bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Algjört græjuvesen í E36, hvað gæti verið að?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=61715
Page 1 of 1

Author:  Byssan [ Tue 28. May 2013 00:01 ]
Post subject:  Algjört græjuvesen í E36, hvað gæti verið að?

Er með keilu 1200w og 800w magnara og þétti.
ég er búinn að tengja allt, allt í góðu með það, þrusuflott hljóð í þessu þegar það er svissað á. En svo þegar ég kveikji á bílnum þá er eins og bassakeilan stillist á tíðnina á bílnum????

Heyrist svona suð í henni sem verður meira og meira eftir því sem ég gef meira í. Eitthver lent í þessu? allar ábendingar vel þegnar

Er að verða vangefinn á þessu helvítis suði, Er búinn að rekja snúrurnar alveg frá skotti og framm í húdd og það slæst ekki neinstaðar saman.

Author:  auðun [ Tue 28. May 2013 01:49 ]
Post subject:  Re: Algjört græjuvesen í E36, hvað gæti verið að?

er rafgeymirinn i huddinu. Eg hef alltaf heyrt að rafmagnskapallinn i magnarann og svo rca snúran i spilarann eigi að vera sitthvoru megin i bilnum. Se hun ekki skermuð nóg og höfð sömu megin geti þetta skeð. Kannski er þetta bara bull, en eg heyrði þetta einhverntiman

Author:  odinn88 [ Tue 28. May 2013 07:11 ]
Post subject:  Re: Algjört græjuvesen í E36, hvað gæti verið að?

Ja rca snúran og plús meiga ekki lyggja saman

Author:  jonbi [ Tue 28. May 2013 19:38 ]
Post subject:  Re: Algjört græjuvesen í E36, hvað gæti verið að?

ég hef lent í því að þurfa að taka alternatorinn í gegn, annars virkaði líka að skipta um magnara. setti alpine magnara og þá hætti suðið. bara prufa sig áfram ;). ættir samt að geta stillt á low pass filter á magnaranum og þá ætti þetta að fara því þetta er líklega hljóð fyrir ofan 100Hz

Author:  gstuning [ Tue 28. May 2013 19:51 ]
Post subject:  Re: Algjört græjuvesen í E36, hvað gæti verið að?

Alternatorinn er vandamálið.

Author:  BMW_Owner [ Tue 28. May 2013 23:35 ]
Post subject:  Re: Algjört græjuvesen í E36, hvað gæti verið að?

gstuning wrote:
Alternatorinn er vandamálið.


x2

minnir að ég hafi heyrt að menn gætu sett einhvern þétti á "output-ið" á alternatornum,
annars myndi ég bara rífa hann úr og láta kíkja á hann og segja þeim frá vandamálinu.

Author:  KristjanJohann [ Tue 28. May 2013 23:40 ]
Post subject:  Re: Algjört græjuvesen í E36, hvað gæti verið að?

ég lenti í þessu vandamáli og þá var einhvað bilað fyrir rca tengið í spilaranum skipti um spilara og lífið varð yndislegt

kv Guðjón

Author:  Joibs [ Tue 28. May 2013 23:51 ]
Post subject:  Re: Algjört græjuvesen í E36, hvað gæti verið að?

lenti í þessu þegar ég gerði spjaldtölfu moddið en það sem þig vantar er millistikki sem drepur þetta hljóð
getur talað við þá í íhlutum þeir ættu að geta reddað þér :thup:

málið er að þetta eru trublanir sem koma frá altinatornum, mjög algenkt
video sem útskírir vel hvað þig vantar

edit: þetta suð getur líka komið frá ipod, síma eða spjaldtölfu og þá er þetta ekki tenkt altinatornum
auðveldasta útskíringin á þessu er að það eru "auka" bilgjur að koma frá aflgjafanum/batteri-inu sem spilarinn nær ekki að drepa og koma þessvegna í gegnum hátalarana

Author:  HaffiG [ Wed 29. May 2013 20:47 ]
Post subject:  Re: Algjört græjuvesen í E36, hvað gæti verið að?

Getur fengið RCA filter sem filterar út þessi hljóð, fer bara á milli RCA snúru og magnara. En yfirleitt orsakast þetta af noname houngnubo mögnurum og lélegur alternator gæti spilað inní.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/