
mér datt í hug að redda mér tölfu kubb í bílinn minn
en langar fyrst að heira hvernig reinslan á þeim er hér og með hverju menn mæla

er búinn að vera að lesa um þetta aðeins og margir telja að ódýru kubbarnir séu ekkert endilega verri heldur en þeir dýrari (þó það séu nú meiri líkur á því)

endilega fræðið mig eins og þið getið um þetta! :thup:

edit: vill taka það framm að þetta er eithvað sem er alls ekki ofarlega á listanum, er mun frekar bara að afla mér uplisingar heldur en að velta fyrir mér hvaða kubb ég egi að fá mér (þó eru þannig ábendingar vel þegnar)

_________________
afsakið allar stafsetningar villur (er lesblindur)
Image
BMW e36 325is "dundið" (seldur)
BMW e36 318is "daily"
BMW e32 730ia "sá fyrsti" (seldur :( )


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 30. May 2013 23:29 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Wed 24. Oct 2007 18:27
Posts: 1835
Held að þú græðir ekki mikið á því fyrir m50b25, en ég hef notað svona á báða 750 bílana hjá mér og útkoman er vægast sagt frábær, en það eru ekki ódýrir kubbar þótt ég hafi heyrt að þeir séu ekkert síðri.

_________________
E39 540i Touring


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 31. May 2013 08:23 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 17. Apr 2008 23:20
Posts: 5217
Location: HérogÞarogAllstaðar
sosupabbi wrote:
Held að þú græðir ekki mikið á því fyrir m50b25, en ég hef notað svona á báða 750 bílana hjá mér og útkoman er vægast sagt frábær, en það eru ekki ódýrir kubbar þótt ég hafi heyrt að þeir séu ekkert síðri.


Held hann sé að tala um fyrir 318is

_________________
BMW E30 316i 1988

ROCKSTONE DAY PROJECTS ON YOUTUBE


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 31. May 2013 09:18 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sat 11. Jul 2009 16:34
Posts: 1204
rétt hjá rockstone, fyrir 318is, semsagt m42b18 mótorinn


en hefur þú þá verið að nota kubba á svipuðum skala og þessi?

Quote:
The 318i/is needs more torque - pure and simple. A little extra grunt in the bottom-end of the RPM range will get your 318 moving quicker in traffic. The torque gain for this engine starts at only 2500 RPM! If you're looking for a significant bump in power you need not look any further than a TMS Performance Chip. Jim Conforti tuned this chip to take advantage of 91+ octane gas. By altering the fuel and spark curves greater horsepower and torque can be achieved as well as making the engine run smoother and better responsive. There is no downside - only an awakened engine and a car with new life!

Horsepower Gain

+ 11 @ 5500 RPM

Torque Gain

+ 19 @ 2500 RPM

New Rev Limit

6900 RPM

For a 1992-95 318i/is/iC/Ti, we need to know the production date, ECU number, and if the car is manual or automatic.

Part #: E36318
Price: $249.95 (USD)


annars er helvíti mikill munur á þessum tveim í verði, en spurning hvað er að marka uplisingarnar sem þeir gefa manni..... en þessi er á rúma 30$

Quote:
92-94 BMW E36 318i/is Performance Chip


Performance Engine Chips unleash more power by re-programming the fuel mixture and ignition timing parameters of the engine management system. Furthermore the software safely raises the rev-limit, giving your car a broader power band and greater road speed potential in each gear. Significant gains are also achieved at part throttle, making extra power available where you spend the bulk of the time driving.

Models it will work in ECU code:
ECU 0 261 203 282
ECU 0 261 203 357
ECU 0 261 200 990
Please email your ECU code so that I can send out the correct chip!

