Sælar
Ég er með e46 320 dísel sleggju. Ég er búinn að lesa af honum og það kom einhver error á exhaust sensor, sem ég myndi halda að væri súrefnisskynjari ekki satt? Hefur einhver hugmynd um hvar þessi blessaði skynjari er samankominn? Ég er búinn að setja bílinn uppá lyftu og grandskoða allt, reyndar frekar pakkað að komast að greininni sjálfri. RealOEM segir mér lítið um þetta, en ég er kannski bara retard.
Það er kannski enginn svona sensor í þessum vélum
Allavega, þetta lýsir sér þannig að það er eins og hann sé ekki að blanda alveg rétt, missir afl þegar maður slær af og pústar óeðlilega.