Um daginn hættu framrúðurnar í bílnum mínum að virka.. fann enganvegin út hvað var að.
Svo daginn áður en ég fór með hann í skoðun byrjuðu þær allt í einu aðvirka, allt gott og blessað með það og ég voðalega sáttur.
Nema hvað þegar ég fer í skoðun bendir hann mér á að rúðupiss sprautan mín sé biluð, ég sagði að það gæti ekki verið hún hafi virkað 2 dögum áður.
Svo var hún búin að vera biluð núna í um 2 vikur þangað til í dag byrjaði hún allt í einu að virka EN þá hættu rúðurnar aftur að virka
Er þetta bara röð af tilviljunum að þetta bili og lagist svona sitt á hvað eða tengist þetta drasl eitthvað?
Hvaaað í fjandanum getur verið að?
Kv. Gaurinn sem er að fara með bílinn í endurskoðun og vonar að rúðupiss sprautan haldist í lagi þangað til!