Performance Features:

Horsepower: +20 HP
Torque: +20 Lbs/Ft
Raised rev limiter : +400 RPM
Top speed governor removed


Detailed installation instructions included



síðan er mælt með að maður fari að taka bensín með hærri octane tölu, og oft mælt með 98octan
og nú spir ég kanski eins og hálfiti en hver er munurinn á 95 og 98?
eru meiri smur eginleikar í 98 og þessvegna betri fyrir vélar sem snúast hraðar?

_________________
afsakið allar stafsetningar villur (er lesblindur)
Image
BMW e36 325is "dundið" (seldur)
BMW e36 318is "daily"
BMW e32 730ia "sá fyrsti" (seldur :( )


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 31. May 2013 11:28 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. Sep 2005 00:12
Posts: 5955
Location: Litla Ameríka
Joibs wrote:
síðan er mælt með að maður fari að taka bensín með hærri octane tölu, og oft mælt með 98octan
og nú spir ég kanski eins og hálfiti en hver er munurinn á 95 og 98?
eru meiri smur eginleikar í 98 og þessvegna betri fyrir vélar sem snúast hraðar?


Nei það eru ekki meiri smureiginleikar í 98 okt. heldur hærri octan tala en ég get sjálfur ekki nákvæmlega útskýrt hvers vegna þess er krafist annað en það að með því að bíllinn gangi alltaf á 98 okt. með kubbnum þá nær sá sem að forritar kubbinn að "kreista" meira útúr vélinni með breyttum kveikjutíma.

_________________
Nútíðin:
E34 Touring '93 > R.I.P.
E34 530iT '95

Þátíðin:
E32 735i '89 ND-020
E30 325iC '89 AN-309
E30 318i '88 JS-554
E34 525iA '94 OZ-390
E28 518i '87 IT- 629
E46 318i '00 TB-590


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 31. May 2013 14:26 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
98oct bensín brennur við hærri þjöppu/hita, það er ekki meira power í því. smureiginleikar eða neitt slíkt. heldur er það notað á vélar með hærri þjöppu, eða F/I til þess að forsprengja ekki


og já.. getur alveg gleymt 11hp út úr þessum kubb, ef þú villt fá map sem breytir einhverju talaðu þá við Mr X þegar hann verður hérna. en honestly þá borgar það sig ekki í þessu tilfelli.

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 31. May 2013 22:34 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Thu 28. Jul 2011 13:34
Posts: 52
oktane tala er mælikvarði á hversu vel bensín getur þolað þjöppu/hita án þess að verði sjálfsíkveikja, því hærri tala, því meiri þjöppun þolir eldsneytið (tilhneiging til sjálfsíkveikju).

minnir það heiti iso-oktane sem er einsleitt bensín og það fékk töluna 100 oktan, það er alveg hægt að fara talsvert yfir þessa tölu með bætiefnum (blý var sett í bensín til að hækka þjappþol þess, tetrablý, en hefur verið tekið út vegna smá aukaverkana s.s. krabbamein ofl.).

vél með x-þjöppu ætti bara að keyra á því eldsneyti sem dugar en sjálfsagt ef verið er að færa kveikju og innsprautunartíma mikið gæti meira þjappþol hjálpað til, man að t.d. Skoda octavia með 2L vél á tímabili gat verið 155hp með 98oct bensíni en eitthvað aflminni með 95oct bensíni en vélartölvan fann sjálf muninn á eldsneytinu, sjálfsagt með því að bankskynjarinn (knock sensor) fann þegar bankið (forkveiking, eldsneytið byrjar bruna of snemma, jafnvel á í þjappslaginu, sprenging sem getur skemmt út frá sér) og seinkaði kveikjutímanum svo vélinni væri hlíft.

en oktantalan er að öðru leyti ekki neitt betra eða öðruvísi en bensín með annari oktantölu nema þjappþolið.

_________________
Jón Ingi
s. 692 1212


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 31. May 2013 23:53 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 06. Nov 2003 15:38
Posts: 5953
Location: Akranes
Ég var með M42 mótor í 7 ár og ók yfir 100þús km á þeim tíma, ég gerði ýmislegt á þeim tíma í tuning málum.

