bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Pússa niður lakk?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=61685
Page 1 of 1

Author:  AronT1 [ Sun 26. May 2013 19:10 ]
Post subject:  Pússa niður lakk?

Sælir,

Er að fara láta sprauta nokkra hluti hja mer, en til að lækka aðeins kostnaðinn langaði mig að pússa niður alla hlutina sjalfur, svo málarinn þurfi ekki að eyða sínum tíma í það. Svo mín spurning, hvernig er best að gera þetta? er þetta bara 400 sandpappír og byrja pússa eða þarf að hafa einhver efni eða slípirok eða einhverja bleitu á lakkinu eða eitthvað? Er að fara pússa niður húdd, nýrnabita, sýlsa(ekki plast) framstuðara.

Fyrirfram þakkir!

Author:  Joibs [ Mon 27. May 2013 12:36 ]
Post subject:  Re: Pússa niður lakk?

Farðu bara með nóguð fínum pappír í endann og þá með vatni
En passaðu þig á þvi að vera ekki að fara of djúft eða ójafnt yfir flötinn þvi það gæti kostað meiri vinnu en þetta myndi sparar þer

Minnir að srkefin séu svona 280- 320-400-800 m/vatni

Author:  auðun [ Mon 27. May 2013 15:53 ]
Post subject:  Re: Pússa niður lakk?

eg for yfir allann bílinn hja mer með 500 svamp pappír bara þurrum og náði bara niður appelsinuhúðinni a glærunni. Það voru fyrirmælin fra sprautaranum og hann var mjög sattur. For svo með rauða ull i erfiðustu fölsin.

Author:  íbbi_ [ Mon 27. May 2013 19:39 ]
Post subject:  Re: Pússa niður lakk?

passaðu þig á að finna málara sem vill mála hluti sem þú hefur unnið sjálfur, flestir taka það skiljanlega ekki í mál

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/