bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E36 M50B25 gangtruflanir
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=61149
Page 1 of 1

Author:  Omar_ingi [ Tue 23. Apr 2013 16:22 ]
Post subject:  E36 M50B25 gangtruflanir

Sælir, bílinn hjá mér er farinn að vera með einhverskonar gangtruflanir. Lýsir sér þannig, Þegar ég set bílinn í gang fyrst á daginn þá er hann fínn í svona 5 mínótur og þá fer hann að missa mikið afl og druntu gangur en ef maður gefur allt í botn þá er það í lagi og bílinn mok vinnur bara, svo slær maður af og gefur aftur rólega í og eða halda jöfnum hraða þá byrjar sama vesenið aftur, þetta er kannski í svona 10-20 mín og þegar bílinn er orðinn vel heitur og búinn að ganga í smá stund þá virðist þetta vera í lagi en svo aftur sama saga ef ég drep á honum stekk inní búð og strax aftur út, og er þannig í sirka 20 mínótur aftur eða þannig.

Þegar ég fæ bílinn fyrst þá var þetta vesen í minni kanntinum. semsagt smá trundu gangur í smá stund og svo búið bara, en svo hef ég ekkert verið með þetta vesen síðann bara núna á föstudagskvöldinu (eftir að ég var uppá braut) og búið að vera aukast síðann.

Var að fá 4 stk af háspennukeflum áðann og búinn að skipta um þau, það vantaði lengi alltaf annan púðann til að festa ventlalokið allmennilega þannig það náði oft alltaf að safnast smá vatn oní 2 aftustu (uppvið eldveggin) Núna er kominn nýr púði þar þannig það vandamál er úr sögunni, En ég semsagt skipti um þau 4 talið frá aftan á vél og framm. Fór út að keira og enþá sama vandamál.

Ég er reindar farinn að hallast á hvort að þetta sé knastáskynnjarinn eða pústskynnjari.

En er einhver leið að geta fundið út hvaða háspennukefli eru ónít án þess að hafa bílinn í hægagangi og taka úr sambandi og sjá hvernig gangurinn verði þá. Því hann gengur fínt á hægagangi og já líka ef maður kúpplar bara og gefur í á þessum snúningum sem þetta er oftast að gerast á sem er á milli 1500 og 3000 þús snúningum.

Kv.

Author:  BMW_Owner [ Tue 23. Apr 2013 18:38 ]
Post subject:  Re: E36 M50B25 gangtruflanir

falsloftleki? finnst oft einmitt ekki þegar vélin er í lausagangi.

Author:  Angelic0- [ Tue 23. Apr 2013 18:39 ]
Post subject:  Re: E36 M50B25 gangtruflanir

kerti :?:

Author:  AronT1 [ Tue 23. Apr 2013 23:16 ]
Post subject:  Re: E36 M50B25 gangtruflanir

Sveifarásskynjari? Var einnitt med svona vandamal og tad var hann sem oraskadi truflunina

Author:  D.Árna [ Wed 24. Apr 2013 07:46 ]
Post subject:  Re: E36 M50B25 gangtruflanir

Er hann að hita sig eitthvað óvenjumikið ?

Author:  Omar_ingi [ Thu 25. Apr 2013 14:15 ]
Post subject:  Re: E36 M50B25 gangtruflanir

L473R wrote:
Er hann að hita sig eitthvað óvenjumikið ?

Enginn vatnlás

Author:  jon mar [ Thu 25. Apr 2013 16:13 ]
Post subject:  Re: E36 M50B25 gangtruflanir

gáfað að vera ekki með vatnslás = bíllinn nær aldrei kjörhita.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/