Prófaði fyrst kubb frá Pro Performance http://propowerperf.com/, þeir lofuðu ekki neinu sambandi við aflaukningu en sögðu að ég myndi græða eitthvað og þá í high end, þessi kubbur breytti því að ég fór úr 6800 sn/mín í 7000 sn/mín í útslátt.

Seinni kubburinn var frá Evo-S http://www.evolveautomotive.com/ og var hann smíðaður eftir raðnúmeri ECU í bílnum mínu, GST kom mér í samband við þessa stráka. Þessi kubbur var miklu meira pro, honum fylgdi mæling upp á 12 hp og aukningu í Nm. Þessi fór með útslátt í 7300 sn/mín sem var geggjað og kom aukninginn út í high end eins og í fyrri.

Ég er ekki viss að maður fái mikið út úr þessum kubb brölti, enginn áþreifanlegur munur og lausagangur verður leiðilegri.

Það sem ég get sagt að hafi gert mest fyrir M42 var opnara púst, fór í gegnum nokkur setup í þeim málum en endaði hjá Einar í Kópavogi og það gerði mest fyrir bílinn fannst mér.

Cone og hitahlíf gerði ekki neitt stórkostleg en gerði hljóðið í bílnum meira agressiv.

_________________
Image
E30 - 325iC - 323iA - 320i - 318iS
E21 - 320
Honda CBR600 F2 Streetfighter


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 31. May 2013 23:58 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sat 11. Jul 2009 16:34
Posts: 1204
tvö helvíti góð svör :thup:
var akkurat að leita eftir eithverju svona svari
takk kærlega strákar :thup:
(megið samtsemáður halda áfram að henda fróðleik hérna inn)

_________________
afsakið allar stafsetningar villur (er lesblindur)
Image
BMW e36 325is "dundið" (seldur)
BMW e36 318is "daily"
BMW e32 730ia "sá fyrsti" (seldur :( )


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 01. Jun 2013 11:29 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Thu 28. Jul 2011 13:34
Posts: 52
má bæta við svipað og Jens segir, að á Íslandi eiga allir bensínbílar af árgerð 92/93 að vera með hvarfakút (og þess vegna komu allir bílar með beinni innspýtingu á þeim tíma, blöndungar eru ekki nægilega nákvæmir til að ná ákveðnum mengunarstöðlum/kröfum) og þó sé ólíklegt að original-pústkerfið sé enn undir bílnum gæti munað mestu að taka hvarfann undan, líklega orðinn ónýtur fyrir löngu síðan og gerir ekkert nema að hirða hoho og éta bensín.

hef tekið hvarfa undan nokkrum bílum sem ég hef átt, reyndar munar misjafnlega miklu en þeir hafa svo náð aðalskoðun án vandkvæða.

ég átti E30 318is (TO-585) ´90 árgerð sem vantaði uppá togið, gerði ekkert í því enda var bíllinn þá svo nýlegur og lítið ekinn en vann á vélaverkstæði sem var með bæklinga frá þýskum framleiðanda (man ekki nafnið) og þar var boðið uppá nokkur kit úr þessum 136hp uppí 175hp og svo 190hp minnir mig en þá með því að bora vélina uppí 2100cc ca en kostnaðurinn svo mikill að það var bara nær að finna sér 325i bíl sem var jú draumurinn (sem hefur ekki enn ræst) !

smáatriði, ef það eru drunur úr pústinu eftir að taka hvarfakútinn úr er næst að fá sér kút með tveimur minni endapípum í stað einnar stórrar en þá lækkar hávaðinn og einnig að lengja síðasta hlutann eftir endakút um bara nokkra cm gerir gagn í þá veru að minnka hávaðann.

_________________
Jón Ingi
s. 692 1212


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 10 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 10 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group