bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Fer ekki i gang
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=61667
Page 1 of 1

Author:  thorsteinarg [ Fri 24. May 2013 22:51 ]
Post subject:  Fer ekki i gang

Er með bíl sem er með M42B18, var i keyrslu fyrr i dag og lét ekkert skringilega, svo allt i einu nuna vill hann ekki fara i gang, startar ekki, virkar ekki að ýta honum i gang, né draga, en þegar hann er dreginn i gang fer hann i gang en þegar ég kúpla og ætla að halda honum i hægaganginum drepur hann bara á sér aftur ? Eitthverjar hugmyndir ?

Author:  thorsteinarg [ Sat 25. May 2013 16:28 ]
Post subject:  Re: Fer ekki i gang

Enginn ?

Author:  Bandit79 [ Sat 25. May 2013 20:22 ]
Post subject:  Re: Fer ekki i gang

búinn að tékka hvort að bensíndælan fer í gang þegar þú svissar á ?

Author:  srr [ Sat 25. May 2013 20:33 ]
Post subject:  Re: Fer ekki i gang

Athuga númer eitt eins og Bandit segir,,,,,,bensín.

Author:  BMW_Owner [ Sun 26. May 2013 13:43 ]
Post subject:  Re: Fer ekki i gang

sko þú segir að bílinn starti ekki? s.s snýst vélin ekki þegar þú snýrð lyklinum eða snýst vélin en tekur ekki við sér?
þú segir að það virki ekki að draga hann í gang en hann fari samt í gang þegar hann er dreginn?

1.ef vélin snýst ekki þegar lyklinum er snúið er startarinn farinn/immobilizer eitthvað í þeim dúr e.t.c
2.ef vélin fer í gang þegar bílinn er dreginn en gengur ekki hægagang þá er t.d hægagangsmótorinn bilaður eða leka falsloft, ýmislegt sem kemur til greina.
3.ef vélin snýst en tekur ekki við sér á að sjálfsögðu að ath hvort vélin fái bensín og neista. ef ekkert bensín=bensíndæla
ef enginn neisti=háspennukefli eða sveifarásskynjari e.t.c held reyndar að þessi bíll sé með stök háspennukefli þannig þú getur útilokað það strax, þau bila ekki öll í einu.
3.miðað við að bílinn hafi verið í fínu lagi áður en þetta gerðist myndi ég gíska á bensíndælu eða eitthvað tölvuvesen, það sem ég myndi gera í þínum sporum er að fara með bílinn niðrí eðalbíla og láta þá tengja bílinn við tölvu og sjá hvað kemur út úr því, allt annað er bara getgátur.

Author:  thorsteinarg [ Sun 26. May 2013 19:38 ]
Post subject:  Re: Fer ekki i gang

Já takk fyrir svörin strákar, nenni reyndar varla að draga bílinn alla leið inni RVK frá Hafnarfirði, þannig ég ferð bara með hann í Tækniþjónustu Bifreiða í Hafnarfirði, hafið þið eitthverja reynslu af þeim ?

Author:  ömmudriver [ Sun 26. May 2013 20:50 ]
Post subject:  Re: Fer ekki i gang

thorsteinarg wrote:
Já takk fyrir svörin strákar, nenni reyndar varla að draga bílinn alla leið inni RVK frá Hafnarfirði, þannig ég ferð bara með hann í Tækniþjónustu Bifreiða í Hafnarfirði, hafið þið eitthverja reynslu af þeim ?



Já, ekki góða. Og það er ekki það langt að draga bíl úr Hfj. og uppí Eðalbíla þar sem að þú færð toppþjónustu.

Author:  Alpina [ Sun 26. May 2013 21:44 ]
Post subject:  Re: Fer ekki i gang

ömmudriver wrote:
thorsteinarg wrote:
Já takk fyrir svörin strákar, nenni reyndar varla að draga bílinn alla leið inni RVK frá Hafnarfirði, þannig ég ferð bara með hann í Tækniþjónustu Bifreiða í Hafnarfirði, hafið þið eitthverja reynslu af þeim ?



Já, ekki góða
. Og það er ekki það langt að draga bíl úr Hfj. og uppí Eðalbíla þar sem að þú færð toppþjónustu.


:lol:

Author:  Danni [ Mon 27. May 2013 01:12 ]
Post subject:  Re: Fer ekki i gang

Verð taka undir með Arnari. Hef reynslu af TB en ekki góða reynslu :lol:

Author:  Dagurrafn [ Mon 27. May 2013 23:43 ]
Post subject:  Re: Fer ekki i gang

Mæli mun frekar með að fara í eðalbíla.. þeir vita ekki baun þarna í TB :argh:

Author:  thorsteinarg [ Tue 28. May 2013 20:20 ]
Post subject:  Re: Fer ekki i gang

Ætlaði að fara til þeirra í Eðalbílum, en það er uppbókað þangað til í lok júní. Fór með hann i morgun í TB og þeir lásu af honum, kom út að það voru eitthverjar villur i tölvunni á bílnum og sprungið relay(öryggi?), og hann fór i gang, en svo núna áðann ætlaði ég að starta honum en hann fór ekki i gang, þannig ég dró hann aftur uppí TB, en prufaði á leiðinni að gá hvort hann færi i gang og þá rauk hann i gang ? Skrítið, ætli það sé eitthver tölva farin i honum ? Eitthver lennt í þessu áður ?

Author:  gstuning [ Tue 28. May 2013 22:14 ]
Post subject:  Re: Fer ekki i gang

Gáfu þeir ekki betri útskýringar enn þetta?

Author:  thorsteinarg [ Tue 28. May 2013 22:17 ]
Post subject:  Re: Fer ekki i gang

Neibb, ætla að tala við þá nánar i fyrramálið.

Author:  thorsteinarg [ Wed 05. Jun 2013 16:30 ]
Post subject:  Re: Fer ekki i gang

thorsteinarg wrote:
Neibb, ætla að tala við þá nánar i fyrramálið.

Jæja þá er þetta mál græjað, kommst að því að bensíndælan var mjög léleg og var þessvegna að valda lélegum hægagangi. Takk fyrir hjálpina !.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/