bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hvar eru menn að versla klossa? E39
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=61506
Page 1 of 1

Author:  Helgason [ Tue 14. May 2013 11:41 ]
Post subject:  Hvar eru menn að versla klossa? E39

Sælir.
Er með 96 E39 sem ískra og ryka ansi mikið. Heyrði einhversstaðar að AB klossarnir gerðu þetta gjarnan. Hvar mælið þið með því að versla klossa?

Author:  rockstone [ Tue 14. May 2013 11:48 ]
Post subject:  Re: Hvar eru menn að versla klossa? E39

Kaupa TEXTAR Klossa í ABvarahlutum

Author:  Helgason [ Thu 23. May 2013 10:28 ]
Post subject:  Re: Hvar eru menn að versla klossa? E39

rockstone wrote:
Kaupa TEXTAR Klossa í ABvarahlutum


Hef verið að gera verðsambanburð, textar klossar að framan kosta 25 þ.
Tækniþjónustan er með klossa að framan á 9 þ. frá tveimur framleiðendum, náði ekki nákvæmu heiti en fannst eins og hann hefði sagt Viarol og Febe Bilstein.

Er svona svaðalegur munur á gæðum á ódýrum og dýrum klossum?

Er að verða geðveikur á þessu ískri.

Author:  rockstone [ Thu 23. May 2013 10:57 ]
Post subject:  Re: Hvar eru menn að versla klossa? E39

Já það er svakalegur gæðamunur á klossum, TEXTAR hafa verið að koma best út á eftir OEM, hér á landi, í BMW.

Author:  flamatron [ Thu 23. May 2013 22:20 ]
Post subject:  Re: Hvar eru menn að versla klossa? E39

Ég er með Textar frá AB og ekkert ískur.

Author:  sosupabbi [ Fri 24. May 2013 18:56 ]
Post subject:  Re: Hvar eru menn að versla klossa? E39

Hvernig eru bremsurnar frá TB að reynast mönnum? Þeir segja allaveganna sjálfir að þær ískri ekkert og ryki mjög lítið, en er það rauninn? Því þær eru mikið ódýrari en textar td.

Author:  Helgason [ Tue 28. May 2013 10:38 ]
Post subject:  Re: Hvar eru menn að versla klossa? E39

Einhverjir með góða reynslu af ódýrum klossum?
Rosalegt að blæða 25k í klossa að framan :)

Author:  Svezel [ Tue 28. May 2013 11:12 ]
Post subject:  Re: Hvar eru menn að versla klossa? E39

Helgason wrote:
Einhverjir með góða reynslu af ódýrum klossum?
Rosalegt að blæða 25k í klossa að framan :)


Ég keypti á sínum tíma Remsa klossa í Stillingu sem kostuðu brot af því sem OEM klossar kostuðu og get ekki annað en mælt með þeim. Búinn að keyra á þeim í 8ár með góðum árangri þar sem ég blastaði m.a. um alla Evrópu á þeim, þrusaði 10hringi á Nürburgring ásamt ótal leikdögum o.fl.

Remsa klossar að framan í E39 kosta undir 10k í Stillingu

Author:  íbbi_ [ Tue 28. May 2013 11:57 ]
Post subject:  Re: Hvar eru menn að versla klossa? E39

ég hef keypt dáldið af þessum remsa klossum, og ekki séð neitt athugavert

Author:  Helgason [ Tue 11. Jun 2013 11:48 ]
Post subject:  Re: Hvar eru menn að versla klossa? E39

Skellti mér á Bilstein hjá TB, ískrið er farið, kostuðu 8k :)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/